| Sf. Gutt
TIL BAKA
Endurtekin úrslit!
Liverpool sótti og sótti en ekkert dugði. Líkt og á síðasta keppnistímabili réði Liverpool lögum og lofum á heimavelli á móti West Bromwich Albion en tapaði samt! W.B.A. vann 0:2 og var niðurstaðan út í hött miðað við gang leiksins en samt bitur staðreynd!
Brendan Rodgers breytti liði sínu ekkert nema hvað Jonjo Shelvey kom inn fyrir Daniel Sturridge sem var meiddur. Hvernig sem stóð á því þá var mikil deyfð yfir leikmönnum Liverpool framan af og ekkert gerðist fyrr en komið var fram í miðjan hálfleik. Þó skal nefnt að það var dæmt mark af Jonjo eftir níu mínútur. Ben Foster varði þá skot frá Glen Johnson en missti boltann og Jonjo skoraði en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Þrátt fyrir deyfð var Liverpool með yfirhöndina en fyrsta löglega færið kom ekki fyrr en á 24. mínútu þegar Daniel Agger skallaði eftir horn frá hægri en Ben Foster sló boltann yfir. Liverpool tók í framhaldinu góða rispu og rétt á eftir átti Stewart Downing skot langskot sem Ben varði naumlega.
Á 33. mínútu sendi Stewart góða sendingu fyrir á Daniel en hann hitti ekki boltann með höfðinu í upplögðu færi. Þar fór Daninn illa að ráði sínu. Fjórum mínútum fyrir leikhlé lék Jonjo fram og sendi fyrir markið. Rauðliði var ekki til staðar en varnarmaður gestanna hitti boltann illa og hann fór rétt yfir eigið mark! Ekkert mark í leikhléi.
Liverpool hélt áfram stjórninni eftir leikhlé og á 50. mínútu átti Stewart gott skot sem var bjargað uppi við markið. Tveimur mínútum síðar kom góð sókn. Hún endaði með því að Glen sendi fyrir á Jordan Henderson sem átti laglega hælspyrnu að marki sem var varin.
Þrátt fyrir yfirburði Liverpool var greinilegt að Brendan Rodgers var áhyggjufullur og eftir klukkutíma sendi hann Raheem Sterling og Fabio Borini til leiks. Liverpool hélt áfram að sækja þrátt fyrir að spila ekkert í líkingu við síðustu tvo leiki en gestirnir reyndu varla að fara fram fyrir miðju og vörðust með öllum tiltækum ráðum.
Á 68. mínútu átti Fabio fínt skot sem Ben varði með því að henda sér á eftir boltanum og grípa með tilþrifum. Tveimur mínútum síðar varði Ben ótrúlega svo vart varð trúað. Stewart sendi á Raheem og hann lagði fyrir fætur Steven Gerrard sem þrykkti á markið en Ben náði að slæma annarri hendi í boltann. Ótrúleg markvarsla sem maður varð að sjá aftur og aftur til að trúa! Með henni var ljóst að mikið þyrfti til að koma boltanum framhjá Ben.
En víti hlyti að duga og Liverpool fékk eitt þegar þrettán mínútur voru eftir. Jonas Olsson stjakaði þá við Luis Suarez sem átti slakan leik aldrei þessu vant. Dómarinn dæmdi víti en litlar voru sakirnar og þótt Luis hefði ekki hent sér niður í hreinum leikaraskap var vítið ódýrt en það átti eftir að vera dýrkeypt. Steven Gerrard tók það að sjálfsögðu en Ben kastaði sér til vinstri og varði. Nú mátti segja að ógæfan væri búin að gefa sterkt merki um komu sína og það gerði hún.
Philippo Coutinho var sendur til leiks í sínum fyrsta leik en á 81. mínútu áttu gestirnir sína fyrstu marktilraun. Youssouf Mulumbu tók fyrirvaralaust upp á því að negla að marki utan vítateigs og Jose Reina varð að hafa sig allan við að verja í horn. Gereth McAuley skallaði svo hornspyrnuna í mark. Hver hefði trúað þessu fimm mínútum áður? Leikmenn Liverpool voru slegnir og áttu sér ekki viðreisnar von. Bolludagshýðingin var svo fullkomnuð á lokamínútunni þegar sókn Liverpool var brotin á bak aftur. Boltinn gekk eldsnöggt fram og það endaði með því að Romelo Lukaku lék á Daniel eins og hann væri ekki til og skoraði af öryggi. Viðstaddir heimamenn trúðu ekki sínum eigin augum en gestirnir fögnuðu ógurlega!
Fyrir tæpu ári stóðu Kenny Dalglish og Steve Clarke og trúðu varla að Roy Hodgson hefði náð að stýra sínum mönnum til sigurs eftir yfirburði Liverpool. Nú stóð Brendan Rodgers í sömu sporum og trúði varla því sem hann sá. En Steve lék sama leik og Roy!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Gerrard, Henderson (Sterling 60. mín.), Downing (Coutinho 78. mín.), Shelvey (Borini 60. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Allen, Skrtel og Wisdom.
Gult spjald: Luis Suarez.
West Bromwich Albion: Foster, Reid, McAuley, Olsson, Ridgewell, Yacob, Mulumbu, Dorrans (Lukaku 74. mín.), Morrison, Brunt og Long (Fortune 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Myhill, Rosenberg, Jones, Tamas og Thomas.
Mörk W.B.A.: Gareth McAuley (81. mín.) og Romelu Lukaku (90. mín.).
Gul spjöld: Steven Reid, Liam Ridgewell, James Morrison og Chris Brunt.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.752.
Maður leiksins: Stewart Downing. Lengst af gerði Stewart góða hluti. Hann lagði upp færi sem félagar hans hefðu átt að nýta og var óheppinn að skora ekki.
Brendan Rodgers: Leikmennirnir lögðu sig alla fram. Við vorum ekki upp á okkar besta í kvöld en við sóttum og reyndum að skapa okkur marktækifæri.
Fróðleikur
- Philippo Coutinho lék í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
- Lucas Leiva lék sinn 200. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- W.B.A. vann Liverpool heima og úti í deildinni en Liverpool vann leik liðanna í Deildarbikarnum.
- W.B.A. vann á Anfield aðra leiktíðina í röð.
- Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins á árinu.
Hérna eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru fleiri myndir úr leiknum.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Steve Clarke.
Brendan Rodgers breytti liði sínu ekkert nema hvað Jonjo Shelvey kom inn fyrir Daniel Sturridge sem var meiddur. Hvernig sem stóð á því þá var mikil deyfð yfir leikmönnum Liverpool framan af og ekkert gerðist fyrr en komið var fram í miðjan hálfleik. Þó skal nefnt að það var dæmt mark af Jonjo eftir níu mínútur. Ben Foster varði þá skot frá Glen Johnson en missti boltann og Jonjo skoraði en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Þrátt fyrir deyfð var Liverpool með yfirhöndina en fyrsta löglega færið kom ekki fyrr en á 24. mínútu þegar Daniel Agger skallaði eftir horn frá hægri en Ben Foster sló boltann yfir. Liverpool tók í framhaldinu góða rispu og rétt á eftir átti Stewart Downing skot langskot sem Ben varði naumlega.
Á 33. mínútu sendi Stewart góða sendingu fyrir á Daniel en hann hitti ekki boltann með höfðinu í upplögðu færi. Þar fór Daninn illa að ráði sínu. Fjórum mínútum fyrir leikhlé lék Jonjo fram og sendi fyrir markið. Rauðliði var ekki til staðar en varnarmaður gestanna hitti boltann illa og hann fór rétt yfir eigið mark! Ekkert mark í leikhléi.
Liverpool hélt áfram stjórninni eftir leikhlé og á 50. mínútu átti Stewart gott skot sem var bjargað uppi við markið. Tveimur mínútum síðar kom góð sókn. Hún endaði með því að Glen sendi fyrir á Jordan Henderson sem átti laglega hælspyrnu að marki sem var varin.
Þrátt fyrir yfirburði Liverpool var greinilegt að Brendan Rodgers var áhyggjufullur og eftir klukkutíma sendi hann Raheem Sterling og Fabio Borini til leiks. Liverpool hélt áfram að sækja þrátt fyrir að spila ekkert í líkingu við síðustu tvo leiki en gestirnir reyndu varla að fara fram fyrir miðju og vörðust með öllum tiltækum ráðum.
Á 68. mínútu átti Fabio fínt skot sem Ben varði með því að henda sér á eftir boltanum og grípa með tilþrifum. Tveimur mínútum síðar varði Ben ótrúlega svo vart varð trúað. Stewart sendi á Raheem og hann lagði fyrir fætur Steven Gerrard sem þrykkti á markið en Ben náði að slæma annarri hendi í boltann. Ótrúleg markvarsla sem maður varð að sjá aftur og aftur til að trúa! Með henni var ljóst að mikið þyrfti til að koma boltanum framhjá Ben.
En víti hlyti að duga og Liverpool fékk eitt þegar þrettán mínútur voru eftir. Jonas Olsson stjakaði þá við Luis Suarez sem átti slakan leik aldrei þessu vant. Dómarinn dæmdi víti en litlar voru sakirnar og þótt Luis hefði ekki hent sér niður í hreinum leikaraskap var vítið ódýrt en það átti eftir að vera dýrkeypt. Steven Gerrard tók það að sjálfsögðu en Ben kastaði sér til vinstri og varði. Nú mátti segja að ógæfan væri búin að gefa sterkt merki um komu sína og það gerði hún.
Philippo Coutinho var sendur til leiks í sínum fyrsta leik en á 81. mínútu áttu gestirnir sína fyrstu marktilraun. Youssouf Mulumbu tók fyrirvaralaust upp á því að negla að marki utan vítateigs og Jose Reina varð að hafa sig allan við að verja í horn. Gereth McAuley skallaði svo hornspyrnuna í mark. Hver hefði trúað þessu fimm mínútum áður? Leikmenn Liverpool voru slegnir og áttu sér ekki viðreisnar von. Bolludagshýðingin var svo fullkomnuð á lokamínútunni þegar sókn Liverpool var brotin á bak aftur. Boltinn gekk eldsnöggt fram og það endaði með því að Romelo Lukaku lék á Daniel eins og hann væri ekki til og skoraði af öryggi. Viðstaddir heimamenn trúðu ekki sínum eigin augum en gestirnir fögnuðu ógurlega!
Fyrir tæpu ári stóðu Kenny Dalglish og Steve Clarke og trúðu varla að Roy Hodgson hefði náð að stýra sínum mönnum til sigurs eftir yfirburði Liverpool. Nú stóð Brendan Rodgers í sömu sporum og trúði varla því sem hann sá. En Steve lék sama leik og Roy!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Gerrard, Henderson (Sterling 60. mín.), Downing (Coutinho 78. mín.), Shelvey (Borini 60. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Allen, Skrtel og Wisdom.
Gult spjald: Luis Suarez.
West Bromwich Albion: Foster, Reid, McAuley, Olsson, Ridgewell, Yacob, Mulumbu, Dorrans (Lukaku 74. mín.), Morrison, Brunt og Long (Fortune 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Myhill, Rosenberg, Jones, Tamas og Thomas.
Mörk W.B.A.: Gareth McAuley (81. mín.) og Romelu Lukaku (90. mín.).
Gul spjöld: Steven Reid, Liam Ridgewell, James Morrison og Chris Brunt.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.752.
Maður leiksins: Stewart Downing. Lengst af gerði Stewart góða hluti. Hann lagði upp færi sem félagar hans hefðu átt að nýta og var óheppinn að skora ekki.
Brendan Rodgers: Leikmennirnir lögðu sig alla fram. Við vorum ekki upp á okkar besta í kvöld en við sóttum og reyndum að skapa okkur marktækifæri.
Fróðleikur
- Philippo Coutinho lék í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
- Lucas Leiva lék sinn 200. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- W.B.A. vann Liverpool heima og úti í deildinni en Liverpool vann leik liðanna í Deildarbikarnum.
- W.B.A. vann á Anfield aðra leiktíðina í röð.
- Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins á árinu.
Hérna eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru fleiri myndir úr leiknum.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Steve Clarke.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan