| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hvað þarf til áframhalds?
Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst áfram í Evrópudeildinni. En hvað þarf til að svo verði? Liverpool mætir Udinese á ítalíu og þarf sigur til að tryggja áframhald án neinna undantekninga.
Rússneska liðið Anzhi Liverpool leiðir riðilinn með tíu stig og hefur tryggt sér áframhald þó að tvö lið geti náð þeim. Liverpool og Young Boys hafa sjö stig og Udinese fjögur. Vinni Liverpool skiptir ekki máli hvað gerist í Sviss þar sem Young Boys leikur við Anzhi. Verði jafntefli fellur Liverpool úr leik nema að leikurinn í Bern endi líka með jafntefli. Tapi Liverpool og eins Young Boys verða þau bæði með sjö stig eins og Udinese. Þá fer Young Boys áfram því þeir standa best úr leikjum liðanna þriggja. Svo gæti Liverpool jafnvel unnið riðilinn en líka endað í neðsta sæti. Já, staðan er vissulega flókin.
Það er því eins og jafnan að sigur er það besta í hverri stöðu. Takist ekki að vinna leikinn verða Rauðliðar að vonast eftir hagstæðum úrslitum í Sviss og það er aldrei gott að þurfa að treysta á aðra. Við sjáum hvað setur en víst er að spennan verður mikil í Údíne og Bern.
Rússneska liðið Anzhi Liverpool leiðir riðilinn með tíu stig og hefur tryggt sér áframhald þó að tvö lið geti náð þeim. Liverpool og Young Boys hafa sjö stig og Udinese fjögur. Vinni Liverpool skiptir ekki máli hvað gerist í Sviss þar sem Young Boys leikur við Anzhi. Verði jafntefli fellur Liverpool úr leik nema að leikurinn í Bern endi líka með jafntefli. Tapi Liverpool og eins Young Boys verða þau bæði með sjö stig eins og Udinese. Þá fer Young Boys áfram því þeir standa best úr leikjum liðanna þriggja. Svo gæti Liverpool jafnvel unnið riðilinn en líka endað í neðsta sæti. Já, staðan er vissulega flókin.
Það er því eins og jafnan að sigur er það besta í hverri stöðu. Takist ekki að vinna leikinn verða Rauðliðar að vonast eftir hagstæðum úrslitum í Sviss og það er aldrei gott að þurfa að treysta á aðra. Við sjáum hvað setur en víst er að spennan verður mikil í Údíne og Bern.
Liverpool tapaði auðvitað fyrri leiknum fyrir Udinese 2:3 á Anfield og á þess vegna harma að hefna. Sá sigur er sá eini sem ítalska liðið hefur unnið hingað til í keppninni. Þegar Liverpool missti leikinn við Young Boys niður í jafntefli 2:2 á Anfield um daginn fór gullið tækifæri á að tryggja áframhaldið. Nú þarf að klára verkefnið. Leikur Liverpool og Udinese hefst klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan