| Sf. Gutt
TIL BAKA
Segist hafa látið sig detta!
Luis Suarez hefur í viðtali sagst hafa hent sér í jörðina gegn Stoke í haust í von um að fá vítaspyrnu. Líklega muna flestir eftir atvikinu en það voru nú svo sem engin tíðindi að Luis hefði látið sig detta. Það sáu allir! En Luis segist hafa gert þetta til að reyna að vinna leikinn sem lauk með markalausu jafntefli.
,,Ég hlusta ekki á allt kjaftæðið sem sumt fólk segir um mig. Ég er sakaður um svindl hérna. Fólk segir að ég sé alltaf að kasta mér í jörðina í vítateignum."
,,Við skulum skoða málið. Þeir sögðu þetta til dæmis eftir leikinn gegn Stoke og höfðu þá rétt fyrir sér. Ég lét mig falla vegna þess að staðan var jöfn á heimavelli og við þurftum á öllu að halda til að vinna leikinn. En stundum segi ég við sjálfan mig úti á velli. „Hvað hef ég gert?"
Luis hefur verið reglulega harðlega gagnrýndur á Englandi allt frá því Patrice Evra ásakaði hann um að nota óviðeigandi orðbragð sem beindist að litarhætti hans. Nú síðast var Luis gagnrýndur fyrir að hafa notað hendi til að skora á móti Mansfield í F.A. bikarnum. Það gerði hann reyndar ekki viljandi enda hrökk boltinn í hendina á honum og það sáu allir sem vildu. Hann kyssti svo hendina þegar hann var búinn að skora en það gerir hann alltaf hvort sem bolti fer í hana eða ekki!
,,Um daginn, sem dæmi, snerti ég boltann óvart með hendi og var gagnrýndur fyrir að kyssa höndina mína eftir það. Fjölmiðlarnir skálda upp ótrúlegustu hluti um mig því þeir vilja selja blöðin. Ég myndi segja við þá að þeir ættu að fjalla meira um knattspyrnu en ekki aðra hluti."
Luis Suarez hnýtti svo aðeins í Manchester United, í viðtalinu, en honum finnst að félagið hafi helst til of mikil áhrif á fjölmiðla á Englandi. Trúlega finnst honum að hann hafi aðeins fengið að finna fyrir áhrifum þess félags í umfjöllun fjölmiðla um sig.
„Ég er með hreina samvisku en eins og ég hef sagt þá stýrir Manchester United fjölmiðlunum. Félagið er valdamikið og fjölmiðlarnir hjálpa þeim alltaf!"
Dæmi nú hver sem vill um orð Luis Suarez!
,,Ég hlusta ekki á allt kjaftæðið sem sumt fólk segir um mig. Ég er sakaður um svindl hérna. Fólk segir að ég sé alltaf að kasta mér í jörðina í vítateignum."
,,Við skulum skoða málið. Þeir sögðu þetta til dæmis eftir leikinn gegn Stoke og höfðu þá rétt fyrir sér. Ég lét mig falla vegna þess að staðan var jöfn á heimavelli og við þurftum á öllu að halda til að vinna leikinn. En stundum segi ég við sjálfan mig úti á velli. „Hvað hef ég gert?"
Luis hefur verið reglulega harðlega gagnrýndur á Englandi allt frá því Patrice Evra ásakaði hann um að nota óviðeigandi orðbragð sem beindist að litarhætti hans. Nú síðast var Luis gagnrýndur fyrir að hafa notað hendi til að skora á móti Mansfield í F.A. bikarnum. Það gerði hann reyndar ekki viljandi enda hrökk boltinn í hendina á honum og það sáu allir sem vildu. Hann kyssti svo hendina þegar hann var búinn að skora en það gerir hann alltaf hvort sem bolti fer í hana eða ekki!
,,Um daginn, sem dæmi, snerti ég boltann óvart með hendi og var gagnrýndur fyrir að kyssa höndina mína eftir það. Fjölmiðlarnir skálda upp ótrúlegustu hluti um mig því þeir vilja selja blöðin. Ég myndi segja við þá að þeir ættu að fjalla meira um knattspyrnu en ekki aðra hluti."
Luis Suarez hnýtti svo aðeins í Manchester United, í viðtalinu, en honum finnst að félagið hafi helst til of mikil áhrif á fjölmiðla á Englandi. Trúlega finnst honum að hann hafi aðeins fengið að finna fyrir áhrifum þess félags í umfjöllun fjölmiðla um sig.
„Ég er með hreina samvisku en eins og ég hef sagt þá stýrir Manchester United fjölmiðlunum. Félagið er valdamikið og fjölmiðlarnir hjálpa þeim alltaf!"
Dæmi nú hver sem vill um orð Luis Suarez!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan