| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í lokaleik ársins
Nokkuð öruggur sigur vannst á Queens Park Rangers í lokaleik úrvalsdeildarinnar árið 2012. Markahæsti maður liðsins bætti enn í sarpinn og varnarmaður skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á útivelli.
Veikindi settu stórt strik í reikninginn hjá félaginu fyrir leikinn en Brendan Rodgers, Glen Driscoll sem er hluti af þjálfarateyminu og varamarkvörðurinn Brad Jones voru allir sendir beint heim til Liverpool eftir að hafa greinst með nóró veiruna sem er bráðsmitandi. Þetta þýddi að Colin Pascoe aðstoðarknattspyrnustjóri stýrði liðinu af hliðarlínunni. Hann var þó sýnilega slappur sjálfur og mátti ekki fara inní klefann í hálfleik til að tala við leikmenn ! Mike Marsh fékk punkta frá Pascoe og fór yfir málin í hálfleik.
Brendan Rodgers var þó búinn að velja liðið áður en veikindin sendu hann í rúmið og gerði hann þrjár breytingar frá leiknum við Stoke. Joe Allen, Jordan Henderson og Raheem Sterling komu inn fyrir Lucas, Jonjo Shelvey og Suso sem settust á bekkinn.
Gestirnir byrjuðu betur og voru meira með boltann. Eftir aðeins 10 mínútur lá boltinn í markinu hjá Julio Cesar í marki Q.P.R. Jordan Henderson sendi boltann á Luis Suarez sem var rétt fyrir utan miðjan vítateig. Hann lék áfram inní vítateig, fór framhjá Clint Hill varnarmanni auðveldlega og setti boltann í neðst í vinstra markhornið. Sannarlega vel að verki staðið hjá Suarez.
Áfram héldu heimamenn að missa boltann og ekki var að sjá að þeir hefðu neitt sjálfstraust til þess að reyna að spila boltanum upp völlinn. Gestina virtist hinsvegar ekki vanta neitt slíkt og aðeins sex mínútum síðar var Suarez búinn að skora aftur. Langur bolti var sendur fram völlinn og Suarez skallaði hann út til hægri á Stewart Downing. Downing sendi boltann uppað endalínu aftur til Suarez sem lék inní vítateig. Hann sendi boltann beint fyrir markið þar sem Sterling reyndi að ná til hans en varnarmaður varð fyrri til. Boltinn barst rakleiðis til Suarez á ný og hann þakkaði fyrir sig með því að senda boltann í autt markið enda voru varnarmenn og markvörður Q.P.R. allir lagstir niður.
Leikurinn var algjörlega eign gestanna og heimamenn voru oftar en ekki í nauðvörn til að verjast sóknum Liverpool manna. Ryan Nelsen bjargaði vel þegar Johnson sendi boltann fyrir markið þar sem Suarez kom aðvífandi og Steven Gerrard átti skot að marki eftir hornspyrnu sem Julio Cesar átti í vandræðum með að halda.
En á 27. mínútu kom þriðja mark leiksins og það var gestanna. Stutt hornspyrna var send á Gerrard sem sendi rakleiðis fyrir markið og þar skallaði Daniel Agger boltann neðst í hægra markhornið. Gestirnir voru ekki hættir þarna og Traore og Nelsen björguðu saman skoti frá Gerrard á marklínu eftir að Suarez hafði leikið uppað endamörkum og sent boltann útí teiginn.
Eina ógn gestanna kom úr langskotum og þá helst frá Adel Taarabt og Jose Reina átti ekki í neinum vandræðum með að verja þau skot. Staðan í hálfleik var því 0-3 fyrir gestina.
Pascoe og félagar sendu óbreytt lið út til síðari hálfleiks og má í raun segja að sá hálfleikur hafi verið tíðindalítill. Heimamenn náðu ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Þeir fengu tvisvar sinnum aukaspyrnur á hættulegum stöðum fyrir utan vítateiginn en einhverra hluta vegna tók þeirra besti skotmaður, Taarabt, ekki spyrnurnar og því skapaðist engin hætta.
Eftir rúmlega klukkutíma leik kom Lucas inná fyrir Jordan Henderson en sá enski hafði staðið sig vel á miðjunni fram að því. Eftir leik var svo sagt frá því að Henderson hafði verið með ælupest um nóttina !
Það markverðasta sem gerðist í seinni hálfleiknum var það að Jose Enrique meiddist á vöðva aftaní læri og er talið að meiðslin séu frekar alvarlegs eðlis sem eru slæmar fréttir. Í stað hans kom Suso inná og Stewart Downing fór þá niður í vinstri bakvörðinn.
Jamie Carragher fékk svo að spila síðustu mínútur leiksins er hann kom inná fyrir Joe Allen. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út, gestirnir voru sáttir með að halda þessar forystu og nota tækifærið til að hvílast aðeins enda hefur leikjaálagið verið mikið á þunnskipaðan leikmannahóp það sem af er tímabils. Gestirnir sáu svo í hvað stefndi og baráttuþrek þeirra minnkaði eftir því sem mínúturnar liðu.
Ágætur dómari leiksins flautaði svo til leiksloka í þessum lokaleik ársins 2012 og niðurstaðan 0-3 útisigur Liverpool.
Q.P.R.: Júlio Cesar, Traore, Hill, Onuoha, Nelsen, Diakité (Granero, 63. mín.), Wright-Phillips (Fabio, 80. mín.), Mackie, M'Bia, Cissé (Derry, 46. mín.), Taarabt. Ónotaðir varamenn: Green, Ferdinand, Faurlin, Hoilett.
Gult spjald: M'Bia og Fabio.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique (Suso, 71. mín.), Allen (Carragher, 87. mín.), Gerrard, Henderson (Lucas, 64. mín.), Downing, Sterling, Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Coates, Shelvey, Assaidi.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (10. og 16. mín.), Daniel Agger (27. mín.).
Gult spjald: Lucas.
Áhorfendur á Loftus Road: 18.304.
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn og aftur var Suarez skæður uppvið markið og varnarmenn heimamanna réðu ekkert við hann í upphafi leiks. Eftir taktískar breytingar hjá Harry Redknapp stjóra Q.P.R. þá hafði hann minna pláss. En hann náði þó að gera þeim mikla skráveifu með því að skora tvö mörk á 16 mínútum.
Colin Pascoe aðstoðarstjóri: ,,Leikmennirnir voru stórkostlegir í dag. Hvernig þeir spiluðu, höguðu sér á vellinum og stjórnuðu leiknum. Það er hægt að hrósa hverjum einasta leikmanni, þetta var hreinlega mjög góð frammistaða liðsheildarinnar."
Fróðleikur:
- Luis Suarez hefur nú skorað 13 mörk í úrvalsdeildinni og 16 alls.
- Suarez er næst markahæstur í deildinni.
- Jamie Carragher spilaði leik númer 492 í úrvalsdeildinni og jafnaði hann þar með leikjafjölda Billy Liddell.
- Aðeins Ian Callaghan hefur spilað fleiri deildarleiki en hann spilaði alls 640 leiki !
- Jordan Henderson lék sinn 70. leik. Hann hefur skorað þrjú mörk.
- Daniel Agger skoraði sitt annað mark á tímabilinu.
- Í fyrsta sinn á sínum ferli með Liverpool skoraði Agger deildarmark á útivelli.
- Steven Gerrard er eini leikmaður félagsins sem hefur spilað alla 20 deildarleikina.
- Gerrard hefur jafnframt spilað allar mínúturnar í öllum 20 leikjunum.
- Colin Pascoe stýrði liðinu í fyrsta sinn af hliðarlínunni.
Hér má sjá myndir úr leiknum af liverpoolfc.com
Hér er viðtal við Colin Pascoe af vefsíðu BBC.
Veikindi settu stórt strik í reikninginn hjá félaginu fyrir leikinn en Brendan Rodgers, Glen Driscoll sem er hluti af þjálfarateyminu og varamarkvörðurinn Brad Jones voru allir sendir beint heim til Liverpool eftir að hafa greinst með nóró veiruna sem er bráðsmitandi. Þetta þýddi að Colin Pascoe aðstoðarknattspyrnustjóri stýrði liðinu af hliðarlínunni. Hann var þó sýnilega slappur sjálfur og mátti ekki fara inní klefann í hálfleik til að tala við leikmenn ! Mike Marsh fékk punkta frá Pascoe og fór yfir málin í hálfleik.
Brendan Rodgers var þó búinn að velja liðið áður en veikindin sendu hann í rúmið og gerði hann þrjár breytingar frá leiknum við Stoke. Joe Allen, Jordan Henderson og Raheem Sterling komu inn fyrir Lucas, Jonjo Shelvey og Suso sem settust á bekkinn.
Gestirnir byrjuðu betur og voru meira með boltann. Eftir aðeins 10 mínútur lá boltinn í markinu hjá Julio Cesar í marki Q.P.R. Jordan Henderson sendi boltann á Luis Suarez sem var rétt fyrir utan miðjan vítateig. Hann lék áfram inní vítateig, fór framhjá Clint Hill varnarmanni auðveldlega og setti boltann í neðst í vinstra markhornið. Sannarlega vel að verki staðið hjá Suarez.
Áfram héldu heimamenn að missa boltann og ekki var að sjá að þeir hefðu neitt sjálfstraust til þess að reyna að spila boltanum upp völlinn. Gestina virtist hinsvegar ekki vanta neitt slíkt og aðeins sex mínútum síðar var Suarez búinn að skora aftur. Langur bolti var sendur fram völlinn og Suarez skallaði hann út til hægri á Stewart Downing. Downing sendi boltann uppað endalínu aftur til Suarez sem lék inní vítateig. Hann sendi boltann beint fyrir markið þar sem Sterling reyndi að ná til hans en varnarmaður varð fyrri til. Boltinn barst rakleiðis til Suarez á ný og hann þakkaði fyrir sig með því að senda boltann í autt markið enda voru varnarmenn og markvörður Q.P.R. allir lagstir niður.
Leikurinn var algjörlega eign gestanna og heimamenn voru oftar en ekki í nauðvörn til að verjast sóknum Liverpool manna. Ryan Nelsen bjargaði vel þegar Johnson sendi boltann fyrir markið þar sem Suarez kom aðvífandi og Steven Gerrard átti skot að marki eftir hornspyrnu sem Julio Cesar átti í vandræðum með að halda.
En á 27. mínútu kom þriðja mark leiksins og það var gestanna. Stutt hornspyrna var send á Gerrard sem sendi rakleiðis fyrir markið og þar skallaði Daniel Agger boltann neðst í hægra markhornið. Gestirnir voru ekki hættir þarna og Traore og Nelsen björguðu saman skoti frá Gerrard á marklínu eftir að Suarez hafði leikið uppað endamörkum og sent boltann útí teiginn.
Eina ógn gestanna kom úr langskotum og þá helst frá Adel Taarabt og Jose Reina átti ekki í neinum vandræðum með að verja þau skot. Staðan í hálfleik var því 0-3 fyrir gestina.
Pascoe og félagar sendu óbreytt lið út til síðari hálfleiks og má í raun segja að sá hálfleikur hafi verið tíðindalítill. Heimamenn náðu ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Þeir fengu tvisvar sinnum aukaspyrnur á hættulegum stöðum fyrir utan vítateiginn en einhverra hluta vegna tók þeirra besti skotmaður, Taarabt, ekki spyrnurnar og því skapaðist engin hætta.
Eftir rúmlega klukkutíma leik kom Lucas inná fyrir Jordan Henderson en sá enski hafði staðið sig vel á miðjunni fram að því. Eftir leik var svo sagt frá því að Henderson hafði verið með ælupest um nóttina !
Það markverðasta sem gerðist í seinni hálfleiknum var það að Jose Enrique meiddist á vöðva aftaní læri og er talið að meiðslin séu frekar alvarlegs eðlis sem eru slæmar fréttir. Í stað hans kom Suso inná og Stewart Downing fór þá niður í vinstri bakvörðinn.
Jamie Carragher fékk svo að spila síðustu mínútur leiksins er hann kom inná fyrir Joe Allen. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út, gestirnir voru sáttir með að halda þessar forystu og nota tækifærið til að hvílast aðeins enda hefur leikjaálagið verið mikið á þunnskipaðan leikmannahóp það sem af er tímabils. Gestirnir sáu svo í hvað stefndi og baráttuþrek þeirra minnkaði eftir því sem mínúturnar liðu.
Ágætur dómari leiksins flautaði svo til leiksloka í þessum lokaleik ársins 2012 og niðurstaðan 0-3 útisigur Liverpool.
Q.P.R.: Júlio Cesar, Traore, Hill, Onuoha, Nelsen, Diakité (Granero, 63. mín.), Wright-Phillips (Fabio, 80. mín.), Mackie, M'Bia, Cissé (Derry, 46. mín.), Taarabt. Ónotaðir varamenn: Green, Ferdinand, Faurlin, Hoilett.
Gult spjald: M'Bia og Fabio.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique (Suso, 71. mín.), Allen (Carragher, 87. mín.), Gerrard, Henderson (Lucas, 64. mín.), Downing, Sterling, Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Coates, Shelvey, Assaidi.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (10. og 16. mín.), Daniel Agger (27. mín.).
Gult spjald: Lucas.
Áhorfendur á Loftus Road: 18.304.
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn og aftur var Suarez skæður uppvið markið og varnarmenn heimamanna réðu ekkert við hann í upphafi leiks. Eftir taktískar breytingar hjá Harry Redknapp stjóra Q.P.R. þá hafði hann minna pláss. En hann náði þó að gera þeim mikla skráveifu með því að skora tvö mörk á 16 mínútum.
Colin Pascoe aðstoðarstjóri: ,,Leikmennirnir voru stórkostlegir í dag. Hvernig þeir spiluðu, höguðu sér á vellinum og stjórnuðu leiknum. Það er hægt að hrósa hverjum einasta leikmanni, þetta var hreinlega mjög góð frammistaða liðsheildarinnar."
Fróðleikur:
- Luis Suarez hefur nú skorað 13 mörk í úrvalsdeildinni og 16 alls.
- Suarez er næst markahæstur í deildinni.
- Jamie Carragher spilaði leik númer 492 í úrvalsdeildinni og jafnaði hann þar með leikjafjölda Billy Liddell.
- Aðeins Ian Callaghan hefur spilað fleiri deildarleiki en hann spilaði alls 640 leiki !
- Jordan Henderson lék sinn 70. leik. Hann hefur skorað þrjú mörk.
- Daniel Agger skoraði sitt annað mark á tímabilinu.
- Í fyrsta sinn á sínum ferli með Liverpool skoraði Agger deildarmark á útivelli.
- Steven Gerrard er eini leikmaður félagsins sem hefur spilað alla 20 deildarleikina.
- Gerrard hefur jafnframt spilað allar mínúturnar í öllum 20 leikjunum.
- Colin Pascoe stýrði liðinu í fyrsta sinn af hliðarlínunni.
Hér má sjá myndir úr leiknum af liverpoolfc.com
Hér er viðtal við Colin Pascoe af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan