| Heimir Eyvindarson
Liverpool fær fyrrum lærisveina Brendan Rodgers í Swansea í heimsókn á morgun. Liverpool hefur vægast sagt gengið illa með Svanina að undanförnu. Í síðustu fjórum leikjum liðanna í deild og bikar hefur Liverpool ekki náð að fara með sigur af hólmi. Ekki nóg með það, heldur hefur okkar mönnum ekki tekist að skora mark á móti Swansea í Úrvalsdeildinni í síðustu þremur leikjum! Sem hlýtur að teljast nokkuð áhyggjuefni.
Áður en þetta þurrkatímabil skall á var sagan algjörlega Liverpool í hag. 0-0 leikurinn á Anfield á síðustu leiktíð var fyrsti heimaleikur Liverpool gegn Swansea sem Liverpool náði ekki að skora í og reyndar var það í fyrsta sinn í viðureignum liðanna á Anfield frá því 1955 sem okkar menn gerðu ekki meira en eitt mark.
Við skulum þó ekki gleyma því að sagan á Anfield er ennþá Liverpool í hag. Liverpool hefur ekki enn tapað fyrir Swansea á heimavelli. Liðin hafa mæst 11 sinnum á Anfield. Liverpool hefur unnið 8 sinnum og þrír leikjanna hafa endað með jafntefli.
Það er erfitt að meta möguleika okkar manna á morgun. Frammistaða liðsins í síðustu tveimur leikjum hefur valdið vonbrigðum og virðist endurspegla að liðið geti í besta falli talist miðlungslið um þessar mundir.
Þær stöður sem í upphafi tímabilsins voru taldar hvað best mannaðr voru miðvarðastöðurnar og markmannsstaðan. Helsta áhyggjuefni stuðningsmanna Liverpool í ágúst var að eitthvert stóru liðanna kæmi með feitan tékka og tæki Agger, Skrtel eða Reina frá okkur. Jafnvel alla þrjá. Það má vel vera að stóru liðin hafi verið tilbúin til þess í ágúst en ég dreg stórlega í efa að ásóknin í þessa menn sé jafnmikil núna, enda hafa þeir allir gert sig seka um endurtekin og dýrkeypt mistök. Nú er staðan sú að gamli jálkurinn Jamie Carragher sem menn voru búnir að afskrifa með öllu virðist okkar traustasti varnarmaður.
Swansea liðið er mjög vel skipulagt og er það lið í deildinni sem hefur fengið fæst mörk á sig á útivelli, einungis 10. Liðið er einnig á ágætis skriði, hefur aðeins tapað einum af síðustu 9 deildarleikjum. Það er því alveg ljóst að okkar manna bíður erfitt verkefni á Anfield á morgun.
Daniel Sturridge mætir aftur til leiks eftir smávægileg meiðsli og verður örugglega í byrjunarliðinu. Þá er talið líklegt að Coutinho fái að byrja leikinn. Hvort það dugir til þess að brjóta sterka vörn Swansea á bak aftur er ekki gott að segja.
Ég sveiflast á milli þess að halda að Liverpool girði sig í brók og mæti dýrvitlausir til leiks á morgun, eða að meðalmennskan og andleysið ráði áfram ríkjum. Núna í morgunsárið hallast ég allavega að því að síðarnefndi möguleikinn verði ofan á og Liverpool nái ekki að skora á morgun.
Spá: Liverpool 0 - Swansea 1.
Það þarf ekkert að taka fram hversu heitt ég óska þess að ég hafi rangt fyrir mér.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Við skulum þó ekki gleyma því að sagan á Anfield er ennþá Liverpool í hag. Liverpool hefur ekki enn tapað fyrir Swansea á heimavelli. Liðin hafa mæst 11 sinnum á Anfield. Liverpool hefur unnið 8 sinnum og þrír leikjanna hafa endað með jafntefli.
Það er erfitt að meta möguleika okkar manna á morgun. Frammistaða liðsins í síðustu tveimur leikjum hefur valdið vonbrigðum og virðist endurspegla að liðið geti í besta falli talist miðlungslið um þessar mundir.
Þær stöður sem í upphafi tímabilsins voru taldar hvað best mannaðr voru miðvarðastöðurnar og markmannsstaðan. Helsta áhyggjuefni stuðningsmanna Liverpool í ágúst var að eitthvert stóru liðanna kæmi með feitan tékka og tæki Agger, Skrtel eða Reina frá okkur. Jafnvel alla þrjá. Það má vel vera að stóru liðin hafi verið tilbúin til þess í ágúst en ég dreg stórlega í efa að ásóknin í þessa menn sé jafnmikil núna, enda hafa þeir allir gert sig seka um endurtekin og dýrkeypt mistök. Nú er staðan sú að gamli jálkurinn Jamie Carragher sem menn voru búnir að afskrifa með öllu virðist okkar traustasti varnarmaður.
Daniel Sturridge mætir aftur til leiks eftir smávægileg meiðsli og verður örugglega í byrjunarliðinu. Þá er talið líklegt að Coutinho fái að byrja leikinn. Hvort það dugir til þess að brjóta sterka vörn Swansea á bak aftur er ekki gott að segja.
Ég sveiflast á milli þess að halda að Liverpool girði sig í brók og mæti dýrvitlausir til leiks á morgun, eða að meðalmennskan og andleysið ráði áfram ríkjum. Núna í morgunsárið hallast ég allavega að því að síðarnefndi möguleikinn verði ofan á og Liverpool nái ekki að skora á morgun.
Spá: Liverpool 0 - Swansea 1.
Það þarf ekkert að taka fram hversu heitt ég óska þess að ég hafi rangt fyrir mér.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan