Spáð í spilin
Liverpool v Norwich City
Það er aldrei nein lognmolla í kringum Liverpool og alltaf eitthvað í fréttum þó svo að liðið sé ekki einu sinni að spila. Núna í vikunni viðurkenndi Luis Suarez að hann hefði látið sig detta til að reyna fá vítasppyrnu þegar Liverpool mætti Stoke City á Anfiled í haust. Þetta voru nú auðvitað ekki nein tíðindi enda sá hver einasti maður að Luis lét sig falla og ekki nokkur maður nærri til að koma honum úr jafnvægi. Brendan Rodgers sagði óasættanlegt að Luis segðist hafa látið sig detta og sagði að málið yrði tekið fyrir innan veggja Anfield. En var það bara ekki gott hjá Luis að viðurkenna leikaraskapinn? Ég held að þetta hafi bara verið fínt hjá honum og sýnir heiðarleika sem sjaldan verður vart við í nútímaknattspyrnu!
Það er spáð kulda í Liverpool í dag og hita rétt um frostmark. En við skulum spá því að leikmenn Liverpool haldi stuðningsmönnum sínum vel heitum í dag. Luis Suarez á möguleika á því að skora þrennu í þriðja sinn á móti sama liðinu og Daniel Sturridge gæti skorað í þremur fyrstu leikjum sínum Liverpool. Er ekki óhætt að spá því að þeir tveir skori og hver veit nema að Luis skori þrennu? Ég hef fulla trú á að Liverpool vinni stórsigur. Gæti 5:1 ekki bara verið líkleg niðurstaða?
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig fyrir leikinn.
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!