| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Jose líklega klár í Villa leikinn
Liverpool Echo greinir frá því í dag að líklega verði Jose Enrique orðinn leikfær um næstu helgi þegar Liverpool tekur á móti Aston Villa á Anfield.
Enrique, sem hefur verið mjög öflugur í liði Liverpool í undanförnum leikjum, fór meiddur af velli eftir aðeins tæplega hálftíma leik gegn West Ham á sunnudaginn.
Hásinin var að stríða kappanum fyrir leikinn á sunnudaginn, en Rodgers og hans menn ákváðu að freista þess að láta hann spila. Spánverjinn stífnaði hinsvegar fljótlega upp og þá var engin áhætta tekin og honum kippt út af hið snarasta.
Samkvæmt Liverpool Echo herma fregnir úr herbúðum Liverpool að Spánverjinn sé ekki alvarlega meiddur og muni að öllum líkindum verða búinn að hrista vesenið af sér fyrir leikinn gegn Villa á laugardaginn.
Enrique, sem hefur verið mjög öflugur í liði Liverpool í undanförnum leikjum, fór meiddur af velli eftir aðeins tæplega hálftíma leik gegn West Ham á sunnudaginn.
Hásinin var að stríða kappanum fyrir leikinn á sunnudaginn, en Rodgers og hans menn ákváðu að freista þess að láta hann spila. Spánverjinn stífnaði hinsvegar fljótlega upp og þá var engin áhætta tekin og honum kippt út af hið snarasta.
Samkvæmt Liverpool Echo herma fregnir úr herbúðum Liverpool að Spánverjinn sé ekki alvarlega meiddur og muni að öllum líkindum verða búinn að hrista vesenið af sér fyrir leikinn gegn Villa á laugardaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan