| Sf. Gutt
TIL BAKA
Enn einu sinni ófarir í Stoke
Jólagleðin var heimamanna í Stoke en Rauðliðar fóru sigraðir til baka heim til Liverpool. Stoke City vann 3:1 á öðrum degi jóla eftir óskabyrjun Liverpool.
Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun og náði forystu á 2. mínútu. Eftir hálfa mínútu braust Luis Suarez inn í vítateiginn hægra megin þar sem Ryan Shawcross togaði í hann. Dómarinn dæmdi réttilega víti sem Steven Gerrard skoraði úr af miklu öryggi. Skot hans hafnaði neðst í vinstra horninu en markmaðurinn fór í hitt.
Fögnuður stuðningsmanna Liverpool var þó skammvinnur. Þremur mínútum seinna kom löng sending fram. Daniel Agger náði ekki að skalla frá, Martin Skrtel datt og þar með komst Jonathan Walters einn í gegn og Jose kom engum vörnum við.
Enn versnaði staðan á 12. mínútu þegar Kenwayne Jones skallaði í mark eftir horn. Hans var illa gætt og varnarmenn Liverpool hefðu átt að vera almennilega vakandi fyrst Stoke átti horn en því var ekki að heilsa. Heimamenn voru nú komnir á bragðið og óskabyrjun Liverpool fokin út í veður og vind.
Tíu mínútum seinna munaði litlu að Stoke bætti við marki. Matthew Etherington átti þá gott skot sem Jose sló yfir með tilþrifum. Liverpool náði loks að ógna á 28. mínútu. Stewart Downing lék upp að endamörkum og sendi út á Steven en skot hans fór rétt framhjá á sömu mínútu lagði Stewart aftur upp færi og nú fyrir Luis en skot hans var alltof hátt. Á 36. mínútu lagði Stewart enn upp færi. Hann sendi nú á Luis sem náði föstu skoti úr þröngu færi en Amir Begovic varði naumlega þótt skotið væri beint á hann.
Mínútu fyrir leikhlé kom há sending frá hægri yfir á Matthew sem þar var einn og yfirgefinn en Jose var vel á verði og lokaði á hann. Hann hélt ekki boltanum en náði honum í annarri tilraun. Staðan var því enn 2:1 í hléinu.
Brendan Rodgers sendi Raheem Sterling til leiks eftir hlé í staðinn fyrir Suso. Reyndar var svolítið skrýtið að hann skyldi láta Spánverjann unga byrja leikinn á móti tröllunum í Stoke. En Raheem var fljótur að láta til sín taka. Steven gaf á hann út til vinstri og hann sendi fyrir markið á Luis en skot hans úr þröngu færi strauk stöngina og fór framhjá.
Í stað þess að Liverpool hefði getað jafnað fóru heimamenn langt með að gera út um leikinn rétt á eftir. Kenwayne skallaði langt innkast áfram inn í vítateiginn á Jonathan sem fékk að leggja boltann boltann óáreittur niður fyrir sig og skjóta. Jose hafði hönd á boltanum en hann fór í markið. Enn slakur varnarleikur. Fátt gerðist það sem eftir lifði leiks, heimamenn héldu sínu og fóru heim í jólaskapi. Liverpool hefur nú tapað tveimur af síðustu þremur leikjum en fyrir leikinn hafði liðið unnið fjóra af fimm. Hvernig bera að lesa í þessar tölur? Gott eða vont?
Stoke City: Begovic, Cameron, Shawcross, Huth, Wilkinson, Kightly (Whitehead 70. mín.), Whelan, Nzonzi, Etherington (Shotton 83. mín.), Walters og Jones (Crouch 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Sorensen, Adam, Upson og Jerome.
Mörk Stoke City: Jonathan Walters (5. og 49. mín.) og Kenwyne Jones (12. mín.).
Gul spjöld: Ryan Shawcross, Geoff Cameron og Glenn Whelan.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Leiva (Henderson 59. mín.), Gerrard, Downing (Cole 77. mín.), Shelvey, Suso (Sterling 46. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Carragher og Allen.
Mark Liverpool: Steven Gerrard, víti, (2. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Áhorfendur á Britannia leikvanginum: 27.490.
Maður leiksins: Luis Suarez. Luis var eini leikmaður Liverpool sem barðist allan tímann og sýndi aldrei nein merki uppgjafar.
Brendan Rodgers: Við fengum frábæra byrjun því það er alltaf magnað að komast yfir á útivelli. Á hinn bóginn fengum við slæm mörk á okkur í kvöld. Mér finnst að það hefði átt að vera frekar auðvelt að verjast þeim.
Fróðleikur
- Steven Gerrard skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Steven hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð.
- Vítspyrnan sem Steven skoraði úr var sú fyrsta sem Liverpool fær dæmda á leiktíðinni.
- Jose Enrique lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark.
- Raheem Sterling spilaði í 30. sinn fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað einu sinni.
- Jonathan Walters hefur nú skorað þrívegis í tveimur síðustu sigrum Stoke á Liverpool á Britannia. Hann skoraði sigurmarkið í 1:0 sigri á síðustu leiktíð.
- Þetta var 100. deildarleikur Liverpool og Stoke.
- Liverpool hefur enn ekki tekist að vinna deildarleik í Stoke, í fimm tilraunum, frá því heimamenn komust upp í efstu deild.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Liverpool fékk sannkallaða óskabyrjun og náði forystu á 2. mínútu. Eftir hálfa mínútu braust Luis Suarez inn í vítateiginn hægra megin þar sem Ryan Shawcross togaði í hann. Dómarinn dæmdi réttilega víti sem Steven Gerrard skoraði úr af miklu öryggi. Skot hans hafnaði neðst í vinstra horninu en markmaðurinn fór í hitt.
Fögnuður stuðningsmanna Liverpool var þó skammvinnur. Þremur mínútum seinna kom löng sending fram. Daniel Agger náði ekki að skalla frá, Martin Skrtel datt og þar með komst Jonathan Walters einn í gegn og Jose kom engum vörnum við.
Enn versnaði staðan á 12. mínútu þegar Kenwayne Jones skallaði í mark eftir horn. Hans var illa gætt og varnarmenn Liverpool hefðu átt að vera almennilega vakandi fyrst Stoke átti horn en því var ekki að heilsa. Heimamenn voru nú komnir á bragðið og óskabyrjun Liverpool fokin út í veður og vind.
Tíu mínútum seinna munaði litlu að Stoke bætti við marki. Matthew Etherington átti þá gott skot sem Jose sló yfir með tilþrifum. Liverpool náði loks að ógna á 28. mínútu. Stewart Downing lék upp að endamörkum og sendi út á Steven en skot hans fór rétt framhjá á sömu mínútu lagði Stewart aftur upp færi og nú fyrir Luis en skot hans var alltof hátt. Á 36. mínútu lagði Stewart enn upp færi. Hann sendi nú á Luis sem náði föstu skoti úr þröngu færi en Amir Begovic varði naumlega þótt skotið væri beint á hann.
Mínútu fyrir leikhlé kom há sending frá hægri yfir á Matthew sem þar var einn og yfirgefinn en Jose var vel á verði og lokaði á hann. Hann hélt ekki boltanum en náði honum í annarri tilraun. Staðan var því enn 2:1 í hléinu.
Brendan Rodgers sendi Raheem Sterling til leiks eftir hlé í staðinn fyrir Suso. Reyndar var svolítið skrýtið að hann skyldi láta Spánverjann unga byrja leikinn á móti tröllunum í Stoke. En Raheem var fljótur að láta til sín taka. Steven gaf á hann út til vinstri og hann sendi fyrir markið á Luis en skot hans úr þröngu færi strauk stöngina og fór framhjá.
Í stað þess að Liverpool hefði getað jafnað fóru heimamenn langt með að gera út um leikinn rétt á eftir. Kenwayne skallaði langt innkast áfram inn í vítateiginn á Jonathan sem fékk að leggja boltann boltann óáreittur niður fyrir sig og skjóta. Jose hafði hönd á boltanum en hann fór í markið. Enn slakur varnarleikur. Fátt gerðist það sem eftir lifði leiks, heimamenn héldu sínu og fóru heim í jólaskapi. Liverpool hefur nú tapað tveimur af síðustu þremur leikjum en fyrir leikinn hafði liðið unnið fjóra af fimm. Hvernig bera að lesa í þessar tölur? Gott eða vont?
Stoke City: Begovic, Cameron, Shawcross, Huth, Wilkinson, Kightly (Whitehead 70. mín.), Whelan, Nzonzi, Etherington (Shotton 83. mín.), Walters og Jones (Crouch 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Sorensen, Adam, Upson og Jerome.
Mörk Stoke City: Jonathan Walters (5. og 49. mín.) og Kenwyne Jones (12. mín.).
Gul spjöld: Ryan Shawcross, Geoff Cameron og Glenn Whelan.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Leiva (Henderson 59. mín.), Gerrard, Downing (Cole 77. mín.), Shelvey, Suso (Sterling 46. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Carragher og Allen.
Mark Liverpool: Steven Gerrard, víti, (2. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Áhorfendur á Britannia leikvanginum: 27.490.
Maður leiksins: Luis Suarez. Luis var eini leikmaður Liverpool sem barðist allan tímann og sýndi aldrei nein merki uppgjafar.
Brendan Rodgers: Við fengum frábæra byrjun því það er alltaf magnað að komast yfir á útivelli. Á hinn bóginn fengum við slæm mörk á okkur í kvöld. Mér finnst að það hefði átt að vera frekar auðvelt að verjast þeim.
Fróðleikur
- Steven Gerrard skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Steven hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð.
- Vítspyrnan sem Steven skoraði úr var sú fyrsta sem Liverpool fær dæmda á leiktíðinni.
- Jose Enrique lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark.
- Raheem Sterling spilaði í 30. sinn fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað einu sinni.
- Jonathan Walters hefur nú skorað þrívegis í tveimur síðustu sigrum Stoke á Liverpool á Britannia. Hann skoraði sigurmarkið í 1:0 sigri á síðustu leiktíð.
- Þetta var 100. deildarleikur Liverpool og Stoke.
- Liverpool hefur enn ekki tekist að vinna deildarleik í Stoke, í fimm tilraunum, frá því heimamenn komust upp í efstu deild.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan