| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap á Old Trafford
Liverpool mættu Manchester United á Old Trafford í stærsta leik helgarinnar í Úrvalsdeildinni. Annað árið í röð máttu leikmenn Liverpool sætta sig við 2-1 tap.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu frá liðinu sem lék við Sunderland og setti Joe Allen inn fyrir Jordan Henderson. Daniel Sturridge var á bekknum og í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði var Fabio Borini í leikmannahópnum og settist hann einnig á bekkinn.
Fyrri hálfleikur var í heildina tíðindalítill og komust leikmenn Liverpool lítt áleiðis gegn sterkri pressu heimamanna sem áttu þó sjálfir fá færi. Þeir náðu þó að skora eitt mark í þessum fyrri hálfleik og það gerði Robin Van Persie á 19. mínútu. Leikmenn Liverpool björguðu svo á marklínu eftir að Van Persie reyndi að setja boltann yfir línuna með hælspyrnu og í kjölfarið meiddist Pepe Reina aðeins eftir samstuð við Kagawa.
Luis Suarez komst lítið áleiðis gegn vörn heimamanna og fékk hann ekki mikinn stuðning til þess að sækja fram. Oft á tíðum létu miðjumenn Liverpool pressa sig á boltann sem leiddi til slælegra sendinga og Joe Allen var sérstaklega illa á verði í tvö skipti þegar sendingar hans til baka leiddu til þess að heimamenn komust í ágæt færi.
Brendan Rodgers sá það sem allir sáu og gerði breytingar strax í hálfleik. Tók Lucas Leiva útaf, sem hafði fengið gult spjald, og setti Daniel Sturridge inná, til að fríska aðeins uppá sóknarleikinn.
Heimamenn urðu þó fyrri til að skora í síðari hálfleik. Þeir fengu aukaspyrnu nokkuð úti fyrir vítateig vinstra megin, boltinn barst fyrir markið á fjærstöngina þar sem Patrice Evra og Nemanja Vidic voru nánast einir og óvaldaðir. Evra skallaði boltann í Vidic og þaðan fór boltinn í markið, margir héldu nú að flagga hefði mátt rangstöðu á þá félaga þar sem Vidic var ekki réttstæður þegar boltinn fór í hann en markið stóð.
Aðeins tveim mínútum síðar höfðu gestirnir minnkað muninn. Steven Gerrard vann boltann vel fyrir utan vítateig, lék aðeins áfram og skaut að marki. De Gea varði skotið en boltinn barst útí teiginn þar sem Daniel Sturridge var fyrstur til að átta sig og setti hann boltann örugglega í markið. Staðan orðin 2-1 og nóg eftir af leiknum. Um miðjan seinni hálfleikinn gerði Rodgers svo aðra breytingu er hann setti Fabio Borini inná fyrir Raheem Sterling.
Gestirnir pressuðu áfram stíft og heimamenn bökkuðu aftar á völlinn, eitthvað sem sést nú ekki oft á Old Trafford. Daniel Sturridge fékk ágætt færi eftir barning í teignum en skot hans úr þröngu færi fór yfir markið. Hann var svo á ferðinni aftur skömmu síðar þegar aukaspyrna var tekin snögglega og boltinn sendur innfyrir vörnina, Sturridge ákvað að skjóta úr enn þrengra færi að þessu sinni og fór boltinn í hliðarnetið.
Undir blálokin var svo hár bolti sendur inní vítateiginn þar sem Luis Suarez skallaði boltann aftur fyrir sig en hann hefði betur látið boltann vera því Borini kom þar á ferðinni og hefði sennilega náð skoti á markið ef Suarez hefði ekki reynt að ná til boltans.
Heimamenn fögnuðu því vel þegar Howard Webb dómari flautaði til leiksloka, niðurstaðan 2-1 sigur sem er þriðji deildarleikurinn í röð sem endar með þessum úrslitum milli þessara liða.
Manchester United: De Gea, Rafael, Evra, Ferdinand, Vidic (Smalling, 80. mín.), Carrick, Young (Valencia, 46. mín.), Cleverley, Kagawa (Jones, 77. mín.), Welbeck, Van Persie. Ónotaðir varamenn: Amos, Anderson, Giggs, Hernandéz.
Mörk United: Robin Van Persie (19. mín.) og Nemanja Vidic (55. mín.).
Gult spjald: Patrice Evra.
Liverpool: Reina, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson, Lucas (Sturridge, 46. mín.), Allen (Henderson, 80. mín.), Gerrard, Downing, Sterling (Borini, 62. mín.), Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Carragher, Robinson, Shelvey.
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (57. mín.).
Gul spjöld: Lucas, Skrtel, Johnson, Agger.
Áhorfendur á Old Trafford: 75.501.
Dómari leiksins: Howard Webb.
Maður leiksins: Daniel Sturridge. Sturridge heldur áfram að koma sterkur inn og skoraði hann í öðrum leik sínum í röð fyrir félagið. Nú tók það hann aðeins 11. mínútur að skora sitt fyrsta mark í Úrvalsdeildinni. Ljóst er að hann gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu í næsta leik. Samleikur hans og Luis Suarez lofar einnig góðu.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst þegar upp var staðið að við hefðum átt meira skilið. Ég er mjög stoltur af þeirri baráttu sem við sýndum í seinni hálfleik. Við lentum 2-0 undir og þegar maður kemur hingað er það ávallt erfitt. Önnur lið hefðu mörg hver gefist upp. Við erum hinsvegar vonsviknir með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við of passívir. Það var ekki mikið að gerast í fyrri hálfleik en þau færi sem þeir fengu komu eftir að við gáfum þeim boltann."
- Daniel Sturridge skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Martin Skrtel spilaði sinn 200. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Fabio Borini spilaði í fyrsta sinn fyrir félagið síðan 7. október.
- Steven Gerrard hefur spilað alla leiki liðsins í deildinni til þessa, 22 talsins.
- Hann hefur einnig spilað allar mínúturnar í þessum 22 leikjum.
- Liverpool sitja áfram í 8. sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu frá liðinu sem lék við Sunderland og setti Joe Allen inn fyrir Jordan Henderson. Daniel Sturridge var á bekknum og í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði var Fabio Borini í leikmannahópnum og settist hann einnig á bekkinn.
Fyrri hálfleikur var í heildina tíðindalítill og komust leikmenn Liverpool lítt áleiðis gegn sterkri pressu heimamanna sem áttu þó sjálfir fá færi. Þeir náðu þó að skora eitt mark í þessum fyrri hálfleik og það gerði Robin Van Persie á 19. mínútu. Leikmenn Liverpool björguðu svo á marklínu eftir að Van Persie reyndi að setja boltann yfir línuna með hælspyrnu og í kjölfarið meiddist Pepe Reina aðeins eftir samstuð við Kagawa.
Luis Suarez komst lítið áleiðis gegn vörn heimamanna og fékk hann ekki mikinn stuðning til þess að sækja fram. Oft á tíðum létu miðjumenn Liverpool pressa sig á boltann sem leiddi til slælegra sendinga og Joe Allen var sérstaklega illa á verði í tvö skipti þegar sendingar hans til baka leiddu til þess að heimamenn komust í ágæt færi.
Brendan Rodgers sá það sem allir sáu og gerði breytingar strax í hálfleik. Tók Lucas Leiva útaf, sem hafði fengið gult spjald, og setti Daniel Sturridge inná, til að fríska aðeins uppá sóknarleikinn.
Heimamenn urðu þó fyrri til að skora í síðari hálfleik. Þeir fengu aukaspyrnu nokkuð úti fyrir vítateig vinstra megin, boltinn barst fyrir markið á fjærstöngina þar sem Patrice Evra og Nemanja Vidic voru nánast einir og óvaldaðir. Evra skallaði boltann í Vidic og þaðan fór boltinn í markið, margir héldu nú að flagga hefði mátt rangstöðu á þá félaga þar sem Vidic var ekki réttstæður þegar boltinn fór í hann en markið stóð.
Aðeins tveim mínútum síðar höfðu gestirnir minnkað muninn. Steven Gerrard vann boltann vel fyrir utan vítateig, lék aðeins áfram og skaut að marki. De Gea varði skotið en boltinn barst útí teiginn þar sem Daniel Sturridge var fyrstur til að átta sig og setti hann boltann örugglega í markið. Staðan orðin 2-1 og nóg eftir af leiknum. Um miðjan seinni hálfleikinn gerði Rodgers svo aðra breytingu er hann setti Fabio Borini inná fyrir Raheem Sterling.
Gestirnir pressuðu áfram stíft og heimamenn bökkuðu aftar á völlinn, eitthvað sem sést nú ekki oft á Old Trafford. Daniel Sturridge fékk ágætt færi eftir barning í teignum en skot hans úr þröngu færi fór yfir markið. Hann var svo á ferðinni aftur skömmu síðar þegar aukaspyrna var tekin snögglega og boltinn sendur innfyrir vörnina, Sturridge ákvað að skjóta úr enn þrengra færi að þessu sinni og fór boltinn í hliðarnetið.
Undir blálokin var svo hár bolti sendur inní vítateiginn þar sem Luis Suarez skallaði boltann aftur fyrir sig en hann hefði betur látið boltann vera því Borini kom þar á ferðinni og hefði sennilega náð skoti á markið ef Suarez hefði ekki reynt að ná til boltans.
Heimamenn fögnuðu því vel þegar Howard Webb dómari flautaði til leiksloka, niðurstaðan 2-1 sigur sem er þriðji deildarleikurinn í röð sem endar með þessum úrslitum milli þessara liða.
Manchester United: De Gea, Rafael, Evra, Ferdinand, Vidic (Smalling, 80. mín.), Carrick, Young (Valencia, 46. mín.), Cleverley, Kagawa (Jones, 77. mín.), Welbeck, Van Persie. Ónotaðir varamenn: Amos, Anderson, Giggs, Hernandéz.
Mörk United: Robin Van Persie (19. mín.) og Nemanja Vidic (55. mín.).
Gult spjald: Patrice Evra.
Liverpool: Reina, Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson, Lucas (Sturridge, 46. mín.), Allen (Henderson, 80. mín.), Gerrard, Downing, Sterling (Borini, 62. mín.), Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Carragher, Robinson, Shelvey.
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (57. mín.).
Gul spjöld: Lucas, Skrtel, Johnson, Agger.
Áhorfendur á Old Trafford: 75.501.
Dómari leiksins: Howard Webb.
Maður leiksins: Daniel Sturridge. Sturridge heldur áfram að koma sterkur inn og skoraði hann í öðrum leik sínum í röð fyrir félagið. Nú tók það hann aðeins 11. mínútur að skora sitt fyrsta mark í Úrvalsdeildinni. Ljóst er að hann gerir sterkt tilkall til sætis í byrjunarliðinu í næsta leik. Samleikur hans og Luis Suarez lofar einnig góðu.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst þegar upp var staðið að við hefðum átt meira skilið. Ég er mjög stoltur af þeirri baráttu sem við sýndum í seinni hálfleik. Við lentum 2-0 undir og þegar maður kemur hingað er það ávallt erfitt. Önnur lið hefðu mörg hver gefist upp. Við erum hinsvegar vonsviknir með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við of passívir. Það var ekki mikið að gerast í fyrri hálfleik en þau færi sem þeir fengu komu eftir að við gáfum þeim boltann."
Fróðleikur:
- Daniel Sturridge skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Martin Skrtel spilaði sinn 200. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Fabio Borini spilaði í fyrsta sinn fyrir félagið síðan 7. október.
- Steven Gerrard hefur spilað alla leiki liðsins í deildinni til þessa, 22 talsins.
- Hann hefur einnig spilað allar mínúturnar í þessum 22 leikjum.
- Liverpool sitja áfram í 8. sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan