| Sf. Gutt
Föruneyti Liverpool F.C. hélt til Ítalíu í dag og á morgun verður þar leikið til úrslita um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brendan Rodgers valdi sterkan hóp til ferðarinnar enda mikið í húfi. Eftirtaldir leikmenn fóru til Ítalíu. B. Jones, G. Johnson, J. Enrique, N. Sahin, L. Suarez, J. Cole, O. Assaidi, J. Henderson, S. Coates, S. Downing, J. Carragher, J. Allen, J. Reina, F. Suso, R. Sterling, J. Shelvey, C. Coady, M. Skrtel og A. Wisdom.
Margir reka augun í að nafn Steven Gerrard er ekki í hópnum og eins er þar ekki að finna Daniel Agger. Brendan Rodgers gaf þá skýringu á fjarveru þeirra að Steven væri veikur og Daniel hefði fengið frí eftir marga leiki að undanförnu. Víst er að ekki er rétt að taka áhættu með Danann sem hefur sloppið óvenju vel við meiðsli á leiktíðinni. Lucas Leiva er líka heima í Liverpool en það þarf nú ekki að koma á óvart því hann er nýkominn til leiks eftir meiðsli.
Luis Suarez er á hinn bóginn í liðshópnum og líklega komst hann í hópinn með því að vera bókaður á móti Southampton á laugardaginn. Hann lenti þar með í leikbanni og fær frí um helgina þegar Liverpool mætir West Ham United.
Liverpool þarf helst sigur á Ítalíu gegn Udinese en tap veldur því að liðið er úr leik. Jafntefli gæti komið Liverpool áfram. Staðan er sem sagt býsna flókin en sigur færir öruggt áframhald.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa í Údíne í dag.
TIL BAKA
Haldið til Ítalíu

Margir reka augun í að nafn Steven Gerrard er ekki í hópnum og eins er þar ekki að finna Daniel Agger. Brendan Rodgers gaf þá skýringu á fjarveru þeirra að Steven væri veikur og Daniel hefði fengið frí eftir marga leiki að undanförnu. Víst er að ekki er rétt að taka áhættu með Danann sem hefur sloppið óvenju vel við meiðsli á leiktíðinni. Lucas Leiva er líka heima í Liverpool en það þarf nú ekki að koma á óvart því hann er nýkominn til leiks eftir meiðsli.
Luis Suarez er á hinn bóginn í liðshópnum og líklega komst hann í hópinn með því að vera bókaður á móti Southampton á laugardaginn. Hann lenti þar með í leikbanni og fær frí um helgina þegar Liverpool mætir West Ham United.
Liverpool þarf helst sigur á Ítalíu gegn Udinese en tap veldur því að liðið er úr leik. Jafntefli gæti komið Liverpool áfram. Staðan er sem sagt býsna flókin en sigur færir öruggt áframhald.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa í Údíne í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan