| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mikilvægur sigur í London
Liverpool sótti þrjú stig á Upton Park í London með 2:3 sigri á West Ham United. Fyrrum leikmenn West Ham í búningi Liverpool sáu um markaskorunina að þessu sinni.
Brendan Rodgers þurfti að gera eina breytingu frá því í deildarleiknum gegn Southampton um síðustu helgi. Jonjo Shelvey leiddi sóknarlínuna í fjarveru Luis Suarez sem tók út leikbann, að öðru leyti var byrjunarliðið óbreytt.
Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótt góðum tökum á leiknum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir aðeins 11 mínútur en þá fékk Glen Johnson boltann úti hægra megin frá Steven Gerrard. Johnson lék uppað vítateig og lítil hætta virtist á ferðum þar sem nokkrir varnarmenn West Ham voru í kringum hann. Hann lét það ekki á sig fá og þrumaði boltanum með hægri fæti uppí markhornið vinstra megin, óverjandi fyrir Jaaskalainen í markinu. Staðan orðin 0-1 og allt leit vel út hjá gestunum. Skömmu síðar var Johnson aftur á ferðinni hægra megin, hann lék inní vítateiginn og renndi boltanum inná Raheem Sterling sem kom á ferðinni, unglingurinn skaut að marki en boltinn fór rétt framhjá.
Á 27. mínútu þurfti Rodgers að breyta uppstillingunni á liðinu vegna meiðsla hjá José Enrique sem fór útaf og inná kom Joe Cole. Þetta þýddi að Stewart Downing fór í vinstri bakvörðinn. Um þetta leyti voru heimamenn farnir að ná góðum tökum á leiknum og níu mínútum síðar náðu þeir að jafna með marki úr vítaspyrnu. Boltinn fór sannarlega í hendi Joe Allen í vítateignum en hann gat lítið að því gert og þótti því mörgum dómurinn harður.
Áfram héldu Hamrarnir að þjarma að gestunum og reyndu þeir allt hvað þeir gátu til að komast yfir áður en flautað var til hálfleiks. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Liverpool var send út til vinstri á Matt Jarvis, hann náði góðri sendingu fyrir markið þar sem Steven Gerrard varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Eftir góða byrjun Liverpool voru þeir því lentir undir og útlitið var ekki gott. Staðan í hálfleik var 2-1.
Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, leikmenn West Ham voru grimmari og sterkari á flestum sviðum, þó reyndar án þess að skapa sér einhver hættuleg tækifæri uppvið markið. Á 71. mínútu gerði Rodgers breytingu á miðjunni, útaf fór Lucas og Jordan Henderson kom inná. Skömmu síðar misstu West Ham sinn besta mann af velli er Mohamed Diame meiddist. Margir muna eftir því að Diame var orðaður við Liverpool fyrr í sumar en ekkert varð af þeim félagaskiptum eftir að Kenny Dalglish var sagt upp störfum. Þegar þarna var komið í leiknum höfðu gestirnir aðeins sótt í sig veðrið og Raheem Sterling hafði átt gott skot að marki frá vítateigslínu en Jaaskalainen sló boltann yfir, ekki svo löngu síðar skallaði Jonjo Shelvey boltann framhjá eftir fyrirgjöf frá Downing.
Á 76. mínútu má svo segja að ísinn hafi verið brotinn heldur betur. Liverpool höfðu ekki skorað í deildinni eftir 75. mínútu og hafði þulurinn varla sleppt orðinu fyrr en boltinn lá í markinu hjá West Ham. Sterling og Shelvey léku vel saman úti vinstra megin, Sterling sendi boltann í fyrstu snertingu innfyrir þar sem Joe Cole tók á móti boltanum, hann hikaði örlítið eftir því að varnarmaður renndi sér framhjá og sendi svo boltann í fjærhornið alveg út við stöng. Líkt og með Johnson fagnaði Cole markinu lítið enda var hann að leika gegn sínu uppeldisfélagi.
Leikurinn hafði nú tekið nýja stefnu og þrem mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir. Jordan Henderson tók gott hlaup upp hægri kantinn, hann fékk boltann, lék áfram og sendi inná vítateiginn. Þar var Jonjo Shelvey í baráttunni við James Collins og boltinn fór í fót Collins og í fallegum boga yfir Jaaskalainen og í markið. Staðan orðin 2-3 fyrir gestina !
Það sem eftir lifði leiks ógnuðu heimamenn lítið og Shelvey hefði með réttu átt að fá vítaspyrnu er hann var felldur inní vítateig en eins og áður á þessu tímabili sá dómarinn ekki ástæðu til þess að flauta. Sebastian Coates kom inná fyrir Joe Allen síðustu mínúturnar til að verjast háum boltum West Ham framávið og stóð hann sig ágætlega í því. Mikil fagnaðarlæti hjá gestunum brutust út þegar dómarinn flautaði til leiksloka !
West Ham: Jaaskalainen, Reid, O'Brien, Collins, Demel (McCartney, 46. mín.), Jarvis, Taylor (Maíga, 86. mín.), Noble, Diame (Tomkins, 73. mín.), Nolan og Cole. Ónotaðir varamenn: Spiegel, Spence, O'Neil og Moncur.
Mörk West Ham: Mark Noble (víti, 36. mín.) og Steven Gerrard, sm., (43. mín.).
Gult spjald: Mark Noble.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, José Enrique (Cole, 27. mín.), Lucas (Henderson, 71. mín.), Allen (Coates, 86. mín.), Gerrard, Downing, Sterling og Shelvey. Ónotaðir varamenn: Jones, Carragher, Suso og Morgan.
Mörk Liverpool: Glen Johnson (11. mín.), Joe Cole (76. mín.) og James Collins, sm., (79. mín.).
Gul spjöld: Jonjo Shelvey og Steven Gerrard.
Dómari leiksins: Lee Probert.
Áhorfendur á Upton Park: 35.005.
Brendan Rodgers: ,,Hjá okkur var engin dramatík. Ég hef horft á samheldnina síðan ég kom til félagsins. Við deilum allir boltanum og við verðum því að deila með okkur mörkunum líka, deila með okkur vinnuálaginu einnig. Við erum ekki að biðja neinn um að gera meira en næsti maður og ég hafði mikla trú á leikmönnunum að þeir gætu skapað og skorað mörk í dag."
,,Við höfum gert það allt tímabilið en oft á tíðum ekki verið nógu beittir fyrir framan markið. Ég held að allir hafi séð gæðin og baráttuna sem býr í þessu liði og það var ánægjulegt. Við erum bara að reyna að komast á gott skrið. Við áttum erfiða byrjun og þegar það blandaðist við nýja leið fyrir leikmenn til að spila leikinn þá var ljóst að það yrði alltaf erfitt."
- Liverpool hafa nú unnið tvo deildarleiki í röð.
- Ef Evrópudeildin er tekin með í reikninginn hafa þrír leikir nú unnist í röð.
- Síðast gerðist það í byrjun árs 2011 skömmu eftir að Kenny Dalglish hafði tekið við.
- Næst markahæsti "leikmaðurinn" hjá félaginu á leiktíðinni er sjálfsmark en 5 slík mörk hafa komið á leiktíðinni.
- Glen Johnson skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
- Johnson hefur nú skorað í þremur leikjum í röð gegn West Ham.
- Í síðustu fjórum leikjum á Upton Park hefur sigurliðið skorað 3 mörk.
- Joe Cole skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
- Síðast skoraði Cole í 5-0 sigri á Birmingham í apríl 2011.
- Í fyrsta skipti á leiktíðinni náði Liverpool að skora á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
- Liverpool hafði sætaskipti við West Ham í deildinni eftir þennan sigur.
- Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Brendan Rodgers þurfti að gera eina breytingu frá því í deildarleiknum gegn Southampton um síðustu helgi. Jonjo Shelvey leiddi sóknarlínuna í fjarveru Luis Suarez sem tók út leikbann, að öðru leyti var byrjunarliðið óbreytt.
Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótt góðum tökum á leiknum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir aðeins 11 mínútur en þá fékk Glen Johnson boltann úti hægra megin frá Steven Gerrard. Johnson lék uppað vítateig og lítil hætta virtist á ferðum þar sem nokkrir varnarmenn West Ham voru í kringum hann. Hann lét það ekki á sig fá og þrumaði boltanum með hægri fæti uppí markhornið vinstra megin, óverjandi fyrir Jaaskalainen í markinu. Staðan orðin 0-1 og allt leit vel út hjá gestunum. Skömmu síðar var Johnson aftur á ferðinni hægra megin, hann lék inní vítateiginn og renndi boltanum inná Raheem Sterling sem kom á ferðinni, unglingurinn skaut að marki en boltinn fór rétt framhjá.
Á 27. mínútu þurfti Rodgers að breyta uppstillingunni á liðinu vegna meiðsla hjá José Enrique sem fór útaf og inná kom Joe Cole. Þetta þýddi að Stewart Downing fór í vinstri bakvörðinn. Um þetta leyti voru heimamenn farnir að ná góðum tökum á leiknum og níu mínútum síðar náðu þeir að jafna með marki úr vítaspyrnu. Boltinn fór sannarlega í hendi Joe Allen í vítateignum en hann gat lítið að því gert og þótti því mörgum dómurinn harður.
Áfram héldu Hamrarnir að þjarma að gestunum og reyndu þeir allt hvað þeir gátu til að komast yfir áður en flautað var til hálfleiks. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Liverpool var send út til vinstri á Matt Jarvis, hann náði góðri sendingu fyrir markið þar sem Steven Gerrard varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark. Eftir góða byrjun Liverpool voru þeir því lentir undir og útlitið var ekki gott. Staðan í hálfleik var 2-1.
Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, leikmenn West Ham voru grimmari og sterkari á flestum sviðum, þó reyndar án þess að skapa sér einhver hættuleg tækifæri uppvið markið. Á 71. mínútu gerði Rodgers breytingu á miðjunni, útaf fór Lucas og Jordan Henderson kom inná. Skömmu síðar misstu West Ham sinn besta mann af velli er Mohamed Diame meiddist. Margir muna eftir því að Diame var orðaður við Liverpool fyrr í sumar en ekkert varð af þeim félagaskiptum eftir að Kenny Dalglish var sagt upp störfum. Þegar þarna var komið í leiknum höfðu gestirnir aðeins sótt í sig veðrið og Raheem Sterling hafði átt gott skot að marki frá vítateigslínu en Jaaskalainen sló boltann yfir, ekki svo löngu síðar skallaði Jonjo Shelvey boltann framhjá eftir fyrirgjöf frá Downing.
Á 76. mínútu má svo segja að ísinn hafi verið brotinn heldur betur. Liverpool höfðu ekki skorað í deildinni eftir 75. mínútu og hafði þulurinn varla sleppt orðinu fyrr en boltinn lá í markinu hjá West Ham. Sterling og Shelvey léku vel saman úti vinstra megin, Sterling sendi boltann í fyrstu snertingu innfyrir þar sem Joe Cole tók á móti boltanum, hann hikaði örlítið eftir því að varnarmaður renndi sér framhjá og sendi svo boltann í fjærhornið alveg út við stöng. Líkt og með Johnson fagnaði Cole markinu lítið enda var hann að leika gegn sínu uppeldisfélagi.
Leikurinn hafði nú tekið nýja stefnu og þrem mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir. Jordan Henderson tók gott hlaup upp hægri kantinn, hann fékk boltann, lék áfram og sendi inná vítateiginn. Þar var Jonjo Shelvey í baráttunni við James Collins og boltinn fór í fót Collins og í fallegum boga yfir Jaaskalainen og í markið. Staðan orðin 2-3 fyrir gestina !
Það sem eftir lifði leiks ógnuðu heimamenn lítið og Shelvey hefði með réttu átt að fá vítaspyrnu er hann var felldur inní vítateig en eins og áður á þessu tímabili sá dómarinn ekki ástæðu til þess að flauta. Sebastian Coates kom inná fyrir Joe Allen síðustu mínúturnar til að verjast háum boltum West Ham framávið og stóð hann sig ágætlega í því. Mikil fagnaðarlæti hjá gestunum brutust út þegar dómarinn flautaði til leiksloka !
West Ham: Jaaskalainen, Reid, O'Brien, Collins, Demel (McCartney, 46. mín.), Jarvis, Taylor (Maíga, 86. mín.), Noble, Diame (Tomkins, 73. mín.), Nolan og Cole. Ónotaðir varamenn: Spiegel, Spence, O'Neil og Moncur.
Mörk West Ham: Mark Noble (víti, 36. mín.) og Steven Gerrard, sm., (43. mín.).
Gult spjald: Mark Noble.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, José Enrique (Cole, 27. mín.), Lucas (Henderson, 71. mín.), Allen (Coates, 86. mín.), Gerrard, Downing, Sterling og Shelvey. Ónotaðir varamenn: Jones, Carragher, Suso og Morgan.
Mörk Liverpool: Glen Johnson (11. mín.), Joe Cole (76. mín.) og James Collins, sm., (79. mín.).
Gul spjöld: Jonjo Shelvey og Steven Gerrard.
Dómari leiksins: Lee Probert.
Áhorfendur á Upton Park: 35.005.
Brendan Rodgers: ,,Hjá okkur var engin dramatík. Ég hef horft á samheldnina síðan ég kom til félagsins. Við deilum allir boltanum og við verðum því að deila með okkur mörkunum líka, deila með okkur vinnuálaginu einnig. Við erum ekki að biðja neinn um að gera meira en næsti maður og ég hafði mikla trú á leikmönnunum að þeir gætu skapað og skorað mörk í dag."
,,Við höfum gert það allt tímabilið en oft á tíðum ekki verið nógu beittir fyrir framan markið. Ég held að allir hafi séð gæðin og baráttuna sem býr í þessu liði og það var ánægjulegt. Við erum bara að reyna að komast á gott skrið. Við áttum erfiða byrjun og þegar það blandaðist við nýja leið fyrir leikmenn til að spila leikinn þá var ljóst að það yrði alltaf erfitt."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa nú unnið tvo deildarleiki í röð.
- Ef Evrópudeildin er tekin með í reikninginn hafa þrír leikir nú unnist í röð.
- Síðast gerðist það í byrjun árs 2011 skömmu eftir að Kenny Dalglish hafði tekið við.
- Næst markahæsti "leikmaðurinn" hjá félaginu á leiktíðinni er sjálfsmark en 5 slík mörk hafa komið á leiktíðinni.
- Glen Johnson skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
- Johnson hefur nú skorað í þremur leikjum í röð gegn West Ham.
- Í síðustu fjórum leikjum á Upton Park hefur sigurliðið skorað 3 mörk.
- Joe Cole skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu.
- Síðast skoraði Cole í 5-0 sigri á Birmingham í apríl 2011.
- Í fyrsta skipti á leiktíðinni náði Liverpool að skora á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
- Liverpool hafði sætaskipti við West Ham í deildinni eftir þennan sigur.
- Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan