| Grétar Magnússon
Sam Allardyce og hans menn í West Ham eru nýliðar í deildinni en hafa staðið sig mjög vel það sem af er. Liðið situr í 8. sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum meira en okkar menn í Liverpool sem sitja í því ellefta með 19 stig.
Ljóst er að Luis Suarez verður ekki með þar sem hann tekur út eins leiks bann vegna 5 gulra spjalda á leiktíðinni. Einhver myndi segja að þessi 5 gulu spjöld hafi ekki verið verðskulduð í öllum tilvikum en ekki þýðir að hugsa um þau mál núna. Liðið verður einfaldlega að spjara sig í þessum leik án sóknarmanns sem ekki er einnig gjaldgengur með U-21 árs liðinu.
Líklega setur Brendan Rodgers Jonjo Shelvey fremstan á völlinn en hann spilaði þá stöðu gegn Young Boys í Evrópudeildinni fyrir ekki svo löngu síðan og ætti að geta leyst það verkefni ágætlega. Við förum þó ekki í neinn feluleik með það að erfitt er að sjá hver mun sjá um að skora mark fyrir Liverpool í leiknum, svo afgerandi hefur markaskorun Luis Suarez verið það sem af er tímabilinu. Þess ber þó að geta að hann hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum þar sem liðið hefur unnið tvo, tapað einum og gert eitt jafntefli.
Þeir Steven Gerrard, Lucas og Daniel Agger fengu góða hvíld frá ferðalaginu til Ítalíu í sigurleiknum gegn Udinese, Gerrard var reyndar veikur í vikunni en hann ætti að vera búinn að ná sér í tæka tíð fyrir sunnudaginn. Ferðalagið heim til Liverpool tafðist eitthvað vegna bilunar í flugvél á fimmtudagskvöldið og var ekki flogið til Englands fyrr en í dag. Vonandi hefur þetta ekki stór áhrif á undirbúning leikmanna fyrir erfiðan leik í London. Að öðru leyti eru flestir leikmenn heilir, fyrir utan þá sem eru staðfestir lengi frá eins og t.d. Fabio Borini og Martin Kelly.
Þegar kemur að tölfræði viðureigna liðanna hafa Liverpool menn haft vinninginn. Í síðustu 6 Úrvalsdeildarleikjum liðanna hafa Liverpool unnið 4, gert eitt jafntefli og tapað einum en það var einmitt síðasti leikur liðanna á heimavelli West Ham, sem endaði með 3-1 sigri heimamanna. Þá var Avram Grant stjóri West Ham og liðið féll úr Úrvalsdeildinni það tímabil. Í þessum fyrrnefnda leik skoraði Glen Johnson eina mark Liverpool á 84. mínútu.
Síðustu 6 leikir í deild gegn West Ham, heima og heiman: J S S S S T
Síðustu 6 leikir í deild gegn West Ham, að heiman: S S T S S T
Stærsti sigur Liverpool gegn West Ham var 6-0 sigur árið 1984 á Anfield en stærsta tapið kom á því herrans ári 1930 en þá unnu heimamenn 7-0 !
Liverpool eru á góðu skriði í Úrvalsdeildinni, aðeins einn leikur af síðustu 10 hefur tapast en reyndar hafa jafnteflin verið helst til of mörg. Síðasti útileikur í London tapaðist óverðskuldað gegn Tottenham en það var fyrsta tap liðsins í útileik í deildinni og það sem af er tímabili hefur einn útileikur unnist en 4 endað með jafntefli. West Ham hafa hinsvegar aðeins tapað einum heimaleik það sem af er, þrír hafa endað með jafntefli og fjórir hafa unnist.
Sé mið tekið af því hvernig staðan er hjá liðunum tveim núna fyrir þennan leik þá má kannski segja að þau séu nokkuð áþekk hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Andy Carroll, sem er á láni hjá West Ham er meiddur en hann mætti hvort sem er ekki spila þennan leik þar sem reglur Úrvalsdeildarinnar kveða á um að lánsmenn mega ekki spila gegn sínu félagi. West Ham hafa þó úr þrem öðrum sóknarmönnum að tefla en það sama má ekki segja um Liverpool.
Spá undirritaðs er því svohljóðandi: West Ham hafa verið erfiðir heim að sækja það sem af er og þeir verða klárir í slaginn á sunnudaginn. Erfitt er að sjá hvaðan mörk Liverpool eiga að koma og því verða lokatölur 2-0 fyrir West Ham. En auðvitað er von í brjósti um að harðunninn sigur náist í höfuðborg Englands !
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti mótherji Liverpool í Úrvalsdeildinni eru West Ham United en leikið er á heimavelli Hamranna í London sunnudaginn 9. desember og hefjast leikar kl. 16:00.
Sam Allardyce og hans menn í West Ham eru nýliðar í deildinni en hafa staðið sig mjög vel það sem af er. Liðið situr í 8. sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum meira en okkar menn í Liverpool sem sitja í því ellefta með 19 stig.
Ljóst er að Luis Suarez verður ekki með þar sem hann tekur út eins leiks bann vegna 5 gulra spjalda á leiktíðinni. Einhver myndi segja að þessi 5 gulu spjöld hafi ekki verið verðskulduð í öllum tilvikum en ekki þýðir að hugsa um þau mál núna. Liðið verður einfaldlega að spjara sig í þessum leik án sóknarmanns sem ekki er einnig gjaldgengur með U-21 árs liðinu.
Líklega setur Brendan Rodgers Jonjo Shelvey fremstan á völlinn en hann spilaði þá stöðu gegn Young Boys í Evrópudeildinni fyrir ekki svo löngu síðan og ætti að geta leyst það verkefni ágætlega. Við förum þó ekki í neinn feluleik með það að erfitt er að sjá hver mun sjá um að skora mark fyrir Liverpool í leiknum, svo afgerandi hefur markaskorun Luis Suarez verið það sem af er tímabilinu. Þess ber þó að geta að hann hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum þar sem liðið hefur unnið tvo, tapað einum og gert eitt jafntefli.
Þeir Steven Gerrard, Lucas og Daniel Agger fengu góða hvíld frá ferðalaginu til Ítalíu í sigurleiknum gegn Udinese, Gerrard var reyndar veikur í vikunni en hann ætti að vera búinn að ná sér í tæka tíð fyrir sunnudaginn. Ferðalagið heim til Liverpool tafðist eitthvað vegna bilunar í flugvél á fimmtudagskvöldið og var ekki flogið til Englands fyrr en í dag. Vonandi hefur þetta ekki stór áhrif á undirbúning leikmanna fyrir erfiðan leik í London. Að öðru leyti eru flestir leikmenn heilir, fyrir utan þá sem eru staðfestir lengi frá eins og t.d. Fabio Borini og Martin Kelly.
Þegar kemur að tölfræði viðureigna liðanna hafa Liverpool menn haft vinninginn. Í síðustu 6 Úrvalsdeildarleikjum liðanna hafa Liverpool unnið 4, gert eitt jafntefli og tapað einum en það var einmitt síðasti leikur liðanna á heimavelli West Ham, sem endaði með 3-1 sigri heimamanna. Þá var Avram Grant stjóri West Ham og liðið féll úr Úrvalsdeildinni það tímabil. Í þessum fyrrnefnda leik skoraði Glen Johnson eina mark Liverpool á 84. mínútu.
Síðustu 6 leikir í deild gegn West Ham, heima og heiman: J S S S S T
Síðustu 6 leikir í deild gegn West Ham, að heiman: S S T S S T
Stærsti sigur Liverpool gegn West Ham var 6-0 sigur árið 1984 á Anfield en stærsta tapið kom á því herrans ári 1930 en þá unnu heimamenn 7-0 !
Liverpool eru á góðu skriði í Úrvalsdeildinni, aðeins einn leikur af síðustu 10 hefur tapast en reyndar hafa jafnteflin verið helst til of mörg. Síðasti útileikur í London tapaðist óverðskuldað gegn Tottenham en það var fyrsta tap liðsins í útileik í deildinni og það sem af er tímabili hefur einn útileikur unnist en 4 endað með jafntefli. West Ham hafa hinsvegar aðeins tapað einum heimaleik það sem af er, þrír hafa endað með jafntefli og fjórir hafa unnist.
Sé mið tekið af því hvernig staðan er hjá liðunum tveim núna fyrir þennan leik þá má kannski segja að þau séu nokkuð áþekk hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Andy Carroll, sem er á láni hjá West Ham er meiddur en hann mætti hvort sem er ekki spila þennan leik þar sem reglur Úrvalsdeildarinnar kveða á um að lánsmenn mega ekki spila gegn sínu félagi. West Ham hafa þó úr þrem öðrum sóknarmönnum að tefla en það sama má ekki segja um Liverpool.
Spá undirritaðs er því svohljóðandi: West Ham hafa verið erfiðir heim að sækja það sem af er og þeir verða klárir í slaginn á sunnudaginn. Erfitt er að sjá hvaðan mörk Liverpool eiga að koma og því verða lokatölur 2-0 fyrir West Ham. En auðvitað er von í brjósti um að harðunninn sigur náist í höfuðborg Englands !
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan