| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Leikmenn Liverpool halda til höfuðborgarinnar í dag til að etja kappi við skytturnar í Arsenal. Liðin mættust snemma á þessari leiktíð á Anfield og þar fóru Arsenal menn með sigur af hólmi 0-2 þar sem okkar menn í Liverpool áttu ekki góðan dag. Var þetta annað tapið í röð á heimavelli fyrir Arsenal en flestir muna eftir svekkjandi tapi á síðustu leiktíð þar sem Arsenal unnu sigur 1-2 með marki í blálokin. Í þeim leik var hreint út sagt ótrúlegt að leikmenn Liverpool skoruðu bara eitt mark, sem var í raun ekki skorað af þeim sjálfum heldur var það sjálfsmark. Dirk Kuyt klúðraði víti og fleiri fín færi fóru forgörðum. En nóg um það.
Síðast þegar liðin mættust á Emirates voru úrslitin skemmtilegri fyrir Liverpool því 0-2 sigur vannst með mörkum seint í leiknum, sjálfsmark Aaron Ramsey á 78. mínútu og svo marki á 90. mínútu frá Luis Suarez. Í síðustu þremur leikjum liðanna hafa útisigrar unnist og ef litið er tvo leiki til baka í viðbót enduðu þeir með 1-1 jafntefli, annar á Emirates og hinn á Anfield.
Liverpool hafa því aðeins unnið Arsenal einu sinni í síðustu sex leikjum heima og heiman. Sagan er því beint ekki með okkar mönnum þó að síðasti leikur hafi unnist á útivelli.
Fyrir leikinn í kvöld berast góðar fréttir af meiðslum leikmanna en þeir Glen Johnson, Jose Enrique og Pepe Reina koma allir að nýju inní leikmannahópinn. Jose Enrique hefur ekki spilað frá því í leiknum gegn Q.P.R., Reina spilaði síðast á Old Trafford og Johnson missti af síðasta leik. Daniel Agger kemur svo væntanlega aftur inní vörnina eftir að hafa hvílt gegn Oldham um síðustu helgi.
Leikurinn í kvöld verður vonandi skemmtilegur og spennandi og er það spá undirritaðs að leikar fari 2-2 og að einhver dramatík muni eiga sér stað í lok leiks, hvort sem það verður umdeildur dómur eða mark hjá öðru hvoru liðinu skal ósagt látið.
Síðast þegar liðin mættust á Emirates voru úrslitin skemmtilegri fyrir Liverpool því 0-2 sigur vannst með mörkum seint í leiknum, sjálfsmark Aaron Ramsey á 78. mínútu og svo marki á 90. mínútu frá Luis Suarez. Í síðustu þremur leikjum liðanna hafa útisigrar unnist og ef litið er tvo leiki til baka í viðbót enduðu þeir með 1-1 jafntefli, annar á Emirates og hinn á Anfield.
Liverpool hafa því aðeins unnið Arsenal einu sinni í síðustu sex leikjum heima og heiman. Sagan er því beint ekki með okkar mönnum þó að síðasti leikur hafi unnist á útivelli.
Fyrir leikinn í kvöld berast góðar fréttir af meiðslum leikmanna en þeir Glen Johnson, Jose Enrique og Pepe Reina koma allir að nýju inní leikmannahópinn. Jose Enrique hefur ekki spilað frá því í leiknum gegn Q.P.R., Reina spilaði síðast á Old Trafford og Johnson missti af síðasta leik. Daniel Agger kemur svo væntanlega aftur inní vörnina eftir að hafa hvílt gegn Oldham um síðustu helgi.
Leikurinn í kvöld verður vonandi skemmtilegur og spennandi og er það spá undirritaðs að leikar fari 2-2 og að einhver dramatík muni eiga sér stað í lok leiks, hvort sem það verður umdeildur dómur eða mark hjá öðru hvoru liðinu skal ósagt látið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan