| Heimir Eyvindarson
Liverpool Echo fullyrðir í dag að Daniel Sturridge verði ekki klár í slaginn gegn WBA í kvöld.
Sturridge fékk högg á lærið í leiknum gegn Manchester City og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleik Englendinga og Brasilíumanna í vikunni. Samkvæmt heimildum Echo mun hann ekki hafa náð sér að fullu og verður því ekki með í kvöld.
Ljóst er að Sturridge verður sárt saknað í framlínunni í kvöld, en hann hefur farið gríðarlega vel af stað síðan hann kom til liðsins í lok janúar. Skorað 4 mörk í 6 leikjum og lífgað mjög upp á sóknarleik liðsins.
Líklegt þykir að annaðhvort Fabio Borini eða Raheem Sterling taki sæti Sturridge í liðinu. Þá er reiknað með að nýjasti leikmaður Liverpool Philippe Coutinho verði í hópnum í kvöld.
Daniel Sturridge má ekki leika í Evrópudeildinni þannig að hann verður ekki heldur með í leknum gegn Zenit á fimmtudaginn.
TIL BAKA
Sturridge ekki með í kvöld

Sturridge fékk högg á lærið í leiknum gegn Manchester City og gaf af þeim sökum ekki kost á sér í landsleik Englendinga og Brasilíumanna í vikunni. Samkvæmt heimildum Echo mun hann ekki hafa náð sér að fullu og verður því ekki með í kvöld.
Ljóst er að Sturridge verður sárt saknað í framlínunni í kvöld, en hann hefur farið gríðarlega vel af stað síðan hann kom til liðsins í lok janúar. Skorað 4 mörk í 6 leikjum og lífgað mjög upp á sóknarleik liðsins.
Líklegt þykir að annaðhvort Fabio Borini eða Raheem Sterling taki sæti Sturridge í liðinu. Þá er reiknað með að nýjasti leikmaður Liverpool Philippe Coutinho verði í hópnum í kvöld.
Daniel Sturridge má ekki leika í Evrópudeildinni þannig að hann verður ekki heldur með í leknum gegn Zenit á fimmtudaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan