| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hávaðinn getur skipt sköpum í dómkirkjunni!
Brendan Rodgers segir að hávaðinn sem stuðningsmenn Liverpool geta myndað gæti skipt sköpum í kvöld þegar rússnesku meistararnir koma í ,,dómkirkjuna" til að verja forystu sína úr fyrri leiknum fyrir viku. Zenti vann þá 2:0 og Liverpool þarf að vinna með þriggja marka mun sé ekki reiknað með vítaspyrnukeppni. Leikmenn Liverpool hafa biðlað til stuðningsmanna liðsins síðustu daga um hjálp og Brendan Rodgers segir að þeir geti skipt sköpum.
,,Hávaðinn skiptir miklu máli. Það verða 40.000 hérna en með hávaðanum sem þeir mynda gæti það verið eins og 100.00 manns væru á stæðunum. Það er úf af þessu sem Anfield er einstakur leikvangur og þess vegna er þetta knattspyrnufélag þekkt um allan heim."
,,Leikmennirnir úti á vellinum fylla stuðningsmennina stolti og ég er viss um að stuðningsmennirnir verða eins og einn maður og saman gætum við gert þetta einstakt. Saga félagsins byggir á glæstum Evrópukvöldum. Auðvitað vildum við að staðan í rimmunni væri betri fyrir okkur núna en þetta er mjög spennandi verkefni fyrir okkur."
,,Áhorfendur leika stórt hlutverk. Við höfum séð þá hreinlega vinna leiki hérna í gegnum tíðina. Við þurfum nú á þeim að halda sem aldrei fyrr. Þessi leikvangur er þekktur úti um allan heim. Eitt af því fyrsta sem ég gerði fyrir blaðamannafundinn, þar sem ég var kynntur sem framkvæmdastjóri, var að ganga um leikvanginn og upplifa andrúmsloftið þar. Þetta er einstakur staður sem er á við dómkirkju!"
Virki, Musteri eða dómkirkja! Anfield er einstakur staður og vonandi fer Evrópukvöldið í kvöld í annála fyrir sögulega endurkomu. Fulltrúar rússneska bjarnarins munu standa til varnar en við væntum þess að Rauði herinn frá Liverpool hafi betur!
,,Hávaðinn skiptir miklu máli. Það verða 40.000 hérna en með hávaðanum sem þeir mynda gæti það verið eins og 100.00 manns væru á stæðunum. Það er úf af þessu sem Anfield er einstakur leikvangur og þess vegna er þetta knattspyrnufélag þekkt um allan heim."
,,Leikmennirnir úti á vellinum fylla stuðningsmennina stolti og ég er viss um að stuðningsmennirnir verða eins og einn maður og saman gætum við gert þetta einstakt. Saga félagsins byggir á glæstum Evrópukvöldum. Auðvitað vildum við að staðan í rimmunni væri betri fyrir okkur núna en þetta er mjög spennandi verkefni fyrir okkur."
,,Áhorfendur leika stórt hlutverk. Við höfum séð þá hreinlega vinna leiki hérna í gegnum tíðina. Við þurfum nú á þeim að halda sem aldrei fyrr. Þessi leikvangur er þekktur úti um allan heim. Eitt af því fyrsta sem ég gerði fyrir blaðamannafundinn, þar sem ég var kynntur sem framkvæmdastjóri, var að ganga um leikvanginn og upplifa andrúmsloftið þar. Þetta er einstakur staður sem er á við dómkirkju!"
Virki, Musteri eða dómkirkja! Anfield er einstakur staður og vonandi fer Evrópukvöldið í kvöld í annála fyrir sögulega endurkomu. Fulltrúar rússneska bjarnarins munu standa til varnar en við væntum þess að Rauði herinn frá Liverpool hafi betur!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan