| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur en samt vonbrigði
Liverpool unnu góðan 3-1 sigur á Zenit frá St. Pétursborg á fimmtudagskvöldið. Sigurinn dugði því miður ekki til áframhaldandi veru í Evrópudeildinni þetta tímabilið.
Fyrir leikinn höfðu Brendan Rodgers og leikmenn hans það á orði að skapa yrði magnaða stemmningu á Anfield til að vinna upp tveggja marka forystu Rússana eftir fyrri leikinn. Margir fyrrverandi leikmenn félagsins ljáðu einnig máls á þessu og því var ljóst að þeir sem ætluðu að mæta á Anfield yrðu hreinlega að svara því kalli !
Rodgers þurfti auðvitað að gera breytingar frá síðasta leik þar sem Daniel Sturridge og Philippe Coutinho voru ekki gjaldgengir í Evrópudeildinni með liðinu. Í stað þeirra komu þeir Jordan Henderson og Joe Allen inn, að öðru leyti var liðið óbreytt frá leiknum við Swansea á sunnudaginn var.
Eins og við var að búast voru heimamenn líklegri fyrstu mínúturnar en náðu þó ekki að skapa sér hættuleg færi, langskot frá Jordan Henderson og Steven Gerrard var það hættulegasta sem boðið var uppá í fyrstu.
Reiðarslagið kom svo á 19. mínútu þegar lítil hætta virtist á ferðum. Liverpool menn voru með boltann úti hægra megin en misstu hann frá sér. Steven Gerrard náði fyrstur til hans en þrumaði boltanum í varnarmann Zenit og þaðan skoppaði boltinn í átt til Jamie Carragher. Carragher hljóp í átt að marki og framherjinn Hulk í humátt á eftir honum. Carra reyndi að senda boltann aftur til Reina í markinu en hitti boltann illa og snertingin var lítil. Það hleypti Hulk einum í gegn og hann átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann framhjá Reina og í markið. Nú var ljóst að fjögur mörk þurfti til að komast áfram !
Tíu mínútum síðar skeiðaði Daniel Agger upp völlinn frá eigin vítateig og uppað vítateig Zenit þar sem hann var felldur. Luis Suarez bjóst til að taka aukaspyrnuna en þurfti að bíða þónokkuð lengi þar sem leikmenn Zenit mölduðu í móinn yfir því hvar boltinn ætti að vera og voru svo heillengi að koma sér á réttan stað í varnarveggnum en dómarinn þurfti margoft að biðja þá um að færa sig aftar. Igor Denisov fékk svo gult spjald fyrir að standa of nálægt boltanum og horfa á Suarez og félaga ræða málin um hvernig framkvæma ætti aukaspyrnuna, ótrúlega klaufalegt spjald þar á ferð.
Þegar loksins mátti svo taka spyrnuna var það Luis Suarez sem skaut beint í gegnum varnavegginn og í markið. Mikil fagnaðarlæti brutust út og fengu nú margir trúna á að verkefnið myndi verða klárað. Sú trú styrktist svo enn frekar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. José Enrique var þá með boltann úti vinstra megin, hann sendi á Henderson úti við teiginn og skeiðaði í átt að endalínu þar sem hann fékk boltann aftur. Hann sendi fyrir markið þar sem Joe Allen náði skalla að marki en markvörður gestanna varði, boltinn hrökk þó beint á Allen aftur og hann setti boltann auðveldlega í markið. Allt ætlaði um koll að keyra á Anfield því nú vantaði bara tvö mörk og allur síðari hálfleikurinn eftir.
Gestirnir voru þó ekki alveg dauðir úr öllum æðum og fengu m.a. ágæt færi eftir fyrsta markið og voru nokkrum sinnum í góðri stöðu til að sækja hratt fram upp völlinn en nýttu það ekki.
Þegar flautað var til leiks í síðari hálfleik var stemmningin áfram mögnuð og nú ætluðu stuðningsmennirnir að fá þau tvö mörk sem til þurfti í markið við Kop stúkuna. Gestirnir gerðu tvær breytingar á sínu liði í hálfleik en í öðru marki Liverpool meiddist einn varnarmanna þeirra. Á 50. mínútu vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á einum leikmanni Zenit en dómaranum fannst ekki næg ástæða til að dæma víti.
Á 59. mínútu kom svo fallegasta mark leiksins. Aukaspyrna nokkuð langt úti fyrir miðjum vítateig vannst og Luis Suarez stóð yfir boltanum. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum yfir varnarvegginn og í fallegum boga útvið stöngina hægra megin. Stórglæsilegt mark og ennþá hálftími til stefnu ! Strax eftir markið gerði Rodgers tvær breytingar, útaf fóru þeir Joe Allen og Jordan Henderson fyrir þá Oussama Assaidi og Jonjo Shelvey.
Nokkur ágæt færi féllu heimamönnum í skaut eftir markið en markvörður gestanna gerði vel í að verja nokkrum sinnum. Meðal annars náði Gerrard góðu skoti að marki úr teignum en hann kom ekki boltanum framhjá Malafeev.
Gestirnir voru eins og áður sagði ekki alveg vonlausir í sínum aðgerðum og eftir þetta þriðja mark héldu þeir áfram að ógna og voru nú markvissari í sínum aðgerðum. Hulk náði góðu skoti að marki sem Reina gerði vel í að verja og a.m.k. tvisvar þrumaði Hulk boltanum að marki beint úr aukaspyrnu af löngu færi.
Jonjo Shelvy komst svo næst því að skora þetta gullna mark þegar boltinn barst óvænt til hans úti vinstra megin í teignum og markvörður gestanna í skógarferð, hann þrumaði viðstöðulaust að marki en því miður fór boltinn bara í hliðarnetið.
Nokkrar hornspyrnur litu einnig dagsins ljós þessar síðustu mínútur en allt kom fyrir ekki hjá heimamönnum, fjórða markið vildi ekki koma og því voru það stuðningsmenn Zenit sem fögnuðu 3-1 tapi.
Ljóst er að færin sem Luis Suraez fékk í fyrri leiknum voru dýrkeypt sem og mistökin sem Carragher gerði í fyrri hálfleik.
Leikmenn Liverpool geta þó borið höfuðið hátt því þeir gáfust aldrei upp og stemmningin á Anfield var eins og hún gerist hvað best á Evrópukvöldi.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Enrique, Leiva, Allen (Shelvey, 59. mín), Gerrard, Henderson (Assaidi, 59. mín.), Downing (Sterling, 84. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wisdom, Coates og Suso.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (28. og 59. mín.) og Joe Allen (43. mín.).
Gult spjald: Jonjo Shelvey.
Zenit: Malafeev, Aniukov, Lombaerts (Criscito, 46. mín.), Neto, Hubocan, Danny (Faitzulin, 46. mín.), Shirokov, Semak (Rodic, 84. mín.), Denisov, Witsel og Hulk. Ónotaðir varamenn: Zhevnov, Bruno Alves, Bukharov og Kerzhakov.
Mark Zenit: Hulk (19. mín.).
Gult spjald: Igor Denisov.
Dómari leiksins: Bjorn Kuipers.
Áhorfendur á Anfield: 43.026.
Maður leiksins: Luis Suarez. Fyrir utan að skora tvívegis beint úr aukaspyrnum þá lagði hann allt í sölurnar. Hann barðist út um allan völl og reyndi að ná boltanum ef Liverpool var ekki með hann.
Brendan Rodgers: ,,Ég er mjög stoltur af félaginu og leikmönnunum í kvöld. Jafnvel þó að við höfum tapað einvíginu þá sýndi félagið það og leikmenn hvers vegna þeir eru hluti af bestu fjölskyldu í heimi knattspyrnusögunnar hér hjá Liverpool með því andrúmslofti sem var skapað hér og þeirri frammistöðu sem leikmenn sýndu."
,,Að koma til baka eftir að hafa verið 3-0 undir samanlagt og sýna þau gæði og þann karakter sem liðið sýndi í kvöld var stórkostlegt og mér fannst við hafa átt að fá vítaspyrnu líka."
Fróðleikur:
- Pepe Reina spilaði leik nr. 385 fyrir félagið í öllum keppnum.
- Þetta var síðasti Evrópuleikur sem Jamie Carragher spilaði fyrir félagið en hann mun leggja skóna á hilluna í vor.
- Leikurinn var sá 150. sem Jamie spilaði í Evrópukeppnum.
- Daniel Agger spilaði sinn 200. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Luis Suarez skoraði mörk númer 25 og 26 á tímabilinu.
- Joe Allen skoraði sitt annað mark fyrir félagið.
Hér eru myndir úr leiknum.
Hér eru myndir af magnaðri stemmningu.
Fyrir leikinn höfðu Brendan Rodgers og leikmenn hans það á orði að skapa yrði magnaða stemmningu á Anfield til að vinna upp tveggja marka forystu Rússana eftir fyrri leikinn. Margir fyrrverandi leikmenn félagsins ljáðu einnig máls á þessu og því var ljóst að þeir sem ætluðu að mæta á Anfield yrðu hreinlega að svara því kalli !
Rodgers þurfti auðvitað að gera breytingar frá síðasta leik þar sem Daniel Sturridge og Philippe Coutinho voru ekki gjaldgengir í Evrópudeildinni með liðinu. Í stað þeirra komu þeir Jordan Henderson og Joe Allen inn, að öðru leyti var liðið óbreytt frá leiknum við Swansea á sunnudaginn var.
Eins og við var að búast voru heimamenn líklegri fyrstu mínúturnar en náðu þó ekki að skapa sér hættuleg færi, langskot frá Jordan Henderson og Steven Gerrard var það hættulegasta sem boðið var uppá í fyrstu.
Reiðarslagið kom svo á 19. mínútu þegar lítil hætta virtist á ferðum. Liverpool menn voru með boltann úti hægra megin en misstu hann frá sér. Steven Gerrard náði fyrstur til hans en þrumaði boltanum í varnarmann Zenit og þaðan skoppaði boltinn í átt til Jamie Carragher. Carragher hljóp í átt að marki og framherjinn Hulk í humátt á eftir honum. Carra reyndi að senda boltann aftur til Reina í markinu en hitti boltann illa og snertingin var lítil. Það hleypti Hulk einum í gegn og hann átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann framhjá Reina og í markið. Nú var ljóst að fjögur mörk þurfti til að komast áfram !
Tíu mínútum síðar skeiðaði Daniel Agger upp völlinn frá eigin vítateig og uppað vítateig Zenit þar sem hann var felldur. Luis Suarez bjóst til að taka aukaspyrnuna en þurfti að bíða þónokkuð lengi þar sem leikmenn Zenit mölduðu í móinn yfir því hvar boltinn ætti að vera og voru svo heillengi að koma sér á réttan stað í varnarveggnum en dómarinn þurfti margoft að biðja þá um að færa sig aftar. Igor Denisov fékk svo gult spjald fyrir að standa of nálægt boltanum og horfa á Suarez og félaga ræða málin um hvernig framkvæma ætti aukaspyrnuna, ótrúlega klaufalegt spjald þar á ferð.
Þegar loksins mátti svo taka spyrnuna var það Luis Suarez sem skaut beint í gegnum varnavegginn og í markið. Mikil fagnaðarlæti brutust út og fengu nú margir trúna á að verkefnið myndi verða klárað. Sú trú styrktist svo enn frekar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. José Enrique var þá með boltann úti vinstra megin, hann sendi á Henderson úti við teiginn og skeiðaði í átt að endalínu þar sem hann fékk boltann aftur. Hann sendi fyrir markið þar sem Joe Allen náði skalla að marki en markvörður gestanna varði, boltinn hrökk þó beint á Allen aftur og hann setti boltann auðveldlega í markið. Allt ætlaði um koll að keyra á Anfield því nú vantaði bara tvö mörk og allur síðari hálfleikurinn eftir.
Gestirnir voru þó ekki alveg dauðir úr öllum æðum og fengu m.a. ágæt færi eftir fyrsta markið og voru nokkrum sinnum í góðri stöðu til að sækja hratt fram upp völlinn en nýttu það ekki.
Þegar flautað var til leiks í síðari hálfleik var stemmningin áfram mögnuð og nú ætluðu stuðningsmennirnir að fá þau tvö mörk sem til þurfti í markið við Kop stúkuna. Gestirnir gerðu tvær breytingar á sínu liði í hálfleik en í öðru marki Liverpool meiddist einn varnarmanna þeirra. Á 50. mínútu vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á einum leikmanni Zenit en dómaranum fannst ekki næg ástæða til að dæma víti.
Á 59. mínútu kom svo fallegasta mark leiksins. Aukaspyrna nokkuð langt úti fyrir miðjum vítateig vannst og Luis Suarez stóð yfir boltanum. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum yfir varnarvegginn og í fallegum boga útvið stöngina hægra megin. Stórglæsilegt mark og ennþá hálftími til stefnu ! Strax eftir markið gerði Rodgers tvær breytingar, útaf fóru þeir Joe Allen og Jordan Henderson fyrir þá Oussama Assaidi og Jonjo Shelvey.
Nokkur ágæt færi féllu heimamönnum í skaut eftir markið en markvörður gestanna gerði vel í að verja nokkrum sinnum. Meðal annars náði Gerrard góðu skoti að marki úr teignum en hann kom ekki boltanum framhjá Malafeev.
Gestirnir voru eins og áður sagði ekki alveg vonlausir í sínum aðgerðum og eftir þetta þriðja mark héldu þeir áfram að ógna og voru nú markvissari í sínum aðgerðum. Hulk náði góðu skoti að marki sem Reina gerði vel í að verja og a.m.k. tvisvar þrumaði Hulk boltanum að marki beint úr aukaspyrnu af löngu færi.
Jonjo Shelvy komst svo næst því að skora þetta gullna mark þegar boltinn barst óvænt til hans úti vinstra megin í teignum og markvörður gestanna í skógarferð, hann þrumaði viðstöðulaust að marki en því miður fór boltinn bara í hliðarnetið.
Nokkrar hornspyrnur litu einnig dagsins ljós þessar síðustu mínútur en allt kom fyrir ekki hjá heimamönnum, fjórða markið vildi ekki koma og því voru það stuðningsmenn Zenit sem fögnuðu 3-1 tapi.
Ljóst er að færin sem Luis Suraez fékk í fyrri leiknum voru dýrkeypt sem og mistökin sem Carragher gerði í fyrri hálfleik.
Leikmenn Liverpool geta þó borið höfuðið hátt því þeir gáfust aldrei upp og stemmningin á Anfield var eins og hún gerist hvað best á Evrópukvöldi.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Enrique, Leiva, Allen (Shelvey, 59. mín), Gerrard, Henderson (Assaidi, 59. mín.), Downing (Sterling, 84. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wisdom, Coates og Suso.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (28. og 59. mín.) og Joe Allen (43. mín.).
Gult spjald: Jonjo Shelvey.
Zenit: Malafeev, Aniukov, Lombaerts (Criscito, 46. mín.), Neto, Hubocan, Danny (Faitzulin, 46. mín.), Shirokov, Semak (Rodic, 84. mín.), Denisov, Witsel og Hulk. Ónotaðir varamenn: Zhevnov, Bruno Alves, Bukharov og Kerzhakov.
Mark Zenit: Hulk (19. mín.).
Gult spjald: Igor Denisov.
Dómari leiksins: Bjorn Kuipers.
Áhorfendur á Anfield: 43.026.
Maður leiksins: Luis Suarez. Fyrir utan að skora tvívegis beint úr aukaspyrnum þá lagði hann allt í sölurnar. Hann barðist út um allan völl og reyndi að ná boltanum ef Liverpool var ekki með hann.
Brendan Rodgers: ,,Ég er mjög stoltur af félaginu og leikmönnunum í kvöld. Jafnvel þó að við höfum tapað einvíginu þá sýndi félagið það og leikmenn hvers vegna þeir eru hluti af bestu fjölskyldu í heimi knattspyrnusögunnar hér hjá Liverpool með því andrúmslofti sem var skapað hér og þeirri frammistöðu sem leikmenn sýndu."
,,Að koma til baka eftir að hafa verið 3-0 undir samanlagt og sýna þau gæði og þann karakter sem liðið sýndi í kvöld var stórkostlegt og mér fannst við hafa átt að fá vítaspyrnu líka."
Fróðleikur:
- Pepe Reina spilaði leik nr. 385 fyrir félagið í öllum keppnum.
- Þetta var síðasti Evrópuleikur sem Jamie Carragher spilaði fyrir félagið en hann mun leggja skóna á hilluna í vor.
- Leikurinn var sá 150. sem Jamie spilaði í Evrópukeppnum.
- Daniel Agger spilaði sinn 200. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Luis Suarez skoraði mörk númer 25 og 26 á tímabilinu.
- Joe Allen skoraði sitt annað mark fyrir félagið.
Hér eru myndir úr leiknum.
Hér eru myndir af magnaðri stemmningu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan