| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mættir til Rússlands
Brendan Rodgers er mættur til Rússlands með sína menn til að reyna að halda Evrópuvegferðinni áfram. Liverpool mætir Rússlandsmeisturum Zenit frá Pétursborg. Víst er að verkefnið verður ekki auðvelt því Zenit hefur sterku liði á að skipa. Seinni leikurinn fer fram í Liverpool eftir viku.
Liverpool er í öðru sinni í Rússlandi á þessari leiktíð en liðið mætti Anzhi fyrir áramót. Anzhi vann heimaleik sinn 1:0 en áður vann Liverpool með sömu markatölu í fyrri leiknum. Bæði lið fóru svo auðvitað upp úr riðlinum. Eftir reynsluna af því að leika gegn Anzhi þá ættu leikmenn Liverpool að vita nokkuð vel hvers er að vænta í Rússaveldi. Svo má ekki gleyma því að Liverpool fór til Hvíta Rússlands þegar liðið lék við Gomel í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Einn leikmaður Liverpool vekur mesta athygli í Rússlandi. Það er frost og snjór í Pétursborg en Martin Skrtel hefur fengið sérlega hlýjar móttökur hjá heimamönnum. Ástæðan er auðvitað sú að Martin lék með Zenit á sínum tíma. Hann lék þar á árunum 2004 til 2008 áður en hann kom til Liverpool. Hann varð Rússlandsmeistari með Zenit 2007.
Það er vonandi að leikmenn Liverpool nái sér vel á strik í Pétursborg síðdegis í dag en leikurinn hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Það er nauðsynlegt að komast sem lengst áfram í þessari keppni því liðið er jú úr leik í báðum bikarkeppnunum á Englandi.
Hér eru myndir, af Liverpoolfc.com, af leikmönnum Liverpool æfa á Melwood en þar var ekki síður vetrarlegt en í Rússlandi.
Liverpool er í öðru sinni í Rússlandi á þessari leiktíð en liðið mætti Anzhi fyrir áramót. Anzhi vann heimaleik sinn 1:0 en áður vann Liverpool með sömu markatölu í fyrri leiknum. Bæði lið fóru svo auðvitað upp úr riðlinum. Eftir reynsluna af því að leika gegn Anzhi þá ættu leikmenn Liverpool að vita nokkuð vel hvers er að vænta í Rússaveldi. Svo má ekki gleyma því að Liverpool fór til Hvíta Rússlands þegar liðið lék við Gomel í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Einn leikmaður Liverpool vekur mesta athygli í Rússlandi. Það er frost og snjór í Pétursborg en Martin Skrtel hefur fengið sérlega hlýjar móttökur hjá heimamönnum. Ástæðan er auðvitað sú að Martin lék með Zenit á sínum tíma. Hann lék þar á árunum 2004 til 2008 áður en hann kom til Liverpool. Hann varð Rússlandsmeistari með Zenit 2007.
Það er vonandi að leikmenn Liverpool nái sér vel á strik í Pétursborg síðdegis í dag en leikurinn hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Það er nauðsynlegt að komast sem lengst áfram í þessari keppni því liðið er jú úr leik í báðum bikarkeppnunum á Englandi.
Hér eru myndir, af Liverpoolfc.com, af leikmönnum Liverpool æfa á Melwood en þar var ekki síður vetrarlegt en í Rússlandi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan