| Sf. Gutt
Hverjum er um að kenna þegar liðið steinliggur? Hverjum var til dæmis um að kenna eftir versta tap leiktíðarinnar þegar Liverpool féll úr F.A. bikarnum gegn Oldham Athletic sem er í þriðju deild?
Eftir leikinn gagnrýndi Brendan Rodgers ungliðana sem hann sjálfur valdi í liðið og taldi þá ekki hafa staðið undir trausti sínu. Að mörgu réttmæt gagnrýni því Brendan gaf þeim þarna möguleika á að sýna hvað þeir gætu.
En af hverju valdi Brendan ekki sterkara lið? Með Jamie Carragher í vörninni hefði Liverpool, að mínu mati, aldrei tapað þessum leik en hann var hafður á bekknum þegar reyndan mann vantaði með ungliðunum í vörninni.
Svo hefði verið hægt að láta Steven Gerrard hefja leikinn og taka hann af velli ef staðan væri góð í stað þess að setja hann inn á þegar allt var komið í vandræði. Þótt Steven hafi mætt sterkur til leiks og næstum bjargað Liverpool frá tapi þá tókst honum það ekki alveg. Hugsanlega hefði Liverpool aldrei tapað leiknum ef hann hefði verið í byrjunarliðinu.
Framkvæmdastjórinn velur vissulega liðið og ber ábyrgð á því en leikmennirnir verða að standa sig þegar þeir eru komnir inn á völlinn. Tapið fyrir Oldham var skammarlegt en hverjum er um að kenna? Svari nú hver sem vill!
TIL BAKA
Hverjum er um að kenna?

Eftir leikinn gagnrýndi Brendan Rodgers ungliðana sem hann sjálfur valdi í liðið og taldi þá ekki hafa staðið undir trausti sínu. Að mörgu réttmæt gagnrýni því Brendan gaf þeim þarna möguleika á að sýna hvað þeir gætu.
En af hverju valdi Brendan ekki sterkara lið? Með Jamie Carragher í vörninni hefði Liverpool, að mínu mati, aldrei tapað þessum leik en hann var hafður á bekknum þegar reyndan mann vantaði með ungliðunum í vörninni.
Svo hefði verið hægt að láta Steven Gerrard hefja leikinn og taka hann af velli ef staðan væri góð í stað þess að setja hann inn á þegar allt var komið í vandræði. Þótt Steven hafi mætt sterkur til leiks og næstum bjargað Liverpool frá tapi þá tókst honum það ekki alveg. Hugsanlega hefði Liverpool aldrei tapað leiknum ef hann hefði verið í byrjunarliðinu.
Framkvæmdastjórinn velur vissulega liðið og ber ábyrgð á því en leikmennirnir verða að standa sig þegar þeir eru komnir inn á völlinn. Tapið fyrir Oldham var skammarlegt en hverjum er um að kenna? Svari nú hver sem vill!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan