| Sf. Gutt
TIL BAKA
Léttur sigur í byrjun árs!
Liverpool byrjaði nýtt ár eins og best varð á kosið í Musterinu og líklega má segja að sigurinn hafi verið léttur. Liverpool lagði Sunderland að velli 3:0 og sigurinn hefði vel getað verið stærri. Þetta var með allra bestu leikjum leiktíðarinnar.
Brendan Rodgers var orðinn hress eftir áramótapestina og mættur til að velja liðið sitt og stjórna. Jose Enrique verður frá vegna meiðsla næstu vikur og Brendan ákvað að láta Glen Johnson taka stöðu hans en hægri bakvörður var Andre Wisdom. Hann hefur ekki spilað síðustu vikur en var nú ræstur út á nýjan leik.
Uppi í stúku var nýliðinn Daniel Sturridge sem fyrr í dag gekk til liðs við Liverpool. Í stúkunni var líka Kenny Dalglish og hylltu áhorfendur hann með því að kalla nafn hans þegar leikurinn var nýhafinn. Liverpool byrjaði leikinn vel en gestirnir voru reyndar býsna ákveðnir eftir nokkuð gott gengi í síðustu leikjum. Fyrsta hættulega færið fékk Liverpool á 12. mínútu. Stewart Downing, sem átti góðan leik, tók aukaspyrnu hægra megin en Simon Mignolet varði í horn. Í kjölfar hornsins átti Jordan Henderson skalla af stuttu færi en Simon varði aftur.
Liverpool komst svo yfir á 19. mínútu. Simon tók markspyrnu sem Steven Gerrard skallaði til baka við miðjuna. Luis Suarez fékk boltann og kom honum laglega inn fyrir vörnina þar sem Raheem Sterling slapp einn í gegn. Hann lék inn í vítateiginn, Simon kom út á móti honum en unglingurinn hélt yfirvegun sinni og lyfti boltanum yfir Belgann og í autt markið. Mjög vel gert hjá Raheem sem þyrfti að skora meira og þarna sýndi hann að hann getur það vel.
Um þremur mínútum seinna hefðu gestirnir átt að jafna. James McClean komst þá inn í vítateig eftir laglegt spil en sem betur fer hitti hann ekki markið. Þar slapp Liverpool vel. Liverpool nýtti sér þessi mistök eins og best gat verið á 26. mínútu. Steven sendi fram á Luis sem tók á rás fram. Utan við vítateiginn keyrði Carlos Cuellar utan í Luis. Hann datt þó sjálfur og þar með var Luis sloppinn og þegar inn í vítateiginn var kominn þrumaði hann boltanum í markið. Frábært mark! Dómarinn gerði líka vel því línuvörðurinn gaf merki um brot á Carlos en dómarinn lét leikinn halda áfram.
Sunderland hafði ekki lagt árar í bát og á 35. mínútu fékk Matthew Kilgallon boltann í dauðafæri uppi við markið en Jose Reina varði meistaralega. Hann hélt ekki boltnaum en bægði hættunni endanlega frá í annarri tilraun. Liverpool hafði fyrir þetta örugga forystu þegar kom að leikhléi.
Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sendi Luis meistaralega sendingu inn fyrir vörnina á Raheem sem komst í upplagt færi en hann hitti ekki markið eins og hann hefði sannarlega átt að gera. Tveimur mínútum seinna kom þriðja markið. Steven sendi þá stórfenglega sendingu frá eigin vallarhelmingi um langan veg beinustu leið á Luis. Hann tók boltann með sér, lék upp að markteignum og skoraði af öryggi. Glæsilega gert hjá Luis en sendinginn hjá Steven var ótrúleg. Fyrirliðinn var alveg frábær í leiknum líkt og í síðustu leikjum.
Liverpool hafði nú snúið gestina niður og hver glæsisóknin rak aðra. Spilið var með allra besta móti og leikmenn voru greinilega fullir sjálfstrausts. Á 66. mínútu sendi Stewart fyrir á Steven sem átti skot sem stefndi langt framhjá en boltinn fór í Glen og virtist ætla í markið en Simon varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Rétt á eftir átti varamaðurinn Joe Allen sendingu fram á Luis. Hann tók boltinn meistaralega með sér inn í vítateiginn en Simon varði einn á móti einum. Joe sjálfur var svo nærri því að skora í næstu sókn en varnarmaður komst fyrir skot hans á síðustu stundu og bjargaði í horn.
Þegar fimm mínútur voru eftir náði Joe að skora en dæmd var rangstaða. Tíu mínútum áður var dæmt mark af Glen og líka af sömu sökum. Kannski rétt í báðum tilvikum en litlu munaði og þá sérstaklega í seinna skiptið. Léttur sigur Liverpool í höfn sem hefði getað verið stærri. Nýtt ár hefði varla getað byrjað betur og vonandi verður þetta nýja ár fengsælt.
Liverpool: Reina, Wisdom, Skrtel (Carragher 73. mín.), Agger, Johnson, Gerrard, Leiva, Henderson (Suso 67. mín.), Downing, Suarez og Sterling (Allen 57. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Sahin, Shelvey og Robinson.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling (19. mín.) og Luis Suarez (26. og 52. mín.).
Sunderland: Mignolet, Gardner, Cuellar, Kilgallon, Rose (Vaughan 73. mín.), Johnson, Larsson (McFadden 62. mín.), Colback, McClean, Sessegnon (Campbell 46) og Fletcher. Ónotaðir varamenn: Westwood, Bardsley, Wickham og Bramble.
Gult spjald: James McClean.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.228.
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn einu sinni fór þessi magnaði leikmaður á kostum. Hann lagði upp fyrsta mark ársins og skoraði svo tvö sjálfur. Fyrir utan það var hann látlaust að og var óheppinn að ná ekki þrennu. Frábær leikur hjá Luis.
Brendan Rodgers: Vítt og breitt um landið eru margir þreyttir leikmenn enda búnir að spila fjóra leiki á skömmum tíma. En kraftur, form og vinnuframlag leikmanna okkar í kvöld var með þeim hætti að úr varð vel leikinn leikur sem var með því allra besta.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði fyrsta mark Liverpool á árinu 2013.
- Það var annað mark hans á leiktíðinni.
- Luis Suarez er nú búinn að skora 18 mörk á þessu keppnistímabili.
- Hann skoraði tvö mörk annan leikinn í röð.
- Luis hefur skorað fimm mörk á móti Sunderland frá því hann kom til Englands.
- Steven Gerrard hefur nú átt átta stoðsendingar á sparktíðinni.
- Stewart Downing lék sinn 70. leik. Hann hefur skorað fimm mörk.
- Liverpool vann Sunderland loks eftir þrjá leiki án sigurs gegn Svörtu köttunum.
- Liverpool hefur nú skorað 11 mörk í síðustu fjórum leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir af nýja leikmanninum Daniel Sturridge.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Brendan Rodgers var orðinn hress eftir áramótapestina og mættur til að velja liðið sitt og stjórna. Jose Enrique verður frá vegna meiðsla næstu vikur og Brendan ákvað að láta Glen Johnson taka stöðu hans en hægri bakvörður var Andre Wisdom. Hann hefur ekki spilað síðustu vikur en var nú ræstur út á nýjan leik.
Uppi í stúku var nýliðinn Daniel Sturridge sem fyrr í dag gekk til liðs við Liverpool. Í stúkunni var líka Kenny Dalglish og hylltu áhorfendur hann með því að kalla nafn hans þegar leikurinn var nýhafinn. Liverpool byrjaði leikinn vel en gestirnir voru reyndar býsna ákveðnir eftir nokkuð gott gengi í síðustu leikjum. Fyrsta hættulega færið fékk Liverpool á 12. mínútu. Stewart Downing, sem átti góðan leik, tók aukaspyrnu hægra megin en Simon Mignolet varði í horn. Í kjölfar hornsins átti Jordan Henderson skalla af stuttu færi en Simon varði aftur.
Liverpool komst svo yfir á 19. mínútu. Simon tók markspyrnu sem Steven Gerrard skallaði til baka við miðjuna. Luis Suarez fékk boltann og kom honum laglega inn fyrir vörnina þar sem Raheem Sterling slapp einn í gegn. Hann lék inn í vítateiginn, Simon kom út á móti honum en unglingurinn hélt yfirvegun sinni og lyfti boltanum yfir Belgann og í autt markið. Mjög vel gert hjá Raheem sem þyrfti að skora meira og þarna sýndi hann að hann getur það vel.
Um þremur mínútum seinna hefðu gestirnir átt að jafna. James McClean komst þá inn í vítateig eftir laglegt spil en sem betur fer hitti hann ekki markið. Þar slapp Liverpool vel. Liverpool nýtti sér þessi mistök eins og best gat verið á 26. mínútu. Steven sendi fram á Luis sem tók á rás fram. Utan við vítateiginn keyrði Carlos Cuellar utan í Luis. Hann datt þó sjálfur og þar með var Luis sloppinn og þegar inn í vítateiginn var kominn þrumaði hann boltanum í markið. Frábært mark! Dómarinn gerði líka vel því línuvörðurinn gaf merki um brot á Carlos en dómarinn lét leikinn halda áfram.
Sunderland hafði ekki lagt árar í bát og á 35. mínútu fékk Matthew Kilgallon boltann í dauðafæri uppi við markið en Jose Reina varði meistaralega. Hann hélt ekki boltnaum en bægði hættunni endanlega frá í annarri tilraun. Liverpool hafði fyrir þetta örugga forystu þegar kom að leikhléi.
Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sendi Luis meistaralega sendingu inn fyrir vörnina á Raheem sem komst í upplagt færi en hann hitti ekki markið eins og hann hefði sannarlega átt að gera. Tveimur mínútum seinna kom þriðja markið. Steven sendi þá stórfenglega sendingu frá eigin vallarhelmingi um langan veg beinustu leið á Luis. Hann tók boltann með sér, lék upp að markteignum og skoraði af öryggi. Glæsilega gert hjá Luis en sendinginn hjá Steven var ótrúleg. Fyrirliðinn var alveg frábær í leiknum líkt og í síðustu leikjum.
Liverpool hafði nú snúið gestina niður og hver glæsisóknin rak aðra. Spilið var með allra besta móti og leikmenn voru greinilega fullir sjálfstrausts. Á 66. mínútu sendi Stewart fyrir á Steven sem átti skot sem stefndi langt framhjá en boltinn fór í Glen og virtist ætla í markið en Simon varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Rétt á eftir átti varamaðurinn Joe Allen sendingu fram á Luis. Hann tók boltinn meistaralega með sér inn í vítateiginn en Simon varði einn á móti einum. Joe sjálfur var svo nærri því að skora í næstu sókn en varnarmaður komst fyrir skot hans á síðustu stundu og bjargaði í horn.
Þegar fimm mínútur voru eftir náði Joe að skora en dæmd var rangstaða. Tíu mínútum áður var dæmt mark af Glen og líka af sömu sökum. Kannski rétt í báðum tilvikum en litlu munaði og þá sérstaklega í seinna skiptið. Léttur sigur Liverpool í höfn sem hefði getað verið stærri. Nýtt ár hefði varla getað byrjað betur og vonandi verður þetta nýja ár fengsælt.
Liverpool: Reina, Wisdom, Skrtel (Carragher 73. mín.), Agger, Johnson, Gerrard, Leiva, Henderson (Suso 67. mín.), Downing, Suarez og Sterling (Allen 57. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Sahin, Shelvey og Robinson.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling (19. mín.) og Luis Suarez (26. og 52. mín.).
Sunderland: Mignolet, Gardner, Cuellar, Kilgallon, Rose (Vaughan 73. mín.), Johnson, Larsson (McFadden 62. mín.), Colback, McClean, Sessegnon (Campbell 46) og Fletcher. Ónotaðir varamenn: Westwood, Bardsley, Wickham og Bramble.
Gult spjald: James McClean.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.228.
Maður leiksins: Luis Suarez. Enn einu sinni fór þessi magnaði leikmaður á kostum. Hann lagði upp fyrsta mark ársins og skoraði svo tvö sjálfur. Fyrir utan það var hann látlaust að og var óheppinn að ná ekki þrennu. Frábær leikur hjá Luis.
Brendan Rodgers: Vítt og breitt um landið eru margir þreyttir leikmenn enda búnir að spila fjóra leiki á skömmum tíma. En kraftur, form og vinnuframlag leikmanna okkar í kvöld var með þeim hætti að úr varð vel leikinn leikur sem var með því allra besta.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði fyrsta mark Liverpool á árinu 2013.
- Það var annað mark hans á leiktíðinni.
- Luis Suarez er nú búinn að skora 18 mörk á þessu keppnistímabili.
- Hann skoraði tvö mörk annan leikinn í röð.
- Luis hefur skorað fimm mörk á móti Sunderland frá því hann kom til Englands.
- Steven Gerrard hefur nú átt átta stoðsendingar á sparktíðinni.
- Stewart Downing lék sinn 70. leik. Hann hefur skorað fimm mörk.
- Liverpool vann Sunderland loks eftir þrjá leiki án sigurs gegn Svörtu köttunum.
- Liverpool hefur nú skorað 11 mörk í síðustu fjórum leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir af nýja leikmanninum Daniel Sturridge.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan