| Sf. Gutt
Jamie Carragher er enginn venjulegur leikmaður og í raun er hann einstakur. Þeir sem hafa fylgst með honum innan vallar og utan á ferli hans vita hvað við er átt. Hann leikur með þessi gömlu gildi og hugsjónir sem áður voru í knattspyrnunni. Hann hugsar fyrst og síðast um liðið sitt og fórnar sér fyrir það í hverjum einasta leik. Honum er alveg sama um útlit og hárgreiðslu ólíkt mörgum af nútímaknattspyrnumönnum sem hugsa fyrst og sig, umboðsmanninn og útlit áður en kemur að félaginu og félögunum. Það verður skarð fyrir skildi þegar Jamie hættir en hann verður til taks í kvöld þegar Liverpool tekur á móti West Bromwich Albion. Já, ég ætla að njóta hverrar mínútu sem ég fæ að sjá Jamie leika þar til sú síðasta líður.
Ef allir leikmenn Liverpool leggja sig fullkomlega fram eins og Jamie Carragher er öruggt að Liverpool vinnur í kvöld. Reyndar myndi Liverpool vinna hvern einasta leik ef svo væri. En Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Liðið steinlá fyrir W.B.A. í fyrstu umferð deildarinnar og lengst af hefur Liverpool verið fyrir neðan W.B.A. hingað til. Liverpool hefndi reyndar fyrstadagstapsins með því að vinna 1:2 útisigur í Deildarbikarnum í september.
Fá lið hafa komið jafn mikið á óvart á þessu keppnistímabili. Liðið hefur verið meðal efstu liða og leikið vel. Það hefur þó fjarað undan lærisveinum Steve Clarke síðustu vikur og það er kannski ekki skrýtið því leikmannahópurinn er ekki stór. Steve tók auðvitað við af Roy Hodgson í sumar eftir að Roy var ráðinn landsliðsþjálfari.
Liðið fótaði sig vel á síðustu leiktíð og líklega má segja að Roy hafi lagt grunninn að því liði sem nú hefur spjarað sig svo vel undir stjórn Steve. Roy hefur nefnilega oft náð að leggja grunn að góðum liðum sem svo aðrir hafa bætt. Benda má á Fulham og nú W.B.A. í þessu sambandi. En það skal alls ekki dregið úr framlagi Skotans til liðsins. Hann var til dæmis kjörinn Framkvæmdastjóri mánaðarins í nóvember. Á síðustu leiktíð kom W.B.A. á Anfield og vann sinn fyrsta sigur þar í manna minnum. Kenny Dalglish og Steve Clarke stóðu þá á hliðarlínunni og trúðu ekki sínum eigin augum því Liverpool átti leikinn með húð og hári en gestirnir unnu samt 0:1. Roy fór glaður á braut enda fékk hann klapp fyrir leik frá kurteisum stuðningsmönnum Liverpool og fór svo með öll stigin heim!
Nú er jafnvel farið að ræða, reyndar hljóðlega, um að Liverpool geti kannski náð Meistaradeildarsæti í vor. Til þess að sú von haldist lifandi verður Liverpool að vinna í kvöld og til þess þurfa leikmenn liðsins að brjóta blað hvað þessa leiktíð varðar. Liverpool hefur nefnilega ekki ennþá unnið eitt af þeim liðum sem skipað hafa tíu efstu sætin í deildinni hingað til! Þetta er auðvitað stórmerkileg en um leið óþægileg staðreynd.
En nú er komið að því! Steve Clarke hældi Liverpool nú fyrir helgina og sagði liðið leika bestu knattspyrnuna í deildinni. Hann sagði líka að nýju mennirnir sem hann og Kenny Dalglish fengu til Liverpool væru nú farnir að sýna sitt rétta andlit. Segjum að Liverpool brjóti blað, vinni topphlutalið í fyrsta sinn og þeir Stewart Downing og Jordan Henderson spili frábærlega. Kannski skora þeir báðir og Luis líka. Það þarf heldur að ekki að taka fram að Jamie sparkar öllu frá sem þarf og berst eins og ljón. Liverpool vinnur 3:0.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v. West Bromwich Albion
Jamie Carragher er enginn venjulegur leikmaður og í raun er hann einstakur. Þeir sem hafa fylgst með honum innan vallar og utan á ferli hans vita hvað við er átt. Hann leikur með þessi gömlu gildi og hugsjónir sem áður voru í knattspyrnunni. Hann hugsar fyrst og síðast um liðið sitt og fórnar sér fyrir það í hverjum einasta leik. Honum er alveg sama um útlit og hárgreiðslu ólíkt mörgum af nútímaknattspyrnumönnum sem hugsa fyrst og sig, umboðsmanninn og útlit áður en kemur að félaginu og félögunum. Það verður skarð fyrir skildi þegar Jamie hættir en hann verður til taks í kvöld þegar Liverpool tekur á móti West Bromwich Albion. Já, ég ætla að njóta hverrar mínútu sem ég fæ að sjá Jamie leika þar til sú síðasta líður.
Ef allir leikmenn Liverpool leggja sig fullkomlega fram eins og Jamie Carragher er öruggt að Liverpool vinnur í kvöld. Reyndar myndi Liverpool vinna hvern einasta leik ef svo væri. En Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Liðið steinlá fyrir W.B.A. í fyrstu umferð deildarinnar og lengst af hefur Liverpool verið fyrir neðan W.B.A. hingað til. Liverpool hefndi reyndar fyrstadagstapsins með því að vinna 1:2 útisigur í Deildarbikarnum í september.
Fá lið hafa komið jafn mikið á óvart á þessu keppnistímabili. Liðið hefur verið meðal efstu liða og leikið vel. Það hefur þó fjarað undan lærisveinum Steve Clarke síðustu vikur og það er kannski ekki skrýtið því leikmannahópurinn er ekki stór. Steve tók auðvitað við af Roy Hodgson í sumar eftir að Roy var ráðinn landsliðsþjálfari.
Liðið fótaði sig vel á síðustu leiktíð og líklega má segja að Roy hafi lagt grunninn að því liði sem nú hefur spjarað sig svo vel undir stjórn Steve. Roy hefur nefnilega oft náð að leggja grunn að góðum liðum sem svo aðrir hafa bætt. Benda má á Fulham og nú W.B.A. í þessu sambandi. En það skal alls ekki dregið úr framlagi Skotans til liðsins. Hann var til dæmis kjörinn Framkvæmdastjóri mánaðarins í nóvember. Á síðustu leiktíð kom W.B.A. á Anfield og vann sinn fyrsta sigur þar í manna minnum. Kenny Dalglish og Steve Clarke stóðu þá á hliðarlínunni og trúðu ekki sínum eigin augum því Liverpool átti leikinn með húð og hári en gestirnir unnu samt 0:1. Roy fór glaður á braut enda fékk hann klapp fyrir leik frá kurteisum stuðningsmönnum Liverpool og fór svo með öll stigin heim!
Nú er jafnvel farið að ræða, reyndar hljóðlega, um að Liverpool geti kannski náð Meistaradeildarsæti í vor. Til þess að sú von haldist lifandi verður Liverpool að vinna í kvöld og til þess þurfa leikmenn liðsins að brjóta blað hvað þessa leiktíð varðar. Liverpool hefur nefnilega ekki ennþá unnið eitt af þeim liðum sem skipað hafa tíu efstu sætin í deildinni hingað til! Þetta er auðvitað stórmerkileg en um leið óþægileg staðreynd.
En nú er komið að því! Steve Clarke hældi Liverpool nú fyrir helgina og sagði liðið leika bestu knattspyrnuna í deildinni. Hann sagði líka að nýju mennirnir sem hann og Kenny Dalglish fengu til Liverpool væru nú farnir að sýna sitt rétta andlit. Segjum að Liverpool brjóti blað, vinni topphlutalið í fyrsta sinn og þeir Stewart Downing og Jordan Henderson spili frábærlega. Kannski skora þeir báðir og Luis líka. Það þarf heldur að ekki að taka fram að Jamie sparkar öllu frá sem þarf og berst eins og ljón. Liverpool vinnur 3:0.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan