| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool áfram og vann riðilinn!
Jordan Henderson kom Liverpool áfram í Evrópudeildinni með gullvægu marki. Liverpool vann 0:1 í Údíne og endaði á toppi riðilsins! Allt gat gerst fyrir leiki kvöldsins og Liverpool hefði allt eins getað endað á botninum. En toppurinn er mun betri og stuðningsmenn Liverpool geta hlakkað til Evrópuleikja á nýju ári.
Brendan Rodgers sendi sterkt lið til leiks þó svo að hann hafi gert nokkrar breytingr frá því á móti Southampton um helgina. Í liði heimamanna könnuðust stuðningsmenn Liverpool við markmanninn Daniele Padelli sem var lánsmaður hjá Liverpool 2007. Brendan varð að breyta liði sínu strax eftir tólf mínútur þegar Nuri Sahin fór af velli eftir að hafa fengið högg á nefið og hugsanlega nefbrotnað. Jonjo Shelvey leysti hann af hólmi.
Það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem fyrsta færi leiksins kom. Þá skallaði Mathias Ranegie að marki eftir fyrirgjöf frá vinstri en boltinn fór rétt framhjá og ekki er víst að Jose Reina hefði náð honum ef hann hefði hitt á markrammann. Um fjórum mínútum seinna reyndi Roberto Pereyra að lyfta boltanum yfir Jose og hann varð að slá boltann yfir með því að kasta sér aftur. Í millitíðinni hefði Diego Fabbrini getað verið rekinn út af eftir að hafa sparkað Jonjo niður.
Það var þó Liverpool sem komst yfir á 23. mínútu eftir þessa rispu heimamanna. Stewart Downing tók hornspyrnu frá vinstri. Luis Suarez skallaði boltann yfir til hægri á Suso og hann renndi honum út á Jordan Henderson sem skoraði viðstöðulaust framhjá varnarmönnum og Daniele! Vel gert hjá Jordan og það mátti vel greina villta ánægju hans með að hafa komist á blað. Um fjórum mínútum seinna bætti Glen Johnsnon við marki af stuttu færi en það var dæmt af. Líklega var það svo metið að boltinn hefði verið kominn aftur fyrir endamörk þegar Stewart kom honum fyrir markið en það var á mörkunum að svo væri. Kannski var dæmd rangstaða. Ekki gott að segja.
Liverpool var nú með örlögin í sínum höndum því ekki skipti máli hvað gerðist í Sviss. Eftir þetta gerðist fátt markvert þar til á síðustu mínútu hálfleiksins þegar Luis átti fallega hjólhestaspyrnu, eftir horn, af stuttu færi sem stefndi í markið þar til Daniele kom til skjala og sló boltann yfir með miklum tilþrifum. Frábær markvarsla.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn mjög vel og strax í upphafi fékk Luis boltann og sendi út til hægri á Suso en skot hans úr góðu færi fór víðsfjarri markinu. Rétt á eftir endaði Luis góða sókn með föstu skoti frá vítateginum sem fór rétt yfir. Eftir þetta var lengi tíðindalítið nema hvað fregnir bárust frá Sviss að Young Boys hefði náð forystu 2:1 og þar með mátti ekkert út af bera hjá Liverpool.
Heimamenn náðu loks að ógna á 60. mínútu þegar Mathias skallaði yfir eftir horn. Fimm mínútum síðar sáu stuðningsmenn Liverpool boltann svo til í markinu. Jose Enrique sendi þá góða sendingu fram á Jordan sem þrumaði að marki úr miðjum vítateignum en Daniele sló boltann yfir með tilþrifum. Aftur varði Daniele meistaralega á 68. mínútu. Luis lék þá framhjá þremur varnarmönnum í vítateignum og skot hans virtist stefna í markið þar til Daniele náði að fálma til boltans og bjarga í horn með eldsnöggum viðbrögðum. Enn og aftur vel gert og fyrrum Rauðliðinn var þarna þrívegis búinn að koma í veg fyrir að Liverpool gerði út um leikinn.
Hagur Liverpool vænkaðist tíu mínútum fyrir leikslok þegar Giovanni Pasquale fékk sitt annað gula spjald og þar með brottrekstur. Liverpool hélt öllu öruggu áfram eins og reyndar mest allan leikinn. Aðalhetja heimamanna Antonio Di Natale kom loks til leiks þegar fimm mínútur voru eftir. Það virtist ekki skipta máli þar til viðbótartíminn var að renna út. Jordan missti þá boltann á miðjunni, heimamenn ruddust fram og Antonio fékk boltann í upplögðu færi í vítateignum en sem betur fer fór þrumuskot hans yfir! Um leið og boltinn þaut yfir markið flautaði dómarinn dómarinn leikinn af. Þar slapp Liverpool vel því hefði Antonio skorað var Evrópudraumurinn úr sögunni og þriðja sætið staðreynd í stað þess fyrsta!
Frá Sviss bárust þau tíðindi að Young Boys hefði unnið Anzhi 3:1 og þar með var Liverpool með efsta sætið tryggt. Makalaus endalok en mestu skiptir að Liverpool komst áfram. Það er jú mikilvægt að vera sem lengst með í öllum keppnum! Áframhaldið var líka kærkomið eftir erfitt haust hjá Brendan Rodgers.
Udinese: Padelli, Faraoni, Heurtaux, Danilo, Pasquale, Pereyra, Agyemang-Badu, Pinzi (Benatia 46. mín.)(Reinthaler 65. mín.), Armero, Fabbrini og Ranegie (Di Natale 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Brkic, Marsura, Berra og Frison.
Rautt spjald: Giovanni Pasquale.
Gult spjald: Diego Fabbrini, Giovanni Pasquale og Emmanuel Agyemang-Badu.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Carragher, Enrique, Henderson, Allen, Sahin (Shelvey 12. mín.), Suso (Sterling 71. mín.), Suarez og Downing. Ónotaðir varamenn: Jones, Cole, Assaidi, Coates og Wisdom.
Mark Liverpool: Jordan Henderson (23. mín.).
Gul spjöld: Suso, Joe Allen og Jamie Carragher.
Áhorfendur á Friuli leikvanginum: 12.000.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Það hefur verið fátt um virkilegar gleðistundir á ferli Jordan hjá Liverpool en markið hans í kvöld var gríðarlega mikilvægt og fyrir utan að skora sinnti hann sínu vel á miðjunni. Gaman að sjá eitthvað ganga upp hjá stráknum.
Brendan Rodgers: Við vorum í erfiðum riðli með liðum sem hafa drjúga reynslu í Meistaradeildinni og einu af ríkustu liðum í heimi. Andlegur styrkur liðsins var mjög góður svo og vilji og trú. Við unnum og sigurinn lofar góðu fyrir framtíð okkar.
Fróðleikur.
- Liverpool endaði á því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni.
- Liverpool, Anzhi og Young Boys fengu öll tíu stig en Liverpool stóð best þegar viðureignir þessara þriggja liða voru reiknaðar.
- Jordan Henderson skoraði fyrsta mark sitt á þessu keppnistímabili.
- Þar með hafa fimmtán leikmenn skorað fyrir Liverpool!
- Daniele Padelli markmaður Udinese lék einn leik með Liverpool vorið 2007.
- Roy Hodgson hefur bæði stjórnað Liverpool og Udinese.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Lokastaðan í riðlinum var þessi.
1 Liverpool 6 2 10
2 Anzhi Makhachkala 6 2 10
3 Young Boys 6 1 10
4 Udinese 6 -5 4
Brendan Rodgers sendi sterkt lið til leiks þó svo að hann hafi gert nokkrar breytingr frá því á móti Southampton um helgina. Í liði heimamanna könnuðust stuðningsmenn Liverpool við markmanninn Daniele Padelli sem var lánsmaður hjá Liverpool 2007. Brendan varð að breyta liði sínu strax eftir tólf mínútur þegar Nuri Sahin fór af velli eftir að hafa fengið högg á nefið og hugsanlega nefbrotnað. Jonjo Shelvey leysti hann af hólmi.
Það var ekki fyrr en eftir stundarfjórðung sem fyrsta færi leiksins kom. Þá skallaði Mathias Ranegie að marki eftir fyrirgjöf frá vinstri en boltinn fór rétt framhjá og ekki er víst að Jose Reina hefði náð honum ef hann hefði hitt á markrammann. Um fjórum mínútum seinna reyndi Roberto Pereyra að lyfta boltanum yfir Jose og hann varð að slá boltann yfir með því að kasta sér aftur. Í millitíðinni hefði Diego Fabbrini getað verið rekinn út af eftir að hafa sparkað Jonjo niður.
Það var þó Liverpool sem komst yfir á 23. mínútu eftir þessa rispu heimamanna. Stewart Downing tók hornspyrnu frá vinstri. Luis Suarez skallaði boltann yfir til hægri á Suso og hann renndi honum út á Jordan Henderson sem skoraði viðstöðulaust framhjá varnarmönnum og Daniele! Vel gert hjá Jordan og það mátti vel greina villta ánægju hans með að hafa komist á blað. Um fjórum mínútum seinna bætti Glen Johnsnon við marki af stuttu færi en það var dæmt af. Líklega var það svo metið að boltinn hefði verið kominn aftur fyrir endamörk þegar Stewart kom honum fyrir markið en það var á mörkunum að svo væri. Kannski var dæmd rangstaða. Ekki gott að segja.
Liverpool var nú með örlögin í sínum höndum því ekki skipti máli hvað gerðist í Sviss. Eftir þetta gerðist fátt markvert þar til á síðustu mínútu hálfleiksins þegar Luis átti fallega hjólhestaspyrnu, eftir horn, af stuttu færi sem stefndi í markið þar til Daniele kom til skjala og sló boltann yfir með miklum tilþrifum. Frábær markvarsla.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn mjög vel og strax í upphafi fékk Luis boltann og sendi út til hægri á Suso en skot hans úr góðu færi fór víðsfjarri markinu. Rétt á eftir endaði Luis góða sókn með föstu skoti frá vítateginum sem fór rétt yfir. Eftir þetta var lengi tíðindalítið nema hvað fregnir bárust frá Sviss að Young Boys hefði náð forystu 2:1 og þar með mátti ekkert út af bera hjá Liverpool.
Heimamenn náðu loks að ógna á 60. mínútu þegar Mathias skallaði yfir eftir horn. Fimm mínútum síðar sáu stuðningsmenn Liverpool boltann svo til í markinu. Jose Enrique sendi þá góða sendingu fram á Jordan sem þrumaði að marki úr miðjum vítateignum en Daniele sló boltann yfir með tilþrifum. Aftur varði Daniele meistaralega á 68. mínútu. Luis lék þá framhjá þremur varnarmönnum í vítateignum og skot hans virtist stefna í markið þar til Daniele náði að fálma til boltans og bjarga í horn með eldsnöggum viðbrögðum. Enn og aftur vel gert og fyrrum Rauðliðinn var þarna þrívegis búinn að koma í veg fyrir að Liverpool gerði út um leikinn.
Hagur Liverpool vænkaðist tíu mínútum fyrir leikslok þegar Giovanni Pasquale fékk sitt annað gula spjald og þar með brottrekstur. Liverpool hélt öllu öruggu áfram eins og reyndar mest allan leikinn. Aðalhetja heimamanna Antonio Di Natale kom loks til leiks þegar fimm mínútur voru eftir. Það virtist ekki skipta máli þar til viðbótartíminn var að renna út. Jordan missti þá boltann á miðjunni, heimamenn ruddust fram og Antonio fékk boltann í upplögðu færi í vítateignum en sem betur fer fór þrumuskot hans yfir! Um leið og boltinn þaut yfir markið flautaði dómarinn dómarinn leikinn af. Þar slapp Liverpool vel því hefði Antonio skorað var Evrópudraumurinn úr sögunni og þriðja sætið staðreynd í stað þess fyrsta!
Frá Sviss bárust þau tíðindi að Young Boys hefði unnið Anzhi 3:1 og þar með var Liverpool með efsta sætið tryggt. Makalaus endalok en mestu skiptir að Liverpool komst áfram. Það er jú mikilvægt að vera sem lengst með í öllum keppnum! Áframhaldið var líka kærkomið eftir erfitt haust hjá Brendan Rodgers.
Udinese: Padelli, Faraoni, Heurtaux, Danilo, Pasquale, Pereyra, Agyemang-Badu, Pinzi (Benatia 46. mín.)(Reinthaler 65. mín.), Armero, Fabbrini og Ranegie (Di Natale 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Brkic, Marsura, Berra og Frison.
Rautt spjald: Giovanni Pasquale.
Gult spjald: Diego Fabbrini, Giovanni Pasquale og Emmanuel Agyemang-Badu.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Carragher, Enrique, Henderson, Allen, Sahin (Shelvey 12. mín.), Suso (Sterling 71. mín.), Suarez og Downing. Ónotaðir varamenn: Jones, Cole, Assaidi, Coates og Wisdom.
Mark Liverpool: Jordan Henderson (23. mín.).
Gul spjöld: Suso, Joe Allen og Jamie Carragher.
Áhorfendur á Friuli leikvanginum: 12.000.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Það hefur verið fátt um virkilegar gleðistundir á ferli Jordan hjá Liverpool en markið hans í kvöld var gríðarlega mikilvægt og fyrir utan að skora sinnti hann sínu vel á miðjunni. Gaman að sjá eitthvað ganga upp hjá stráknum.
Brendan Rodgers: Við vorum í erfiðum riðli með liðum sem hafa drjúga reynslu í Meistaradeildinni og einu af ríkustu liðum í heimi. Andlegur styrkur liðsins var mjög góður svo og vilji og trú. Við unnum og sigurinn lofar góðu fyrir framtíð okkar.
Fróðleikur.
- Liverpool endaði á því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni.
- Liverpool, Anzhi og Young Boys fengu öll tíu stig en Liverpool stóð best þegar viðureignir þessara þriggja liða voru reiknaðar.
- Jordan Henderson skoraði fyrsta mark sitt á þessu keppnistímabili.
- Þar með hafa fimmtán leikmenn skorað fyrir Liverpool!
- Daniele Padelli markmaður Udinese lék einn leik með Liverpool vorið 2007.
- Roy Hodgson hefur bæði stjórnað Liverpool og Udinese.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Lokastaðan í riðlinum var þessi.
1 Liverpool 6 2 10
2 Anzhi Makhachkala 6 2 10
3 Young Boys 6 1 10
4 Udinese 6 -5 4
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan