| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap í Pétursborg
Liverpool er í mjög þröngri stöðu eftir slæmt tap í Pétursborg. Heimamenn unnu 2:0 í fyrri leik liðanna og nú þarf allt að ganga upp á Anfield eftir viku ef Evrópuvegferðin á að halda áfram.
Það var vetrarlegt í Pétursborg og frost um sex stig eftir því sem hermt var. Vetrarfrí hefur verið frá knattspyrnu í austurvegi enda almennilegur vetur þar og völlurinn bar þess augljós merki.
Heimamenn virkuðu ekki ryðgaðir eftir vetrarfrí sitt og byrjuðu af krafti. Eftir tvær mínútur átti Alexander Kerzhakov skot sem Jose Reina varð að taka á til að verja. Liverpool brunaði fram í næstu sókn og Luis Suarez komst inn í vítateiginn vinstra megin. Þar lék hann snilldarlega á varnarmann en þverskot hans strauk fjærstöngina og fór framhjá.
Enn kom færi. Hulk lék að vítateignum og þrumaði að marki en Jose varði vel í horn. Á 16. mínútu hefði Liverpool átt að skora. Luis komst inn í þversendingu varnarmanns og slapp einn í gegn. Hann lék á markmanninn en missti boltann of langt frá sér og varnarmaður sem elti náði að bægja hættunni frá.
Það vantaði ekki fjörið í kuldanum og á 28. mínútu átti Hulk skot úr vítateignum. Eitthvað virtist Jose misreikna boltann en hann varði og boltinn fór í stöngina innanverða og hættan leið hjá. Fimm mínútum fyrir leikhlé fékk Luis enn færi. Raheem Sterling fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og lagði hann þvert fyrir á Luis sem tók upp á því að taka hælspyrnu sem fór framhjá. Upplagt færi og Luis hefði getað verið búinn að skora þrennu þegar leikhléið kom. Það var reyndar með ólíkindum að ekkert markið hefði komið.
Eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik fékk Liverpool enn eitt færið. Glen Johnson lék þá fram allan völl frá sínum vallarhemingi og komst alla leið inn í vítateig Zenit. Þar kom markmaðurinn á móti honum og náði að verja. Mögnuð rispa hjá Glen og hrein óheppni að hann skyldi ekki skora. Það gerðist lítið fram eftir hálfleiknum en á 60. mínútu hefði Liverpool átt að skora. Stewart Downing lék meðfram vítateignum frá hægri þar til Luis varð á vegi hans og skaut. Því miður fór boltinn rétt framhjá en boltinn hefði legið inn hefði hann hitt markið en um það snýst þetta allt!
Tíu mínútum seinna fékk Liverpool á hann. Hulk lék fram völlinn og vel utan vítateigs hamraði hann boltann upp í vinstra hornið. Jose átti ekki möguleika og heimamenn gengu af göflunum af fögnuði. Þeir voru enn að fagna tveimur mínútum seinna þegar annað tækifæri gafst til gleðiláta. Sending kom frá hægri. Boltinn fór yfir alla og allt þar til hann datt niður við fjærstöngina og þar kom Sergei Semak og smellti honum í markið. Glen hefði átt að gæta hans en því var ekki að heilsa. Frá fínni stöðu var allt í einu allt komið í voða á tveimur mínútum.
Eftir þetta gerðist fátt nema hvað heimamenn voru öruggir á meðan leikmenn Liverpool virkuðu þreyttir enda voru þeir látnir leika í deildinni á mánudagskvöldið. Luis fékk enn eitt færið sex mínútum fyrir leikslok. Hann tók þá aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Hann náði nokkuð góðu skoti en markmaður Zenit varði naumlega. Hann hélt ekki boltanum en málinu var bjargað og þar með voru heimamenn komnir með sigur í höfn.
Staða Liverpool er auðvitað mjög þröng og verst var ekki að ná marki í Rússlandi. Enn fóru góð færi forgörðum og leikur sem ekki virtist í neinnu hættu tapaðist upp úr þurru. Það liggur nærri að kraftaverk þurfi á Anfield Road en þar hafa kraftaverk svo sem oft gerst!
Zenit St Petersburg: Malafeev, Aniukov, Neto, Lombaerts, Hubocan, Shirokov, Denisov, Witsel, Hulk, Kerzhakov (Faitzulin 82. mín.) og Danny (Semak 54. mín.). Ónotaðir varamenn: Zhevnov, Rodic, Lukovic, Djordjevic og Evseev.
Mörk Zenit: Hulk (70. mín.) og Sergei Semak (72. mín.).
Gul spjöld: Hubocan og Neto.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Carragher, Enrique, Gerrard, Allen, Henderson, Downing, Suarez og Sterling (Leiva 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Borini, Suso, Shelvey og Wisdom.
Gult spjald: Martin Skrtel.
Áhorfendur á Petrovsky leikvanginum: 21.000.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Hann gaf ekki tommu eftir frekar en venjulega og bjargaði nokkrum sinnum vel í vörninni.
Brendan Rodgers: Næsta mark í rimmunni skiptir öllu. Það eru auðvitað mikil vonbrigði að hafa tapað leiknum en við getum vel svarað með mörkum og við munum berjast fyrir að ná því í næstu viku.
Fróðleikur
- Liverpool lék í annað sinn á leiktíðinni í Rússlandi. Áður tapaði liðið 1:0 fyrir Anzhi.
- Zenit er ríkjandi landsmeistari í Rússlandi.
- Zenit vann þessa keppni árið 2008 eftir 2:0 sigur á Rangers í Manchester. Liðið vann svo Stórbikar Evrópu eftir 2:1 sigur á Manchester United.
- Martin Skrtel lék á móti sínu gamla félagi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Það var vetrarlegt í Pétursborg og frost um sex stig eftir því sem hermt var. Vetrarfrí hefur verið frá knattspyrnu í austurvegi enda almennilegur vetur þar og völlurinn bar þess augljós merki.
Heimamenn virkuðu ekki ryðgaðir eftir vetrarfrí sitt og byrjuðu af krafti. Eftir tvær mínútur átti Alexander Kerzhakov skot sem Jose Reina varð að taka á til að verja. Liverpool brunaði fram í næstu sókn og Luis Suarez komst inn í vítateiginn vinstra megin. Þar lék hann snilldarlega á varnarmann en þverskot hans strauk fjærstöngina og fór framhjá.
Enn kom færi. Hulk lék að vítateignum og þrumaði að marki en Jose varði vel í horn. Á 16. mínútu hefði Liverpool átt að skora. Luis komst inn í þversendingu varnarmanns og slapp einn í gegn. Hann lék á markmanninn en missti boltann of langt frá sér og varnarmaður sem elti náði að bægja hættunni frá.
Það vantaði ekki fjörið í kuldanum og á 28. mínútu átti Hulk skot úr vítateignum. Eitthvað virtist Jose misreikna boltann en hann varði og boltinn fór í stöngina innanverða og hættan leið hjá. Fimm mínútum fyrir leikhlé fékk Luis enn færi. Raheem Sterling fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og lagði hann þvert fyrir á Luis sem tók upp á því að taka hælspyrnu sem fór framhjá. Upplagt færi og Luis hefði getað verið búinn að skora þrennu þegar leikhléið kom. Það var reyndar með ólíkindum að ekkert markið hefði komið.
Eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik fékk Liverpool enn eitt færið. Glen Johnson lék þá fram allan völl frá sínum vallarhemingi og komst alla leið inn í vítateig Zenit. Þar kom markmaðurinn á móti honum og náði að verja. Mögnuð rispa hjá Glen og hrein óheppni að hann skyldi ekki skora. Það gerðist lítið fram eftir hálfleiknum en á 60. mínútu hefði Liverpool átt að skora. Stewart Downing lék meðfram vítateignum frá hægri þar til Luis varð á vegi hans og skaut. Því miður fór boltinn rétt framhjá en boltinn hefði legið inn hefði hann hitt markið en um það snýst þetta allt!
Tíu mínútum seinna fékk Liverpool á hann. Hulk lék fram völlinn og vel utan vítateigs hamraði hann boltann upp í vinstra hornið. Jose átti ekki möguleika og heimamenn gengu af göflunum af fögnuði. Þeir voru enn að fagna tveimur mínútum seinna þegar annað tækifæri gafst til gleðiláta. Sending kom frá hægri. Boltinn fór yfir alla og allt þar til hann datt niður við fjærstöngina og þar kom Sergei Semak og smellti honum í markið. Glen hefði átt að gæta hans en því var ekki að heilsa. Frá fínni stöðu var allt í einu allt komið í voða á tveimur mínútum.
Eftir þetta gerðist fátt nema hvað heimamenn voru öruggir á meðan leikmenn Liverpool virkuðu þreyttir enda voru þeir látnir leika í deildinni á mánudagskvöldið. Luis fékk enn eitt færið sex mínútum fyrir leikslok. Hann tók þá aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Hann náði nokkuð góðu skoti en markmaður Zenit varði naumlega. Hann hélt ekki boltanum en málinu var bjargað og þar með voru heimamenn komnir með sigur í höfn.
Staða Liverpool er auðvitað mjög þröng og verst var ekki að ná marki í Rússlandi. Enn fóru góð færi forgörðum og leikur sem ekki virtist í neinnu hættu tapaðist upp úr þurru. Það liggur nærri að kraftaverk þurfi á Anfield Road en þar hafa kraftaverk svo sem oft gerst!
Zenit St Petersburg: Malafeev, Aniukov, Neto, Lombaerts, Hubocan, Shirokov, Denisov, Witsel, Hulk, Kerzhakov (Faitzulin 82. mín.) og Danny (Semak 54. mín.). Ónotaðir varamenn: Zhevnov, Rodic, Lukovic, Djordjevic og Evseev.
Mörk Zenit: Hulk (70. mín.) og Sergei Semak (72. mín.).
Gul spjöld: Hubocan og Neto.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Carragher, Enrique, Gerrard, Allen, Henderson, Downing, Suarez og Sterling (Leiva 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Borini, Suso, Shelvey og Wisdom.
Gult spjald: Martin Skrtel.
Áhorfendur á Petrovsky leikvanginum: 21.000.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Hann gaf ekki tommu eftir frekar en venjulega og bjargaði nokkrum sinnum vel í vörninni.
Brendan Rodgers: Næsta mark í rimmunni skiptir öllu. Það eru auðvitað mikil vonbrigði að hafa tapað leiknum en við getum vel svarað með mörkum og við munum berjast fyrir að ná því í næstu viku.
Fróðleikur
- Liverpool lék í annað sinn á leiktíðinni í Rússlandi. Áður tapaði liðið 1:0 fyrir Anzhi.
- Zenit er ríkjandi landsmeistari í Rússlandi.
- Zenit vann þessa keppni árið 2008 eftir 2:0 sigur á Rangers í Manchester. Liðið vann svo Stórbikar Evrópu eftir 2:1 sigur á Manchester United.
- Martin Skrtel lék á móti sínu gamla félagi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan