| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Kærkominn sigur á Fulham
Liverpool vann í dag góðan sigur á Fulham. Sigurinn var kærkomin upplyfting fyrir jólin, sér í lagi eftir skellinn gegn Aston Villa um síðustu helgi.
Brendan Rodgers var búinn að gefa það sterklega í skyn fyrir leikinn að Joe Allen og Raheem Sterling myndu hvíla í dag og því kom það ekki á óvart að þeir félagar voru báðir á bekknum í uphafi leiks. Stöður þeirra í byrjunarliðinu tóku Spánverjarnir Suso og Enrique. Að öðru leyti var liðið eins skipað og á móti Aston Villa s.l. laugardag.
Liverpool hóf leikinn á því að renna boltanum manna á milli í rúma mínútu án þess að gestirnir frá Lundúnum fengju að snerta hann. Engin hættuleg færi litu þó dagsins ljós fyrr en kannski á 6. mínútu að Stewart Downing tók góða hornspyrnu beint á kollinn á Daniel Agger. Því miður náði Daninn ekki að gera sér mat úr sendingunni og skallaði yfir.
Næsta hornspyrna var betur nýtt af hendi Liverpool. Gerrard tók þá góðu hornspyrnu frá hægri og boltinn barst til Skrtel sem tók hann niður eins og sannur framherji og hamraði honum síðan upp í þaknetið. Algjörlega óverjandi fyrir Mark Schwarzer í marki Fulham. Staðan 1-0 á Anfield og rétt rúmar 8 mínútur liðnar af leiknum.
Á 13. mínútu átti Stewart Downing hörkuskot að marki Fulham sem Schwarzer varði vel. Mark Clattenburg og hans menn hafa greinilega ekki séð snertingu Schwarzer því okkar menn fengu ekki hornspyrnuna sem þeim bar.
Á 23. mínútu komst Suarez í sitt fyrsta færi eftir samleik við Agger og Gerrard, en boltinn fór framhjá.
Tveimur mínútum síðar fékk Daniel Agger líklega besta færi leiksins. Suarez og Gerrard áttu þá frábæran samleik inni í teig gestanna sem endaði með því að Suarez sendi fastan bolta fyrir markið. Þar kom Agger brunandi með markið tómt fyrir framan sig en Daninn var ekki í nægilega góðu jafnvægi og sópaði boltanum himinhátt yfir markið af tæplega tveggja metra færi. Leikmenn Liverpool fórnuðu höndum, enda grátlegt að nýta ekki þvílíkt færi.
Á 28. mínútu má segja að fyrsta almennilega marktilraun gestanna hafi litið dagsins ljós, en þá skaut Dejagah ágætu skoti að marki. Pepe Reina var lagður af stað til vinstri en tókst að sparka boltanum útaf.
Á 35. mínútu kom annað mark leiksins. Það skoraði Steven Gerrard eftir frábæra sendingu frá Stewart Downing. Þetta mun hafa verið fyrsta stoðsending Downing í 45 leikjum fyrir Liverpool. Staðan 2-0 fyrir okkar menn og jólastemning í rigningunni á Anfield.
Á 40. mínútu átti Suso gott skot að marki Fulham en Schwarzer sá við honum. Skömmu síðar var Schwarzer aftur vel á verði þegar Luis Suarez freistaði þess að skora úr þröngu færi.
Staðan í hálfleik 2-0. Verðskulduð forysta Liverpool.
Síðari hálfleikur fór svipað af stað og hinn fyrri. Liverpool var mun meira með boltann og var allan tímann hættulegra liðið.
Það voru einungis sex mínútur liðnar af hálfleiknum þegar staðan var orðin 3-0 fyrir okkar menn. Markið gerði Stewart Downing upp á eigin spýtur. Hann lék varnarmenn Fulham grátt og prjónaði sig inn í teig þar sem hann þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Schwarzer. Staðan 3-0 og sigurinn í sjónmáli.
Það sem eftir lifði leiks hélt Liverpool boltanum vel og átti nokkrar ágætar sóknir. Suarez, Suso og Johnson áttu allir ágætar tilraunir en án árangurs. Á 75. mínútu vildi Liverpool fá vítaspyrnu þegar Raheem Sterling, sem var þá nýkominn inn á fyrir Suso, féll innan teigs. Clattenburg sá hinsvegar enga ástæðu til þess að flauta og í endursýningu var ekki annað að sjá en að það hefði verið rétt ákvörðun hjá honum.
Á 86. mínútu varði Schwarzer enn einu sinni vel. Að þessu sinni aukaspyrnu frá Suarez. En í uppbótartíma nokkrum mínútum síðar sá Ástralinn ekki við Úrugvæanum. Þá barst boltinn til Suarez eftir hornspyrnu og lá í markinu skömmu síðar. Góð afgreiðsla hjá Suarez sem batt þar með endi á tæplega mánaðarlanga markaþurrð.
Niðurstaðan á Anfield í dag öruggur 4-0 sigur í leik þar sem Liverpool var miklu betra liðið allan tímann.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Leiva (Carragher á 86. mín.), Shelvey (Allen á 74. mín.), Gerrard, Downing, Suarez og Suso (Sterling á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Sahin, Henderson og Wisdom.
Mörk Liverpool: Martin Skrtel á 8. mín., Steven Gerrard á 35. mín., Stewart Downing á 51. mín. og Luis Suarez á 90. mín.
Gult spjald: Glen Johnson.
Fulham: Schwarzer, Riether, Hughes, Hangeland, John Arne Riise, Dejaga, Baird, Karagounis, Kacaniklic (Rodallega 46. mín.) og Richardson (Frei á 54. mín.), Berbatov. Ónotaðir varamenn: Senderos, Stockdale, Briggs, Kasami og Tavares.
Gul spjöld: Dejagah og Karagounis.
Maður leiksins: Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá til fyrirliðans Steven Gerrard í dag sem barðist eins og ljón og var sífellt að búa eitthvað til með góðum sendingum og útsjónarsemi. Langt síðan hann hefur virkað jafn frískur. En það verður þó Stewart Downing sem hlýtur nafnbótina að þessu sinni. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool og átti að auki sína fyrstu stoðsendingu fyrir liðið. Hann var á fullu allan tímann og vann vel bæði fram og til baka. Það skyldi þó aldrei vera að hans besti leikur í Liverpool búningi verði hans síðasti heimaleikur?
Brendan Rodgers: Ef ég á að segja alveg eins og er þá höfum við oft spilað jafn vel og í dag. Það sem var öðruvísi við leikinn í dag var að lukkan gekk í lið með okkur og við náðum að klára færin. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Við erum í stöðugri framför og ef við höldum svona áfram þá verður síðari hluti leiktíðarinnar mjög spennandi.
Brendan Rodgers var búinn að gefa það sterklega í skyn fyrir leikinn að Joe Allen og Raheem Sterling myndu hvíla í dag og því kom það ekki á óvart að þeir félagar voru báðir á bekknum í uphafi leiks. Stöður þeirra í byrjunarliðinu tóku Spánverjarnir Suso og Enrique. Að öðru leyti var liðið eins skipað og á móti Aston Villa s.l. laugardag.
Liverpool hóf leikinn á því að renna boltanum manna á milli í rúma mínútu án þess að gestirnir frá Lundúnum fengju að snerta hann. Engin hættuleg færi litu þó dagsins ljós fyrr en kannski á 6. mínútu að Stewart Downing tók góða hornspyrnu beint á kollinn á Daniel Agger. Því miður náði Daninn ekki að gera sér mat úr sendingunni og skallaði yfir.
Næsta hornspyrna var betur nýtt af hendi Liverpool. Gerrard tók þá góðu hornspyrnu frá hægri og boltinn barst til Skrtel sem tók hann niður eins og sannur framherji og hamraði honum síðan upp í þaknetið. Algjörlega óverjandi fyrir Mark Schwarzer í marki Fulham. Staðan 1-0 á Anfield og rétt rúmar 8 mínútur liðnar af leiknum.
Á 13. mínútu átti Stewart Downing hörkuskot að marki Fulham sem Schwarzer varði vel. Mark Clattenburg og hans menn hafa greinilega ekki séð snertingu Schwarzer því okkar menn fengu ekki hornspyrnuna sem þeim bar.
Á 23. mínútu komst Suarez í sitt fyrsta færi eftir samleik við Agger og Gerrard, en boltinn fór framhjá.
Tveimur mínútum síðar fékk Daniel Agger líklega besta færi leiksins. Suarez og Gerrard áttu þá frábæran samleik inni í teig gestanna sem endaði með því að Suarez sendi fastan bolta fyrir markið. Þar kom Agger brunandi með markið tómt fyrir framan sig en Daninn var ekki í nægilega góðu jafnvægi og sópaði boltanum himinhátt yfir markið af tæplega tveggja metra færi. Leikmenn Liverpool fórnuðu höndum, enda grátlegt að nýta ekki þvílíkt færi.
Á 28. mínútu má segja að fyrsta almennilega marktilraun gestanna hafi litið dagsins ljós, en þá skaut Dejagah ágætu skoti að marki. Pepe Reina var lagður af stað til vinstri en tókst að sparka boltanum útaf.
Á 35. mínútu kom annað mark leiksins. Það skoraði Steven Gerrard eftir frábæra sendingu frá Stewart Downing. Þetta mun hafa verið fyrsta stoðsending Downing í 45 leikjum fyrir Liverpool. Staðan 2-0 fyrir okkar menn og jólastemning í rigningunni á Anfield.
Á 40. mínútu átti Suso gott skot að marki Fulham en Schwarzer sá við honum. Skömmu síðar var Schwarzer aftur vel á verði þegar Luis Suarez freistaði þess að skora úr þröngu færi.
Staðan í hálfleik 2-0. Verðskulduð forysta Liverpool.
Síðari hálfleikur fór svipað af stað og hinn fyrri. Liverpool var mun meira með boltann og var allan tímann hættulegra liðið.
Það voru einungis sex mínútur liðnar af hálfleiknum þegar staðan var orðin 3-0 fyrir okkar menn. Markið gerði Stewart Downing upp á eigin spýtur. Hann lék varnarmenn Fulham grátt og prjónaði sig inn í teig þar sem hann þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Schwarzer. Staðan 3-0 og sigurinn í sjónmáli.
Það sem eftir lifði leiks hélt Liverpool boltanum vel og átti nokkrar ágætar sóknir. Suarez, Suso og Johnson áttu allir ágætar tilraunir en án árangurs. Á 75. mínútu vildi Liverpool fá vítaspyrnu þegar Raheem Sterling, sem var þá nýkominn inn á fyrir Suso, féll innan teigs. Clattenburg sá hinsvegar enga ástæðu til þess að flauta og í endursýningu var ekki annað að sjá en að það hefði verið rétt ákvörðun hjá honum.
Á 86. mínútu varði Schwarzer enn einu sinni vel. Að þessu sinni aukaspyrnu frá Suarez. En í uppbótartíma nokkrum mínútum síðar sá Ástralinn ekki við Úrugvæanum. Þá barst boltinn til Suarez eftir hornspyrnu og lá í markinu skömmu síðar. Góð afgreiðsla hjá Suarez sem batt þar með endi á tæplega mánaðarlanga markaþurrð.
Niðurstaðan á Anfield í dag öruggur 4-0 sigur í leik þar sem Liverpool var miklu betra liðið allan tímann.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Leiva (Carragher á 86. mín.), Shelvey (Allen á 74. mín.), Gerrard, Downing, Suarez og Suso (Sterling á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Sahin, Henderson og Wisdom.
Mörk Liverpool: Martin Skrtel á 8. mín., Steven Gerrard á 35. mín., Stewart Downing á 51. mín. og Luis Suarez á 90. mín.
Gult spjald: Glen Johnson.
Fulham: Schwarzer, Riether, Hughes, Hangeland, John Arne Riise, Dejaga, Baird, Karagounis, Kacaniklic (Rodallega 46. mín.) og Richardson (Frei á 54. mín.), Berbatov. Ónotaðir varamenn: Senderos, Stockdale, Briggs, Kasami og Tavares.
Gul spjöld: Dejagah og Karagounis.
Maður leiksins: Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá til fyrirliðans Steven Gerrard í dag sem barðist eins og ljón og var sífellt að búa eitthvað til með góðum sendingum og útsjónarsemi. Langt síðan hann hefur virkað jafn frískur. En það verður þó Stewart Downing sem hlýtur nafnbótina að þessu sinni. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool og átti að auki sína fyrstu stoðsendingu fyrir liðið. Hann var á fullu allan tímann og vann vel bæði fram og til baka. Það skyldi þó aldrei vera að hans besti leikur í Liverpool búningi verði hans síðasti heimaleikur?
Brendan Rodgers: Ef ég á að segja alveg eins og er þá höfum við oft spilað jafn vel og í dag. Það sem var öðruvísi við leikinn í dag var að lukkan gekk í lið með okkur og við náðum að klára færin. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Við erum í stöðugri framför og ef við höldum svona áfram þá verður síðari hluti leiktíðarinnar mjög spennandi.
Fróðleikur:
- Fyrir þennan leik voru liðin fimm ár frá því að leikmaður Liverpool skoraði gegn Fulham á Anfield. Í síðustu fjórum heimaleikjum þar á undan hafði Liverpool einungis skorað eitt mark, en það var sjálfsmark John Pantsil. Síðasti leikmaður Liverpool til að skora gegn Fulham á Anfield var Steven Gerrard sem skoraði seinna markið í 2-0 sigri í nóvember 2007. Hitt markið í þeim leik skoraði Fernando Torres.
- Þetta voru raunar fyrstu mörk Liverpool gegn Fulham í deildinni í eitt og hálft ár. Síðustu mörk okkar manna gegn Lundúnaliðinu komu í 5-2 útisigri í byrjun maí 2011. Þá skoraði Maxi Rodriguez þrennu fyrir Liverpool.
- Þetta var sjötti heimasigur Liverpool á árinu.
- Stewart Downing átti sína fyrstu stoðsendingu fyrir Liverpool í deildarleik. Hann skoraði einnig sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool.
- Þótt Liverpool hafi gengið brösuglega að skora gegn Fulham á Anfield þá hefur Lundúnaliðið aðeins einu sinni í sögunni lagt okkar menn að velli á Anfield. Það var í fyrra í 50. deildarleik liðanna. Markið sem skildi liðin að í þeim leik var sjálfsmark Martin Skrtel. Slóvakinn bætti svo sannarlega fyrir þau mistök í dag.
- Reyndar vann Fulham báða leiki liðanna á síðustu leiktíð. Báðir enduðu 1-0.
- Það þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna Liverpool sigur í síðasta leik fyrir hátíðirnar. Þá sigraði Liverpool Portsmouth 4-1.
- Luis Suarez hefur nú skorað jafnmörg mörk og hann gerði allt síðasta keppnistímabil.
- Liverpool hefur nú leikið 30 leiki í röð án þess að fá víti.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
- Þetta voru raunar fyrstu mörk Liverpool gegn Fulham í deildinni í eitt og hálft ár. Síðustu mörk okkar manna gegn Lundúnaliðinu komu í 5-2 útisigri í byrjun maí 2011. Þá skoraði Maxi Rodriguez þrennu fyrir Liverpool.
- Þetta var sjötti heimasigur Liverpool á árinu.
- Stewart Downing átti sína fyrstu stoðsendingu fyrir Liverpool í deildarleik. Hann skoraði einnig sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool.
- Þótt Liverpool hafi gengið brösuglega að skora gegn Fulham á Anfield þá hefur Lundúnaliðið aðeins einu sinni í sögunni lagt okkar menn að velli á Anfield. Það var í fyrra í 50. deildarleik liðanna. Markið sem skildi liðin að í þeim leik var sjálfsmark Martin Skrtel. Slóvakinn bætti svo sannarlega fyrir þau mistök í dag.
- Reyndar vann Fulham báða leiki liðanna á síðustu leiktíð. Báðir enduðu 1-0.
- Það þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að finna Liverpool sigur í síðasta leik fyrir hátíðirnar. Þá sigraði Liverpool Portsmouth 4-1.
- Luis Suarez hefur nú skorað jafnmörg mörk og hann gerði allt síðasta keppnistímabil.
- Liverpool hefur nú leikið 30 leiki í röð án þess að fá víti.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan