| Grétar Magnússon
Liverpool ferðast til London sunnudaginn 30. desember til að leika við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Queens Park Rangers. Flautað verður til leiks kl. 16:00.
Ekki er deilt um það að þetta er síðasti leikur ársins hjá félaginu og vilja nú líklega flestir gleyma þessu ári þó svo að bikar hafi unnist í febrúar.
Annar bikarúrslitaleikur var spilaður í maí og hann tapaðist og ekki þarf að minnast mörgum orðum á deildarformið hjá liðinu, hvað þá heimavallarformið þar sem aðeins 6 heimaleikir hafa unnist á árinu !
Mótherjinn í þessum síðasta leik ársins er sem áður sagði botnlið deildarinnar og eins og við var að búast hafa þeir skipt um stjóra nú þegar. Harry Redknapp er nýlega tekinn við og náði hann að knýja fram eina sigurleik liðsins í deildinni til þessa gegn Fulham. Í síðasta heimaleik liðsins gegn WBA má segja að heimamenn hafi verið óheppnir að tapa 2-1. Seinna mark WBA var ranglega dæmt löglegt og með réttu hefði QPR átt að fá víti þegar boltinn hafnaði í hendinni á einum leikmanna WBA inní vítateig.
Ekki þarf að fjölyrða mikið um síðasta leik Liverpool í deildinni, liðið steinlá gegn Stoke 3-1 og 25 stig eftir 19 leiki er ein lélegasta stigasöfnun félagsins í fjöldamörg ár.
Síðast þegar þessi lið mættust var það einnig á heimavelli QPR og voru þeir í mikilli fallbaráttu þegar sá leikur fór fram. Allt leit vel út til að byrja með og gestirnir komust í 2-0 með mörkum frá Sebastian Coates og Dirk Kuyt og 72. mínútur liðnar af leiknum. En á einhvern ótrúlegan hátt tókst heimamönnum að knýja fram 3-2 sigur og fyrsti tapleikurinn af þremur í röð leit dagsins ljós hjá Liverpool.
Alls hafa liðin mæst 21 sinni í deildarkeppni á Loftus Road en þegar liðin mættust á síðasta tímabili höfðu þau ekki mæst í deildarkeppni síðan 1996. Af þessum 21 leik hefur Liverpool unnið 11, 4 hafa endað með jafntefli og QPR unnið 6. Stærsti sigurleikur gegn þeim kom árið 1987 á Anfield en lokatölur voru 4-0. Stærsta tapið gegn þeim kom árið 1991 á Anfield þar sem lokatölur urðu 1-3.
En nú skal huga að nútíðinni og spá í leik sunnudagsins. Ef satt skal segja finnst undirrituðum það skrifað í skýin að Harry Redknapp og hans lærissveinar vinni sinn annan leik á tímabilinu. Liverpool liðið er einfaldlega of brothætt um þessar mundir og margir leikmenn virka þreyttir enda er búið að spila marga leiki á tímabilinu og ferðast vítt og breitt um Evrópu.
Eins og áður sagði voru QPR menn ranglæti beittir í síðasta heimaleik og líklega tekst Redknapp að blása sínum mönnum baráttuanda í brjóst eftir það mótlæti. En vonandi nær Brendan Rodgers að koma sínum mönnum á réttan kjöl eftir slæman leik gegn Stoke. Engar nýjar meiðslafréttir er að færa eftir síðasta leik og Luis Suarez, sem hefur víst verið að spila með bólginn ökkla undanfarið, er klár í slaginn á Loftus Road.
Spá undirritaðs er 2-1 sigur heimamanna en vonandi endar þetta lélega ár betur fyrir okkar menn.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool ferðast til London sunnudaginn 30. desember til að leika við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Queens Park Rangers. Flautað verður til leiks kl. 16:00.
Ekki er deilt um það að þetta er síðasti leikur ársins hjá félaginu og vilja nú líklega flestir gleyma þessu ári þó svo að bikar hafi unnist í febrúar.
Annar bikarúrslitaleikur var spilaður í maí og hann tapaðist og ekki þarf að minnast mörgum orðum á deildarformið hjá liðinu, hvað þá heimavallarformið þar sem aðeins 6 heimaleikir hafa unnist á árinu !
Mótherjinn í þessum síðasta leik ársins er sem áður sagði botnlið deildarinnar og eins og við var að búast hafa þeir skipt um stjóra nú þegar. Harry Redknapp er nýlega tekinn við og náði hann að knýja fram eina sigurleik liðsins í deildinni til þessa gegn Fulham. Í síðasta heimaleik liðsins gegn WBA má segja að heimamenn hafi verið óheppnir að tapa 2-1. Seinna mark WBA var ranglega dæmt löglegt og með réttu hefði QPR átt að fá víti þegar boltinn hafnaði í hendinni á einum leikmanna WBA inní vítateig.
Ekki þarf að fjölyrða mikið um síðasta leik Liverpool í deildinni, liðið steinlá gegn Stoke 3-1 og 25 stig eftir 19 leiki er ein lélegasta stigasöfnun félagsins í fjöldamörg ár.
Síðast þegar þessi lið mættust var það einnig á heimavelli QPR og voru þeir í mikilli fallbaráttu þegar sá leikur fór fram. Allt leit vel út til að byrja með og gestirnir komust í 2-0 með mörkum frá Sebastian Coates og Dirk Kuyt og 72. mínútur liðnar af leiknum. En á einhvern ótrúlegan hátt tókst heimamönnum að knýja fram 3-2 sigur og fyrsti tapleikurinn af þremur í röð leit dagsins ljós hjá Liverpool.
Alls hafa liðin mæst 21 sinni í deildarkeppni á Loftus Road en þegar liðin mættust á síðasta tímabili höfðu þau ekki mæst í deildarkeppni síðan 1996. Af þessum 21 leik hefur Liverpool unnið 11, 4 hafa endað með jafntefli og QPR unnið 6. Stærsti sigurleikur gegn þeim kom árið 1987 á Anfield en lokatölur voru 4-0. Stærsta tapið gegn þeim kom árið 1991 á Anfield þar sem lokatölur urðu 1-3.
En nú skal huga að nútíðinni og spá í leik sunnudagsins. Ef satt skal segja finnst undirrituðum það skrifað í skýin að Harry Redknapp og hans lærissveinar vinni sinn annan leik á tímabilinu. Liverpool liðið er einfaldlega of brothætt um þessar mundir og margir leikmenn virka þreyttir enda er búið að spila marga leiki á tímabilinu og ferðast vítt og breitt um Evrópu.
Eins og áður sagði voru QPR menn ranglæti beittir í síðasta heimaleik og líklega tekst Redknapp að blása sínum mönnum baráttuanda í brjóst eftir það mótlæti. En vonandi nær Brendan Rodgers að koma sínum mönnum á réttan kjöl eftir slæman leik gegn Stoke. Engar nýjar meiðslafréttir er að færa eftir síðasta leik og Luis Suarez, sem hefur víst verið að spila með bólginn ökkla undanfarið, er klár í slaginn á Loftus Road.
Spá undirritaðs er 2-1 sigur heimamanna en vonandi endar þetta lélega ár betur fyrir okkar menn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan