| Sf. Gutt
TIL BAKA
Spáð í spilin
Allt í einu er Liverpool bara ekki svo langt frá efstu sætum deildarinnar. Það hyllir meira að segja undir það neðsta af Meistaradeildarsætunum. Hver hefði trúað því eftir erfiða byrjun hjá Liverpool og þæfing fram undir þetta?
Liverpool á nú tvo útisigra að baki, þann fyrri á Ítalíu sem kom liðinu áfram í Evrópudeildinni og svo sætan sigur í höfuðstaðnum um síðustu helgi. Við þessa tvo útisigra bætist heimasigur 1:0 á móti Southampton í næsta leik þar á undan. Liverpool hefur því unnið þrjá leiki í röð sem er besta rispa liðsins undir stjórn Brendan Rodgers. Sé litið enn lengra aftur í tímann þá hefur Liverpool aðeins tapað einum leik af síðustu ellefu í deildinni. Reyndar er of mikið af jafnteflum í þessum leikjum til að liðið væri enn ofar en sama er. Brendan Rodgers virðist hafa náð tökum á stöðunni og liðið er að spila betur en framan af hausti. Að minnsta kosti eru úrslitin að batna og jafnframt staða liðsins í deildinni.
Aston Villa hefur svo sem átt svipaðan feril og Liverpool það sem af er. Nýr framkvæmdastjóri, Paul Lambert, tók við liðinu og það gekk ekki vel til að byrja með. Margir nýir leikmenn eru í liðinu og eins eru þeir margir ungir að árum. En nú í síðustu leikjum hefur örlað á bætinu og í vikunni komst liðið í undanúrslit í Deildarbikarnum eftir að hafa unnið Norwich 1:4 á útivelli. Sem sagt svipað og hjá Liverpool og ekkert fast í hendi gegn Villa eins og kannski mætti telja.
Mér hefur síðustu daga verið hugsað til leiks liðanna á sama stað undir vor. Liverpool var miklu betra, sótti og sótti. Átti að fá eitt víti eða svo og tréverkið þvældist fyrir. Villa skoraði eitthvað draumamark úr fyrstu sókn og Luis Suarez tókst að bjarga jafntefli eftir mikla sókn þegar langt var liðið á leikinn. Kenny Dalglish horfði enn einu sinni á sína menn ekki ná að herja fram sigur sem hefði átt að vinnast miðað við gang leiksins. Þessi lýsing passar svo sem vel við nokkra af leikjum Liverpool það sem ef er þessarar leiktíðar.
Ég er lengi búinn að spá því að Liverpool vinni stórsigur í leik sem allt gengur upp í. Nú er komið að því. Luis Suarez gengur berserksgang enda sat hann síðasta leik af sér í banni. Boltinn fer inn af tréverkinu en ekki út og hver veit nema að Liverpool fái fyrstu vítaspyrnu keppnistímabilsins. Liverpool vinnur þennan leik 4:0!
YNWA
Liverpool á nú tvo útisigra að baki, þann fyrri á Ítalíu sem kom liðinu áfram í Evrópudeildinni og svo sætan sigur í höfuðstaðnum um síðustu helgi. Við þessa tvo útisigra bætist heimasigur 1:0 á móti Southampton í næsta leik þar á undan. Liverpool hefur því unnið þrjá leiki í röð sem er besta rispa liðsins undir stjórn Brendan Rodgers. Sé litið enn lengra aftur í tímann þá hefur Liverpool aðeins tapað einum leik af síðustu ellefu í deildinni. Reyndar er of mikið af jafnteflum í þessum leikjum til að liðið væri enn ofar en sama er. Brendan Rodgers virðist hafa náð tökum á stöðunni og liðið er að spila betur en framan af hausti. Að minnsta kosti eru úrslitin að batna og jafnframt staða liðsins í deildinni.
Aston Villa hefur svo sem átt svipaðan feril og Liverpool það sem af er. Nýr framkvæmdastjóri, Paul Lambert, tók við liðinu og það gekk ekki vel til að byrja með. Margir nýir leikmenn eru í liðinu og eins eru þeir margir ungir að árum. En nú í síðustu leikjum hefur örlað á bætinu og í vikunni komst liðið í undanúrslit í Deildarbikarnum eftir að hafa unnið Norwich 1:4 á útivelli. Sem sagt svipað og hjá Liverpool og ekkert fast í hendi gegn Villa eins og kannski mætti telja.
Mér hefur síðustu daga verið hugsað til leiks liðanna á sama stað undir vor. Liverpool var miklu betra, sótti og sótti. Átti að fá eitt víti eða svo og tréverkið þvældist fyrir. Villa skoraði eitthvað draumamark úr fyrstu sókn og Luis Suarez tókst að bjarga jafntefli eftir mikla sókn þegar langt var liðið á leikinn. Kenny Dalglish horfði enn einu sinni á sína menn ekki ná að herja fram sigur sem hefði átt að vinnast miðað við gang leiksins. Þessi lýsing passar svo sem vel við nokkra af leikjum Liverpool það sem ef er þessarar leiktíðar.
Ég er lengi búinn að spá því að Liverpool vinni stórsigur í leik sem allt gengur upp í. Nú er komið að því. Luis Suarez gengur berserksgang enda sat hann síðasta leik af sér í banni. Boltinn fer inn af tréverkinu en ekki út og hver veit nema að Liverpool fái fyrstu vítaspyrnu keppnistímabilsins. Liverpool vinnur þennan leik 4:0!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan