| Sf. Gutt
Jordan Henderson skoraði mikilvægasta markið á ferli sínum þegar Liverpool vann í Údíne og komst áfram í Evrópudeildinni. Jordan hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Liverpool frá Sunderland en hann hefur aldrei kvartað og haldið áfram að leggja hart að sér.
Jordan segist eiga meira inni og vonast eftir að festa sig í sessi hjá Liverpool. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn á Ítalíu.
,,Ef satt skal segja þá held ég að ég eigi mikið meira inni og ég held áfram að leggja hart að mér. Markið í kvöld gæti gefið mér aðeins meira sjálfstraust. Ég verð bara að halda áfram að vinna með bros á vör. Það er alltaf gaman að skora mörk. Ég hef fengið nokkur færi upp á síðkastið en ekki tekist að skora og þess vegna var ég mjög ánægður með að skora í þetta skiptið. Framganga liðsins og úrslitin skiptu þó mestu. Ég er ánægður með hvernig til tókst."
Markið hjá Jordan Henderson var sannarlega gulls ígildi því það skiptir mestu að vera sem lengst með í öllum keppnum.
TIL BAKA
Á meira inni

Jordan segist eiga meira inni og vonast eftir að festa sig í sessi hjá Liverpool. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn á Ítalíu.
,,Ef satt skal segja þá held ég að ég eigi mikið meira inni og ég held áfram að leggja hart að mér. Markið í kvöld gæti gefið mér aðeins meira sjálfstraust. Ég verð bara að halda áfram að vinna með bros á vör. Það er alltaf gaman að skora mörk. Ég hef fengið nokkur færi upp á síðkastið en ekki tekist að skora og þess vegna var ég mjög ánægður með að skora í þetta skiptið. Framganga liðsins og úrslitin skiptu þó mestu. Ég er ánægður með hvernig til tókst."
Markið hjá Jordan Henderson var sannarlega gulls ígildi því það skiptir mestu að vera sem lengst með í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan