| Sf. Gutt
TIL BAKA
Skammarlegt fall úr F.A. bikarnum!
Liverpool mátti þola skammarlegt fall úr F.A. bikarnum þegar liðið tapaði 3:2 fyrir Oldham Athletic sem leikur í þriðju deild. Leikmenn Oldham verðskulduðu að komast áfram eftir að hafa barist eins og ljón frá upphafi til enda. Skammarleg niðurstaða hjá Liverpool sem komst í úrslit í keppninni í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Chelsea.
Brendan Rodgers breytti liði sínu nokkuð frá því um síðustu helgi þegar Liverpool vann Norwich 5:0. Það var þó ekki annað hægt að segja en að lið Liverpool væri býsna sterkt. Það vakti Reyndar athygli að Jamie Carragher sem byrjaði á móti Norwich var á bekknum og Sebastian Coates kom í hans stað. Kannski réði val Brendan í liðið úrslitum þegar upp var staðið. Sebastian hafði verið óöruggur á móti Mansfield en Jamie mjög góður og því hefði þetta verið fullkominn leikur fyrir hann að standa í vörninni.
Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og voru búnir að skora eftir þrjár mínútur. Matt Smith skallaði þá í mark eftir fyrirgjöf frá vinstri. Martin Skrtel náði ekki að bjarga á línu og boltinn fór af honum í markið en Matt átti það. Liverpool jafnaði á 17. mínútu. Luis Suarez lék upp frá miðju. Rétt við vítateiginn hugðist hann senda boltann á Daniel Sturridge. Varnarmaður komst fyrir en Luis fékk boltann aftur og skoraði með öruggu skoti framhjá Dean Bouzanis fyrrum lærlingi hjá Liverpool. Kannski héldu nú margir að Liverpool hefði náð tökum á leiknum. Luis skoraði líka um miðjan hálfleikinn þegar hann skallaði aukaspyrnu í mark en hann var dæmdur rangstæður.
Liverpool virtist svo sem í góðum málum þegar heimamenn skoruðu aftur þegar komið var fram í viðbótartíma. Brad Jones missti þá klaufalega boltann frá sér eftir að fyrirgjöf hafði farið beint á hann. Heimamaður náði boltanum og sendi hann yfir til vinstri á Matt sem skoraði af stuttu færi. Vörn Liverpool í tætlum og mark staðreynd sem var reyndar gegn gangi leiksins á þeim tímapunkti. Brotið var á Daniel rétt fyrir upphlaup heimamanna og Liverpool hefði átt að fá aukaspyrnu en Oldham skoraði í staðinn.
Fabio Borini fékk upplagt færi strax eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik en hann skaut yfir úr góðu færi í vítateignum. Ítalinn hefði betur nýtt færið því Oldham skoraði á 48. mínútu. Reece Wabara skallaði þá glæsilega yfir Brad og upp í hornið fjær eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Jose Baxter fékk svo rétt á eftir dauðafæri til að bæta enn við þegar hann komst einn í gegn. Hann hugðist lyfta boltanum yfir Brad en Ástralinn greip auðveldlega.
Brendan Rodgers fannst nóg komið á 55. mínútu og sendi Steven Gerrard og Stewart Downing til leiks. Steven tók leikinn svo að segja leikinn í sínar heldur um leið og hann kom inn á og Liverpool sótti það sem eftir var. Joe Allen minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir þegar hann skoraði með skoti utan vítateigs. Boltinn fór í heimamann á leiðinni en það skipti engu. Sókn Liverpool var linnulaus til leiksloka en heimamenn vörðust með kjafti og klóm. Á lokamínútunni var heppnin heldur betur með Oldham þegar þegar Steven átti glæsilegt skot af löngu færi sem small í þverslá!
Liverpool hefði svo sem alveg verðskuldað að jafna en Oldham átti samt sigurinn skilinn. Liverpool rétt slapp á móti Mansfield og Brendan Rodgers hefði átt að hugsa út í varnarleikinn þann daginn þegar hann valdi liðið sitt í dag. Líklegt er að vera Jamie Carragher í vörninni í dag hefði dugað til að forða skammarlegu tapi sem varð staðreynd í kuldanum í Oldham. Liverpool hefði svo auðvitað unnið ef Steven hefði byrjað leikinn en Liverpool á nú að geta unnið lið úr þriðju deild án allra sinna bestu manna eða hvað?
Oldham Atheltic: Bouzanis, Wabara, Mvoto, Byrne, Grounds, Croft, Wesolowski, M´Changama (Winchester 10. mín.), Simpson (Taylor 77. mín.), Baxter og Smith (Mellor 84. mín). Ónotaðir varamenn: Cisak, Brown, Tarkowski og Sutherland.
Mörk Oldham: Matt Smith (3. og 45. mín.) og Reece Wabara (48. mín.).
Gul spjöld: Simpson, Wabara og Smith.
Liverpool: Jones, Wisdom (Gerrard 55. mín.), Skrtel, Coates, Robinson, Henderson, Allen, Sterling (Shelvey 72. mín.), Suarez, Borini (Downing 55. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Leiva, Carragher og Suso.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (17. mín.) og Joe Allen (80. mín.).
Gult spjald: Raheem Sterling.
Áhorfendur á Boundary Park: 10.295.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Það kom loksins einhver kraftur í liðið þegar Steven kom til leiks og hann var óhemju óheppinn að jafna ekki leikinn þegar glæsilegt skot hans fór í þverslá.
Brendan Rodgers: Þetta eru hrikalega svekkjandi úrslit. Við ætluðum okkur að einbeita okkur að þessum bikar og vonuðumst til að komast langt en núna erum við úr keppninni og við erum vonsviknir. Það er gaman að leyfa ungum strákum að spila en menn verða að sýna hvað í þá er spunnið og ungliðarnir ollu mér vonbrigðum í dag.
Fróðleikur
- Luis Suarez skoraði 21. mark sitt á leiktíðinni.
- Joe Allen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- Þetta var í fimmta sinn sem liðin mætast í F.A. bikarnum. Liverpool hafði alltaf komist áfram fram að þessu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Brendan Rodgers breytti liði sínu nokkuð frá því um síðustu helgi þegar Liverpool vann Norwich 5:0. Það var þó ekki annað hægt að segja en að lið Liverpool væri býsna sterkt. Það vakti Reyndar athygli að Jamie Carragher sem byrjaði á móti Norwich var á bekknum og Sebastian Coates kom í hans stað. Kannski réði val Brendan í liðið úrslitum þegar upp var staðið. Sebastian hafði verið óöruggur á móti Mansfield en Jamie mjög góður og því hefði þetta verið fullkominn leikur fyrir hann að standa í vörninni.
Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og voru búnir að skora eftir þrjár mínútur. Matt Smith skallaði þá í mark eftir fyrirgjöf frá vinstri. Martin Skrtel náði ekki að bjarga á línu og boltinn fór af honum í markið en Matt átti það. Liverpool jafnaði á 17. mínútu. Luis Suarez lék upp frá miðju. Rétt við vítateiginn hugðist hann senda boltann á Daniel Sturridge. Varnarmaður komst fyrir en Luis fékk boltann aftur og skoraði með öruggu skoti framhjá Dean Bouzanis fyrrum lærlingi hjá Liverpool. Kannski héldu nú margir að Liverpool hefði náð tökum á leiknum. Luis skoraði líka um miðjan hálfleikinn þegar hann skallaði aukaspyrnu í mark en hann var dæmdur rangstæður.
Liverpool virtist svo sem í góðum málum þegar heimamenn skoruðu aftur þegar komið var fram í viðbótartíma. Brad Jones missti þá klaufalega boltann frá sér eftir að fyrirgjöf hafði farið beint á hann. Heimamaður náði boltanum og sendi hann yfir til vinstri á Matt sem skoraði af stuttu færi. Vörn Liverpool í tætlum og mark staðreynd sem var reyndar gegn gangi leiksins á þeim tímapunkti. Brotið var á Daniel rétt fyrir upphlaup heimamanna og Liverpool hefði átt að fá aukaspyrnu en Oldham skoraði í staðinn.
Fabio Borini fékk upplagt færi strax eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik en hann skaut yfir úr góðu færi í vítateignum. Ítalinn hefði betur nýtt færið því Oldham skoraði á 48. mínútu. Reece Wabara skallaði þá glæsilega yfir Brad og upp í hornið fjær eftir frábæra fyrirgjöf frá vinstri. Jose Baxter fékk svo rétt á eftir dauðafæri til að bæta enn við þegar hann komst einn í gegn. Hann hugðist lyfta boltanum yfir Brad en Ástralinn greip auðveldlega.
Brendan Rodgers fannst nóg komið á 55. mínútu og sendi Steven Gerrard og Stewart Downing til leiks. Steven tók leikinn svo að segja leikinn í sínar heldur um leið og hann kom inn á og Liverpool sótti það sem eftir var. Joe Allen minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir þegar hann skoraði með skoti utan vítateigs. Boltinn fór í heimamann á leiðinni en það skipti engu. Sókn Liverpool var linnulaus til leiksloka en heimamenn vörðust með kjafti og klóm. Á lokamínútunni var heppnin heldur betur með Oldham þegar þegar Steven átti glæsilegt skot af löngu færi sem small í þverslá!
Liverpool hefði svo sem alveg verðskuldað að jafna en Oldham átti samt sigurinn skilinn. Liverpool rétt slapp á móti Mansfield og Brendan Rodgers hefði átt að hugsa út í varnarleikinn þann daginn þegar hann valdi liðið sitt í dag. Líklegt er að vera Jamie Carragher í vörninni í dag hefði dugað til að forða skammarlegu tapi sem varð staðreynd í kuldanum í Oldham. Liverpool hefði svo auðvitað unnið ef Steven hefði byrjað leikinn en Liverpool á nú að geta unnið lið úr þriðju deild án allra sinna bestu manna eða hvað?
Oldham Atheltic: Bouzanis, Wabara, Mvoto, Byrne, Grounds, Croft, Wesolowski, M´Changama (Winchester 10. mín.), Simpson (Taylor 77. mín.), Baxter og Smith (Mellor 84. mín). Ónotaðir varamenn: Cisak, Brown, Tarkowski og Sutherland.
Mörk Oldham: Matt Smith (3. og 45. mín.) og Reece Wabara (48. mín.).
Gul spjöld: Simpson, Wabara og Smith.
Liverpool: Jones, Wisdom (Gerrard 55. mín.), Skrtel, Coates, Robinson, Henderson, Allen, Sterling (Shelvey 72. mín.), Suarez, Borini (Downing 55. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Leiva, Carragher og Suso.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (17. mín.) og Joe Allen (80. mín.).
Gult spjald: Raheem Sterling.
Áhorfendur á Boundary Park: 10.295.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Það kom loksins einhver kraftur í liðið þegar Steven kom til leiks og hann var óhemju óheppinn að jafna ekki leikinn þegar glæsilegt skot hans fór í þverslá.
Brendan Rodgers: Þetta eru hrikalega svekkjandi úrslit. Við ætluðum okkur að einbeita okkur að þessum bikar og vonuðumst til að komast langt en núna erum við úr keppninni og við erum vonsviknir. Það er gaman að leyfa ungum strákum að spila en menn verða að sýna hvað í þá er spunnið og ungliðarnir ollu mér vonbrigðum í dag.
Fróðleikur
- Luis Suarez skoraði 21. mark sitt á leiktíðinni.
- Joe Allen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- Þetta var í fimmta sinn sem liðin mætast í F.A. bikarnum. Liverpool hafði alltaf komist áfram fram að þessu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan