| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli gegn Arsenal
Liverpool og Arsenal gerðu jafntefli 2-2 á Emirates vellinum. Leikurinn var fjörugur og spennandi. Sumir myndu segja að Liverpool hafi tapað tveimur stigum eftir að hafa verið komnir 0-2 yfir á 60. mínútu en þrátt fyrir það verður að segjast að úrslitin hafi verið fín fyrir gestina.
Brendan Rodgers gerði, eins og við var að búast, breytingar frá liðinu sem tapaði fyrir Oldham á sunnudaginn var. Inní byrjunarliðið komu þeir Stewart Downing, Steven Gerrard, Lucas Leiva, Jamie Carragher, Glen Johnson, Daniel Agger og Pepe Reina í stað Brad Jones, Sebastian Coates, Martin Skrtel, Jack Robinson, Joe Allen, Raheem Sterling og Fabio Borini.
Eftir aðeins fimm mínútur lá knötturinn í marki gestanna. Boltinn barst upp vinstra megin og Luis Suarez reyndi sendingu á Glen Johnson en sendingin var laus. Bacary Sagna, bakvörður Arsenal, rann hinsvegar til á vellinum og Johnson náði því til boltans og skeiðaði upp kantinn. Hann sendi fyrir á fjærstöngina þar sem Daniel Sturridge fékk boltann eftir misheppnaða hreinsun frá varnarmanni Arsenal. Sturridge náði skoti á markið en það var varið, boltinn barst út í teiginn þar sem Jordan Henderson var fyrstur til að átta sig, hann sendi til vinstri á Suarez sem skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni heimamanna og hafnaði í netinu !
Örskömmu síðar þurfti svo Pepe Reina að hafa sig allan við að verja gott skot frá Theo Walcott sem fékk sendingu innfyrir vörnina. Heimamenn voru þarna virkilega nálægt því að jafna metin strax eftir að hafa lent undir.
Leikurinn var áfram fjörugur og heimamenn voru meira með boltann en Liverpool menn reyndu að sækja hratt fram þegar tækifæri gafst til. Luis Suarez fékk boltann upp vinstra megin og sendi glæsilega sendingu innfyrir á Sturridge sem skaut með hægri fæti en boltinn fór framhjá. Uppúr markspyrnunni pressuðu gestirnir og boltinn barst til Szczesny sem reyndi að leika á Sturridge en hann missti boltann aðeins frá sér og litlu munaði að Sturridge næði að pota tánni í boltann og í markið. Sturridge reyndi svo að sækja inná teiginn en missti boltann of langt frá sér.
Pepe Reina þurfti svo aftur að vera vel á verði þegar hann varði skot frá Walcott utarlega úr teignum. Gestirnir sóttu hinumegin, fengu hornspyrnu þar sem Daniel Agger skallaði að marki en Podolski bjargaði á línu ! Undir lok hálfleiksins fékk Henderson svo gott tækifæri úti vinstra megin þegar Szczesny kom langt út á móti honum. Henderson reyndi að vippa boltanum í markið en því miður var skotið of fast og boltinn fór yfir. Staðan var því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri endaði, heimamenn pressuðu og voru meira með boltann þó án þess að skapa mikla hættu uppvið markið. Gestirnir reyndu að sækja hratt upp þegar færi gafst og þeir uppskáru mark á 60. mínútu sem kom kannski úr frekar óvæntri átt. Daniel Sturridge var með boltann úti hægra megin og vissi varla hvað hann ætti að gera við hann. Hann sendi á Henderson sem lék áfram inní vítateig og reyndi skot að marki. Varnarmenn Arsenal komust fyrir boltann en hann hrökk út til vinstri þar sem létt verk var fyrir Henderson að senda knöttinn í autt markið. Staðan orðin 0-2 og allt leit vel út fyrir gestina.
Heimamenn voru hinsvegar ekki af baki dottnir og þeir fengu aukaspyrnu úti hægra megin aðeins fjórum mínútum síðar. Boltinn var sendur yfir á fjærstöngina og þar var Oliver Giroud einn og óvaldaður og hann skallaði boltann í markið. Enn og aftur bregst vörn Liverpool í föstum leikatriðum !
Aðeins þrem mínútum síðar voru Arsenal menn búnir að jafna. Theo Walcott var þar að verki með föstu og hnitmiðuðu skoti hægra megin úr teignum sem kom Reina algjörlega að óvörum. Allt í einu var allur vindur með heimamönnum og ekki hefði það komið mörgum á óvart ef þeir næðu nú forystunni.
Gestirnir náðu þó að róa leikinn aðeins niður og halda jöfnu. Bæði lið fengu færi til að skora sitt þriðja mark en Giroud fór illa með gott færi á markteig og enginn sóknarmaður Arsenal var mættur þegar Cazorla sendi fasta sendingu fyrir markið frá vinstri. Í blálokin átti svo Luis Suarez fast skot úr teignum sem Szczesny gerði vel í að verja. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og heilt yfir mætti segja að úrslitin hafi verið sanngjörn. Leikmenn Liverpool voru þó auðvitað svekktir yfir því að hafa misst niður tveggja marka forystu en fyrirfram hefði líklega mátt fullyrða að jafntefli á þessum velli væru ágæt úrslit.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Vermaelen, Gibbs (André Santos, 37. mín.), Wilshere, Ramsey, Walcott, Cazorla, Podolski og Giroud. Ónotaðir varamenn: Mannone, Koscielny, Jenkinson, Diaby og Oxlade-Chamberlain.
Mörk Arsenal: Olivier Giroud (64. mín.), Theo Walcott (67. mín.).
Gul spjöld: Santi Cazorla, Olivier Giroud og Per Mertesacker.
Liverpool: Reina, Wisdom, Carragher, Agger, Johnson, Leiva, Gerrard, Henderson, Downing, Suarez og Sturridge (Enrique, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Skrtel, Allen, Sterling, Shelvey og Borini.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (5. mín.) og Jordan Henderson (60. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Dómari leiksins: Kevin Friend.
Áhorfendur á Emirates Stadium: 60.089.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Margir leikmenn Liverpool léku vel og kannski var Jordan ekki allra besti maðurinn. En hann gafst aldrei upp og skoraði magnað mark sem lengi verður munað eftir.
Brendan Rodgers: ,,Við spiluðum við Arsenal fyrr á tímabilinu og ollum vonbrigðum þar. Mér fannst þessi leikur ávallt geta verið merki um þær framfarir sem við höfum sýnt síðan þá. Þetta var leikur sem við hefðum átt að vinna - við gerðum það ekki en við sýndum mikinn karakter og fengum færi á að bæta við mörkum. Ég er mjög stoltur af liðinu. Mér fannst við ekki halda stöðunni 0-2 nógu lengi. Ég var að reyna að koma José Enrique inná vinstra megin því mér fannst Suarez verða aðeins orðinn þreyttur. Hann átti hinsvegar í e-um vandræðum með skóna og eftir aðeins fimm mínútur voru þeir búnir að jafna."
Fróðleikur:
- Luis Suarez hefur nú skorað 17 mörk í deildinni og er hann næst markahæstur.
- Suarez hefur skorað alls 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði sitt annað mark í deildinni, hann hefur skorað þrjú mörk alls á tímabilinu.
- Jose Enrique spilaði sinn 50. deildarleik fyrir félagið.
- Liverpool eru í 7. sæti deildarinnar með 35 stig.
Hér eru myndir úr leiknum.
Brendan Rodgers gerði, eins og við var að búast, breytingar frá liðinu sem tapaði fyrir Oldham á sunnudaginn var. Inní byrjunarliðið komu þeir Stewart Downing, Steven Gerrard, Lucas Leiva, Jamie Carragher, Glen Johnson, Daniel Agger og Pepe Reina í stað Brad Jones, Sebastian Coates, Martin Skrtel, Jack Robinson, Joe Allen, Raheem Sterling og Fabio Borini.
Eftir aðeins fimm mínútur lá knötturinn í marki gestanna. Boltinn barst upp vinstra megin og Luis Suarez reyndi sendingu á Glen Johnson en sendingin var laus. Bacary Sagna, bakvörður Arsenal, rann hinsvegar til á vellinum og Johnson náði því til boltans og skeiðaði upp kantinn. Hann sendi fyrir á fjærstöngina þar sem Daniel Sturridge fékk boltann eftir misheppnaða hreinsun frá varnarmanni Arsenal. Sturridge náði skoti á markið en það var varið, boltinn barst út í teiginn þar sem Jordan Henderson var fyrstur til að átta sig, hann sendi til vinstri á Suarez sem skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni heimamanna og hafnaði í netinu !
Örskömmu síðar þurfti svo Pepe Reina að hafa sig allan við að verja gott skot frá Theo Walcott sem fékk sendingu innfyrir vörnina. Heimamenn voru þarna virkilega nálægt því að jafna metin strax eftir að hafa lent undir.
Leikurinn var áfram fjörugur og heimamenn voru meira með boltann en Liverpool menn reyndu að sækja hratt fram þegar tækifæri gafst til. Luis Suarez fékk boltann upp vinstra megin og sendi glæsilega sendingu innfyrir á Sturridge sem skaut með hægri fæti en boltinn fór framhjá. Uppúr markspyrnunni pressuðu gestirnir og boltinn barst til Szczesny sem reyndi að leika á Sturridge en hann missti boltann aðeins frá sér og litlu munaði að Sturridge næði að pota tánni í boltann og í markið. Sturridge reyndi svo að sækja inná teiginn en missti boltann of langt frá sér.
Pepe Reina þurfti svo aftur að vera vel á verði þegar hann varði skot frá Walcott utarlega úr teignum. Gestirnir sóttu hinumegin, fengu hornspyrnu þar sem Daniel Agger skallaði að marki en Podolski bjargaði á línu ! Undir lok hálfleiksins fékk Henderson svo gott tækifæri úti vinstra megin þegar Szczesny kom langt út á móti honum. Henderson reyndi að vippa boltanum í markið en því miður var skotið of fast og boltinn fór yfir. Staðan var því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri endaði, heimamenn pressuðu og voru meira með boltann þó án þess að skapa mikla hættu uppvið markið. Gestirnir reyndu að sækja hratt upp þegar færi gafst og þeir uppskáru mark á 60. mínútu sem kom kannski úr frekar óvæntri átt. Daniel Sturridge var með boltann úti hægra megin og vissi varla hvað hann ætti að gera við hann. Hann sendi á Henderson sem lék áfram inní vítateig og reyndi skot að marki. Varnarmenn Arsenal komust fyrir boltann en hann hrökk út til vinstri þar sem létt verk var fyrir Henderson að senda knöttinn í autt markið. Staðan orðin 0-2 og allt leit vel út fyrir gestina.
Heimamenn voru hinsvegar ekki af baki dottnir og þeir fengu aukaspyrnu úti hægra megin aðeins fjórum mínútum síðar. Boltinn var sendur yfir á fjærstöngina og þar var Oliver Giroud einn og óvaldaður og hann skallaði boltann í markið. Enn og aftur bregst vörn Liverpool í föstum leikatriðum !
Aðeins þrem mínútum síðar voru Arsenal menn búnir að jafna. Theo Walcott var þar að verki með föstu og hnitmiðuðu skoti hægra megin úr teignum sem kom Reina algjörlega að óvörum. Allt í einu var allur vindur með heimamönnum og ekki hefði það komið mörgum á óvart ef þeir næðu nú forystunni.
Gestirnir náðu þó að róa leikinn aðeins niður og halda jöfnu. Bæði lið fengu færi til að skora sitt þriðja mark en Giroud fór illa með gott færi á markteig og enginn sóknarmaður Arsenal var mættur þegar Cazorla sendi fasta sendingu fyrir markið frá vinstri. Í blálokin átti svo Luis Suarez fast skot úr teignum sem Szczesny gerði vel í að verja. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og heilt yfir mætti segja að úrslitin hafi verið sanngjörn. Leikmenn Liverpool voru þó auðvitað svekktir yfir því að hafa misst niður tveggja marka forystu en fyrirfram hefði líklega mátt fullyrða að jafntefli á þessum velli væru ágæt úrslit.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Vermaelen, Gibbs (André Santos, 37. mín.), Wilshere, Ramsey, Walcott, Cazorla, Podolski og Giroud. Ónotaðir varamenn: Mannone, Koscielny, Jenkinson, Diaby og Oxlade-Chamberlain.
Mörk Arsenal: Olivier Giroud (64. mín.), Theo Walcott (67. mín.).
Gul spjöld: Santi Cazorla, Olivier Giroud og Per Mertesacker.
Liverpool: Reina, Wisdom, Carragher, Agger, Johnson, Leiva, Gerrard, Henderson, Downing, Suarez og Sturridge (Enrique, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Skrtel, Allen, Sterling, Shelvey og Borini.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (5. mín.) og Jordan Henderson (60. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Dómari leiksins: Kevin Friend.
Áhorfendur á Emirates Stadium: 60.089.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Margir leikmenn Liverpool léku vel og kannski var Jordan ekki allra besti maðurinn. En hann gafst aldrei upp og skoraði magnað mark sem lengi verður munað eftir.
Brendan Rodgers: ,,Við spiluðum við Arsenal fyrr á tímabilinu og ollum vonbrigðum þar. Mér fannst þessi leikur ávallt geta verið merki um þær framfarir sem við höfum sýnt síðan þá. Þetta var leikur sem við hefðum átt að vinna - við gerðum það ekki en við sýndum mikinn karakter og fengum færi á að bæta við mörkum. Ég er mjög stoltur af liðinu. Mér fannst við ekki halda stöðunni 0-2 nógu lengi. Ég var að reyna að koma José Enrique inná vinstra megin því mér fannst Suarez verða aðeins orðinn þreyttur. Hann átti hinsvegar í e-um vandræðum með skóna og eftir aðeins fimm mínútur voru þeir búnir að jafna."
Fróðleikur:
- Luis Suarez hefur nú skorað 17 mörk í deildinni og er hann næst markahæstur.
- Suarez hefur skorað alls 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði sitt annað mark í deildinni, hann hefur skorað þrjú mörk alls á tímabilinu.
- Jose Enrique spilaði sinn 50. deildarleik fyrir félagið.
- Liverpool eru í 7. sæti deildarinnar með 35 stig.
Hér eru myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan