| Sf. Gutt
TIL BAKA
Skellur á heimavelli
Liverpool fékk slæman skell á Anfield þegar Aston Villa kom í heimsókn. Flestir áttu von á öruggum sigri Liverpool en annað kom á daginn. Villa vann 1:3 og leikmenn Liverpool komu niður á jörðina eftir gott gengi á síðustu vikum.
Fyrir leikinn var minning Phil Taylor, fyrrum leikmanns, fyrirliða og framkvæmdastjóra Liverpool, heiðruð með því að áhorfendur og leikmenn klöppuðu í eina mínútu. Vel við hæfi enda Phil með betri leikmönnum Liverpool á sínum tíma.
Luis Suarez kom beint inn í byrjunarlið Liverpool eftir leikbannið og flestir töldu góðan sigur framundan. Upphaf leiksins gaf fyrirheit um það. Reyndar átti Christian Benteke skalla beint á Jose Reina strax í byrjun leiks en svo tók Liverpool við stjórninni. Vörn Villa var óörugg og Liverpool vann boltann hvað eftir annað á góðum stöðum. Á 5. mínútu var Eric Lichaj heppinn að skora ekki sjálfsmark eftir fyrirgjöf Stewart Downing og svo braust Luis inn í vítateignn en sending hans var hræðileg þegar hann hugðist gefa á Steven Gerrard sem var í dauðafæri. Steven fékk reyndar boltann en þá var færið orðið slæmt og laust skot hans fór beint á Brad Guzan í markinu.
Hinu megin komst Andreas Weimann inn í vítateignn eftir rúman stundarfjórðung en Jose mætti honum og hrakti hann út að hliðarlínu áður en hann bjargaði í horn. Vel gert hjá Jose. Á 19. mínútu náði Luis boltanum og kom honum á Jonjo Shelvey en skoti hans var bjargað. Tíu mínútum síðar náðu gestirnir óvænt forystu. Christian fékk þá boltann rétt utan vítateigs og þrumaði honum alveg upp úr þurru neðst í vinstra hornið í stöng og inn.
Á 32. mínútu munaði litlu að Liverpool jafnaði þegar Steven gaf á Luis sem komst í gott færi hægra megin í vítateignum en skot hans fór í hliðarnetið. Gestirnir höfðu eflst eftir markið sitt og Andreas fékk upplagt færi eftir að Glen Johnson skallaði boltann beint á hann við vítateginn. Allt fór þó vel því Austurríkismaðurinn vippaði bæði yfir Jose og markið.
Liverpool fékk svo annað kjaftshögg á 40. mínútu. Andreas sendi fram á Christain sem sendi frábæra hælsendingu til baka á félaga sinn sem var mættur og smellti boltanum í markið óverjandi fyrir Jose. Frábært spil og leikmenn Liverpool vissu ekkert hvað hafði komið fyrir. Gestirnir voru á hinn bóginn í skýjunum þegar leikhlé hófst.
Liverpool fékk hornspyrnu strax eftir leikhlé og þegar boltinn var sendur fyrir var Daniel Agger rifinn niður í vítateignum. Ekkert var dæmt og Liverpool fékk ekki víti frekar en áður á leiktíðinni. Þetta reyndist afdrifaríkt því á 51. mínútu skoraði Villa í þriðja sinn. Joe Cole, sem kom inn á sem varamaður, missti boltann á sínum vallarhelmingi. Christian náði boltanum og ruddist inn í vítateiginn þaðan sem hann skoraði af öryggi. Vörn Liverpool opin upp á gátt og allt í vitleysu.
Leikmenn Liverpool voru alveg slegnir út af laginu og lítt líklegir til afreka. Á 66. mínútu átti Daniel gott langskot sem Brad varði. Liverpool sótti svo sem en það var lítill kraftur í sókninni og það var ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok að Steven Gerrard minnkaði muninn. Glen átti þá skot utan vítateigs sem Steven sneiddi í markið með höfðinu úr miðjum vítateig. Vel gert en allt of seint og skellur á Anfield var ekki umflúinn.
Ekki er gott að segja hvers vegna leikmenn Liverpoo voru svo daufir sem raun var á. Var möguleiki á að leikmenn hefðu mætt værukrærir til leiks eftir gott gengi að undanförnu? Vonandi var ekki sú ástæðan en þetta tap var áfall enda hefði Liverpool átt að vinna Aston Villa sem ekki hefur sýnt mikið á leiktíðinni.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Downing, Allen, Leiva (Henderson 60. mín.), Gerrard, Sterling, Shelvey (Cole 46. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Wisdom, Coates, Carragher og Suso.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (87. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Aston Villa: Guzan, Herd, Clark, Baker, Lowton, Holman (Delph 70. mín.), Bannan (El-Ahmadi 86. mín.), Westwood, Lichaj, Weimann (N´Zogbia 90. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Given, Albrighton, Bowery og Bennett.
Mörk Aston Villa: Christian Benteke (29. og 51. mín.) og Andreas Weimann (40. mín.).
Gult spjald: Christian Benteke.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.607.
Maður leiksins: Daniel Agger. Það var helst að lífsmark væri með Dananum og þótt Liverpool fengi þrjú mörk á sig stóð Daniel sig vel. Hann hefði átt að fá víti í upphafi síðari hálfleiks og hefði svo farið er ekki gott að segja nema Liverpool hefði komist í gang.
Brendan Rodgers: Þetta var slæmur dagur. Við erum mjög vonsviknir og ef satt skal segja þá átti ég ekki von á þessu.
Fróðleikur
- Steven Gerrard skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Steven skoraði í ellefta sinn á móti Aston Villa.
- Síðustu þrír sigrar Aston Villa á Anfield hafa allir verið 1:3.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk Liverpool á leiktíðinni eða þrettán. Svo koma mótherjar Liverpool með fjögur sjálfsmörk.
- Lucas Leiva lék sinn 190. leik. Hann hefur skorað sex sinnum.
- Jonjo Shelvey lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur líka skorað sex mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá þegar Phil Taylor var minnst fyrir leikinn.
Fyrir leikinn var minning Phil Taylor, fyrrum leikmanns, fyrirliða og framkvæmdastjóra Liverpool, heiðruð með því að áhorfendur og leikmenn klöppuðu í eina mínútu. Vel við hæfi enda Phil með betri leikmönnum Liverpool á sínum tíma.
Luis Suarez kom beint inn í byrjunarlið Liverpool eftir leikbannið og flestir töldu góðan sigur framundan. Upphaf leiksins gaf fyrirheit um það. Reyndar átti Christian Benteke skalla beint á Jose Reina strax í byrjun leiks en svo tók Liverpool við stjórninni. Vörn Villa var óörugg og Liverpool vann boltann hvað eftir annað á góðum stöðum. Á 5. mínútu var Eric Lichaj heppinn að skora ekki sjálfsmark eftir fyrirgjöf Stewart Downing og svo braust Luis inn í vítateignn en sending hans var hræðileg þegar hann hugðist gefa á Steven Gerrard sem var í dauðafæri. Steven fékk reyndar boltann en þá var færið orðið slæmt og laust skot hans fór beint á Brad Guzan í markinu.
Hinu megin komst Andreas Weimann inn í vítateignn eftir rúman stundarfjórðung en Jose mætti honum og hrakti hann út að hliðarlínu áður en hann bjargaði í horn. Vel gert hjá Jose. Á 19. mínútu náði Luis boltanum og kom honum á Jonjo Shelvey en skoti hans var bjargað. Tíu mínútum síðar náðu gestirnir óvænt forystu. Christian fékk þá boltann rétt utan vítateigs og þrumaði honum alveg upp úr þurru neðst í vinstra hornið í stöng og inn.
Á 32. mínútu munaði litlu að Liverpool jafnaði þegar Steven gaf á Luis sem komst í gott færi hægra megin í vítateignum en skot hans fór í hliðarnetið. Gestirnir höfðu eflst eftir markið sitt og Andreas fékk upplagt færi eftir að Glen Johnson skallaði boltann beint á hann við vítateginn. Allt fór þó vel því Austurríkismaðurinn vippaði bæði yfir Jose og markið.
Liverpool fékk svo annað kjaftshögg á 40. mínútu. Andreas sendi fram á Christain sem sendi frábæra hælsendingu til baka á félaga sinn sem var mættur og smellti boltanum í markið óverjandi fyrir Jose. Frábært spil og leikmenn Liverpool vissu ekkert hvað hafði komið fyrir. Gestirnir voru á hinn bóginn í skýjunum þegar leikhlé hófst.
Liverpool fékk hornspyrnu strax eftir leikhlé og þegar boltinn var sendur fyrir var Daniel Agger rifinn niður í vítateignum. Ekkert var dæmt og Liverpool fékk ekki víti frekar en áður á leiktíðinni. Þetta reyndist afdrifaríkt því á 51. mínútu skoraði Villa í þriðja sinn. Joe Cole, sem kom inn á sem varamaður, missti boltann á sínum vallarhelmingi. Christian náði boltanum og ruddist inn í vítateiginn þaðan sem hann skoraði af öryggi. Vörn Liverpool opin upp á gátt og allt í vitleysu.
Leikmenn Liverpool voru alveg slegnir út af laginu og lítt líklegir til afreka. Á 66. mínútu átti Daniel gott langskot sem Brad varði. Liverpool sótti svo sem en það var lítill kraftur í sókninni og það var ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok að Steven Gerrard minnkaði muninn. Glen átti þá skot utan vítateigs sem Steven sneiddi í markið með höfðinu úr miðjum vítateig. Vel gert en allt of seint og skellur á Anfield var ekki umflúinn.
Ekki er gott að segja hvers vegna leikmenn Liverpoo voru svo daufir sem raun var á. Var möguleiki á að leikmenn hefðu mætt værukrærir til leiks eftir gott gengi að undanförnu? Vonandi var ekki sú ástæðan en þetta tap var áfall enda hefði Liverpool átt að vinna Aston Villa sem ekki hefur sýnt mikið á leiktíðinni.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Downing, Allen, Leiva (Henderson 60. mín.), Gerrard, Sterling, Shelvey (Cole 46. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Wisdom, Coates, Carragher og Suso.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (87. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Aston Villa: Guzan, Herd, Clark, Baker, Lowton, Holman (Delph 70. mín.), Bannan (El-Ahmadi 86. mín.), Westwood, Lichaj, Weimann (N´Zogbia 90. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Given, Albrighton, Bowery og Bennett.
Mörk Aston Villa: Christian Benteke (29. og 51. mín.) og Andreas Weimann (40. mín.).
Gult spjald: Christian Benteke.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.607.
Maður leiksins: Daniel Agger. Það var helst að lífsmark væri með Dananum og þótt Liverpool fengi þrjú mörk á sig stóð Daniel sig vel. Hann hefði átt að fá víti í upphafi síðari hálfleiks og hefði svo farið er ekki gott að segja nema Liverpool hefði komist í gang.
Brendan Rodgers: Þetta var slæmur dagur. Við erum mjög vonsviknir og ef satt skal segja þá átti ég ekki von á þessu.
Fróðleikur
- Steven Gerrard skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Steven skoraði í ellefta sinn á móti Aston Villa.
- Síðustu þrír sigrar Aston Villa á Anfield hafa allir verið 1:3.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk Liverpool á leiktíðinni eða þrettán. Svo koma mótherjar Liverpool með fjögur sjálfsmörk.
- Lucas Leiva lék sinn 190. leik. Hann hefur skorað sex sinnum.
- Jonjo Shelvey lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur líka skorað sex mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá þegar Phil Taylor var minnst fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan