| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Góð tilfinning
Joe Cole segir að það hafi verið góð tilfinning að skora gegn sínu gamla félagi í gær. Hann segir Liverpool liðið á réttri leið.
Joe Cole kom inn á sem varamaður fyrir Jose Enrique í gær og setti svo sannarlega mark sitt á leikinn þegar hann jafnaði með afar góðu skoti þegar um það bil korter var eftir af leiknum. Þetta var fyrsta deildarmark Cole í vetur, en hann skoraði eitt mark í Evrópudeildinni á dögunum.
„Það var góð tilfinning að skora aftur", segir Cole í viðtali við Liverpoolfc.com. „Það var ennþá ánægjulegra að vinna leikinn fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn."
„Mér tókst að skora gegn Young Boys um daginn og uppskar gott klapp frá stuðningsmönnunum þegar mér var skipt út af.
Ég held að stuðningsmennirnir sjái að ég legg mig allan fram fyrir félagið og ég geri allt sem ég get til þess að liðinu gangi vel. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið finn ég fyrir stuðningi úr stúkunni. Það hefur mikið að segja fyrir mig."
„Mér finnst liðið vera í góðri framför. Leikmennirnir verða betri og betri og eru að ná betri tökum á því sem stjórinn vill að þeir geri. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum í liðinu og það er virkilega gaman að spila með þeim. Þeir eru fullir af eldmóði og áhuga. Og góðir í fótbolta líka!"
Cole minnist sérstaklega á Jonjo Shelvey sem var maðurinn á bak við sigurmark Liverpool í gær.
„Það er heiður að spila með Jonjo. Hann er gríðarlegur vinnuhestur og klókur leikmaður líka. Hann leysti stöðu Luis Suarez mjög vel í gær, með dugnaði og útsjónarsemi."
Joe Cole kom inn á sem varamaður fyrir Jose Enrique í gær og setti svo sannarlega mark sitt á leikinn þegar hann jafnaði með afar góðu skoti þegar um það bil korter var eftir af leiknum. Þetta var fyrsta deildarmark Cole í vetur, en hann skoraði eitt mark í Evrópudeildinni á dögunum.
„Það var góð tilfinning að skora aftur", segir Cole í viðtali við Liverpoolfc.com. „Það var ennþá ánægjulegra að vinna leikinn fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn."
„Mér tókst að skora gegn Young Boys um daginn og uppskar gott klapp frá stuðningsmönnunum þegar mér var skipt út af.
Ég held að stuðningsmennirnir sjái að ég legg mig allan fram fyrir félagið og ég geri allt sem ég get til þess að liðinu gangi vel. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið finn ég fyrir stuðningi úr stúkunni. Það hefur mikið að segja fyrir mig."
„Mér finnst liðið vera í góðri framför. Leikmennirnir verða betri og betri og eru að ná betri tökum á því sem stjórinn vill að þeir geri. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum í liðinu og það er virkilega gaman að spila með þeim. Þeir eru fullir af eldmóði og áhuga. Og góðir í fótbolta líka!"
Cole minnist sérstaklega á Jonjo Shelvey sem var maðurinn á bak við sigurmark Liverpool í gær.
„Það er heiður að spila með Jonjo. Hann er gríðarlegur vinnuhestur og klókur leikmaður líka. Hann leysti stöðu Luis Suarez mjög vel í gær, með dugnaði og útsjónarsemi."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan