| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool fær Fulham í heimsókn á morgun. Ekkert annað en sigur kemur til greina!
Eftir ágætan sprett tapaði Liverpool illa fyrir Aston Villa í síðasta leik. Leikmenn hafa nú fengið viku til þess að velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis í þeim leik og vonandi mæta þeir grimmari til leiks á morgun. Fulham tapaði reyndar líka í síðasta leik þannig að þeir munu væntanlega mæta dýrvitlausir til leiks líka.
Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið nokkuð svipað. Liðin eru hlið við hlið í deildinni í 12. og 13. sæti. Liverpool með 22 stig og Fulham 20. Markatala Liverpool stendur á jöfnu en Fulham er með eitt mark í mínus.
Það er nokkuð merkileg staðreynd að það er orðið eitt og hálft ár síðan Liverpool skoraði gegn Fulham í deildinni síðast. Það var í 5-2 útisigri í byrjun maí 2011. Þá skoraði Maxi Rodriguez þrennu fyrir Liverpool. Báðir leikir liðanna í deildinni á síðustu leiktíð enduðu 1-0 fyrir Fulham.
Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið nokkuð svipað. Liðin eru hlið við hlið í deildinni í 12. og 13. sæti. Liverpool með 22 stig og Fulham 20. Markatala Liverpool stendur á jöfnu en Fulham er með eitt mark í mínus.
Það er nokkuð merkileg staðreynd að það er orðið eitt og hálft ár síðan Liverpool skoraði gegn Fulham í deildinni síðast. Það var í 5-2 útisigri í byrjun maí 2011. Þá skoraði Maxi Rodriguez þrennu fyrir Liverpool. Báðir leikir liðanna í deildinni á síðustu leiktíð enduðu 1-0 fyrir Fulham.
Í dag bárust þær gleðifréttir frá Liverpool að Raheem Sterling hefði skrifað undir fimm ára samning við félagið. Það bindur enda á óþægilega umræðu um framtíð þess efnilega pilts og verður vonandi til þess að hann geti einbeitt sér enn frekar inni á vellinum, en frammistaða hans í síðustu leikjum hefur valdið ákveðnum vonbrigðum. Rodgers hefur reyndar gefið sterklega til kynna að Sterling þurfi á hvíld að halda þannig að ekki er alveg víst að hann verði í byrjunarliðinu á morgun.
Stjórinn hefur einnig sagt að Joe Allen þurfi að fá hvíld þannig að hugsanlega fær Nuri Sahin aftur tækifæri í byrjunarliðinu, en hann er búinn að jafna sig í nefinu eftir hnjaskið sem hann hlaut í Evrópudeildinni á dögunum. Það hlýtur að fara að koma að því að Sahin sýni hvað í honum býr. Það efast enginn um hæfileika hans en honum hefur samt sem áður gengið illa að fóta sig í enska boltanum það sem af er.
Stjórinn hefur einnig sagt að Joe Allen þurfi að fá hvíld þannig að hugsanlega fær Nuri Sahin aftur tækifæri í byrjunarliðinu, en hann er búinn að jafna sig í nefinu eftir hnjaskið sem hann hlaut í Evrópudeildinni á dögunum. Það hlýtur að fara að koma að því að Sahin sýni hvað í honum býr. Það efast enginn um hæfileika hans en honum hefur samt sem áður gengið illa að fóta sig í enska boltanum það sem af er.
Jose Enrique er einnig orðinn leikfær þannig að hann mun að öllum líkindum koma inn í byrjunarliðið. Þá væntanlega í stöðu vinstri bakvarðar, en það er varla hægt að segja að Stewart Downing hafi átt einhvern stórleik í þeirri stöðu gegn sínum gömlu félögum í Aston Villa.
Það er auðvitað ómögulegt að segja hvernig þessi leikur fer, en ég verð í það minnsta illa svekktur ef okkar menn mæta ekki af fullri hörku í leikinn og hysji þar með upp um sig brækurnar sem enn eru á hælunum eftir síðasta leik.
Mín spá er 3-1 sigur Liverpool.
YNWA.
Það er auðvitað ómögulegt að segja hvernig þessi leikur fer, en ég verð í það minnsta illa svekktur ef okkar menn mæta ekki af fullri hörku í leikinn og hysji þar með upp um sig brækurnar sem enn eru á hælunum eftir síðasta leik.
Mín spá er 3-1 sigur Liverpool.
YNWA.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan