| Sf. Gutt

Spáð í spilin

Gleðileg jól! Þá er komið að fyrsta af þremur leikjum Liverpoool í jólatörninni. Sá gæti nú verið aðeins auðveldari. Að minnsta kosti er það ekkert áhlaupaverk að vinna Stoke City í þeirra heimavígi. Liðið er mjög öflugt á heimavelli þar sem það hefur ekki tapað leik og engin vörn er þéttari. Það mætti því ætla að verkefni Liverpool verði erfitt og það er enginn vafi á því. Að minnsta kosti ef rýnt er í stöðu og leikform. Svo eru liðin jöfn að stigum þegar haldið verður til leiks.

Það hafa verið batamerki á liðinu hans Brendan Rodgers síðustu vikurnar og Liverpool hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum hingað til í jólamánuðinum. Það kom reyndar skellur 1:3 gegn Aston Villa sem svo tapaði næsta leik sínum á Stamford Bridge gegn Chelsea 8:0! Liverpool vann sannfærandi sigur í síðasta leik þegar Fulham var tekið í gegn 4:0. Svo eru nú sveiflurnar í ensku knattspyrnunni.

Liverpool hefur enn ekki unnið Stoke City á útivelli í deildarleik frá því liðið komst upp í efstu deild og Stoke hefur ekki tapað fyrir Liverpool í síðustu fjórum deildarleikjum. Liverpool vann reyndar 1:2, með tveimur mörkum Luis Suaraz, í Stoke í Deildarbikarnum á síðasta keppnistímabili á leið sinni að Deildarbikartitlinum og eins vann Liverpool Stoke 2:1 heima í F.A. bikarnum.

En fátt hefur gengið á Britannia í deildinni og má rifja upp, frá síðustu árum, víti sem Stoke fékk og víti sem Liverpool fékk ekki. Skot í tréverk og brottrekstur. En það hlýtur að koma að því að Liverpool vinni deildarleik á Britannia. Það verður á morgun. Liverpool nær að lauma inn marki og halda hreinu. Er ekki 0:1 sigur bara hin besta jólagjöf? Ég hefði haldið það:)

YNWA

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan