| Grétar Magnússon

Jamie Redknapp telur Glen bestan

Jamie Redknapp, fyrrum fyrirliði Liverpool, segir að Glen Johnson hafi sannað það á þessu tímabili að hann sé besti hægri bakvörður Úrvalsdeildarinnar.


Þessi fyrrum miðjumaður liðsins var ásamt Graeme Souness álitsgjafi Sky Sports í leik Liverpool og West Ham á sunnudaginn.  Ásamt því að vera hrifinn af frammistöðu Johnson á tímabilinu telur Redknapp að Liverpool eigi ágæta möguleika á fjórða sæti deildarinnar.

,,Glen Johnson sannaði hvers vegna hann er besti hægri bakvörður landsins með frábærri frammistöðu sinni og glæsilegu marki gegn West Ham", skrifaði Redknapp í grein sinni í The Daily Mail.

,,Næstu leikir Liverpool í deildinni eru gegn Aston Villa og Fulham og þessi lið eru ekki í góðu formi sem stendur. Fjórða sætið er því vissulega laust það sem eftir er tímabils."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan