| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Leikmenn Liverpool halda til höfuðborgarinnar í dag til að etja kappi við skytturnar í Arsenal. Liðin mættust snemma á þessari leiktíð á Anfield og þar fóru Arsenal menn með sigur af hólmi 0-2 þar sem okkar menn í Liverpool áttu ekki góðan dag. Var þetta annað tapið í röð á heimavelli fyrir Arsenal en flestir muna eftir svekkjandi tapi á síðustu leiktíð þar sem Arsenal unnu sigur 1-2 með marki í blálokin. Í þeim leik var hreint út sagt ótrúlegt að leikmenn Liverpool skoruðu bara eitt mark, sem var í raun ekki skorað af þeim sjálfum heldur var það sjálfsmark. Dirk Kuyt klúðraði víti og fleiri fín færi fóru forgörðum. En nóg um það.
Liverpool hafa því aðeins unnið Arsenal einu sinni í síðustu sex leikjum heima og heiman. Sagan er því beint ekki með okkar mönnum þó að síðasti leikur hafi unnist á útivelli.
Fyrir leikinn í kvöld berast góðar fréttir af meiðslum leikmanna en þeir Glen Johnson, Jose Enrique og Pepe Reina koma allir að nýju inní leikmannahópinn. Jose Enrique hefur ekki spilað frá því í leiknum gegn Q.P.R., Reina spilaði síðast á Old Trafford og Johnson missti af síðasta leik. Daniel Agger kemur svo væntanlega aftur inní vörnina eftir að hafa hvílt gegn Oldham um síðustu helgi.
Leikurinn í kvöld verður vonandi skemmtilegur og spennandi og er það spá undirritaðs að leikar fari 2-2 og að einhver dramatík muni eiga sér stað í lok leiks, hvort sem það verður umdeildur dómur eða mark hjá öðru hvoru liðinu skal ósagt látið.
Liverpool hafa því aðeins unnið Arsenal einu sinni í síðustu sex leikjum heima og heiman. Sagan er því beint ekki með okkar mönnum þó að síðasti leikur hafi unnist á útivelli.

Fyrir leikinn í kvöld berast góðar fréttir af meiðslum leikmanna en þeir Glen Johnson, Jose Enrique og Pepe Reina koma allir að nýju inní leikmannahópinn. Jose Enrique hefur ekki spilað frá því í leiknum gegn Q.P.R., Reina spilaði síðast á Old Trafford og Johnson missti af síðasta leik. Daniel Agger kemur svo væntanlega aftur inní vörnina eftir að hafa hvílt gegn Oldham um síðustu helgi.
Leikurinn í kvöld verður vonandi skemmtilegur og spennandi og er það spá undirritaðs að leikar fari 2-2 og að einhver dramatík muni eiga sér stað í lok leiks, hvort sem það verður umdeildur dómur eða mark hjá öðru hvoru liðinu skal ósagt látið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan