| Sf. Gutt
TIL BAKA
Burst hjá Liverpool í Wigan!
Liverpool burstaði Wigan 0:4 þar í borg nú undir kvöldið. Enn og aftur gekk Úrúgvæjinn berserksgang svo eftir var tekið. Í þetta sinn skoraði hann þrennu.
Daniel Sturrigde var ekki leikfær og kannski hefði mátt halda að sóknarfæri Liverpool yrðu eitthvað færri fyrir vikið en það þurfti ekki að hafa áhyggjur hvað það varðaði. Reyndar hófu heimamenn leikinn af krafti. Góð sending frá hægri fann Arouna Koné frían í rétt utan við markteig en hann náði ekki valdi á boltanum sem hrökk í fang Jose Reina. Spánverjinn hugsaði sig ekki um og spyrnti boltanum hárnákvæmt fram á vinstri kant á Philippe Coutinho. Hann lék á varnarmann eins og að drekka vatn, sendi hánákvæmt fyrir á höfuðið á Stewart Downing sem skallaði hárnákvæmt í mark úr markteignum. Tvær mínútur liðnar og sóknirnar gerast ekki nákvæmari!
Aftur lá boltinn í marki heimamanna á 18. mínútu. Hratt og nákvæmt spil endaði með því að Philippe fékk boltann fyrir utan vítateiginn. Hann þræddi boltann inn fyrir vörnina á Luis Suarez sem skyndilega var kominn einn í gegn. Þeim úrúgvæska varð ekki á, snögg gabbhreyfing setti markmann Wigan út af laginu og svo lá boltinn í markinu. Aftur hárnákvæm sókn og glæsileg afgreiðsla! Ekki má gleyma þætti brasilíska stráksins sem var stórgóður.
Eftir að sóknarleikur Liverpool hafði komið liðinu í vænlega stöðu var komið að Jose Reina að vernda stöðuna. Eftir aukaspyrnu barst boltinn inn á vítateiginn þar sem Emmerson Boyce klippti boltann laglega að marki. Boltinn stefndi upp í vinkilinn en Jose náði að verja meistaralega með því að slá boltann yfir með annarri hendi. Eldsnögg viðbrögð og þau reyndust vel því nokkrum andartökum seinna, á 34. mínútu, skoraði Luis hinu megin. Hann tók þá aukaspyrnu sem snerti höfuðið á ysta varnarmanni í veggnum og skrúfaðist af honum neðst í hornið. Ali Al Habsi náði að koma við boltann en það dugði hvergi!
Tveimur mínútum seinna varð Jose að hafa sig allan við þegar hann sló góðan skalla Franco Di Santo yfir markið. Boltinn gekk marka á milli og hinu megin sendi Glen Johnson á Luis en Ali varði skot hans frá vítateignum. Hálfleikurinn endaði svo á því að Jose sló fasta aukaspyrnu Jean Beausejour yfir. Liverpool mátti því líka þakka Jose örugga stöðu í hálfleik ekki síður en Luis og sóknarlínunni.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn með því að gera snarlega út um leikinn. Eftir fjórar mínútur tók Glen góða rispu fram fyrir miðju þar sem hann stakk boltanum fram á Luis sem rauk inn í vítateiginn hægra megin og renndi boltanum undir Ali og í markið. Stuðningsmenn Liverpool trylltust fyrir aftan markið og Luis brosti út að eyrum þar sem hann lá á maganum fyrir framan þá. Enn og aftur magnað mark!
Eftir þetta má segja að Liverpool hafi sett sjálfsstýringuna á. Heimamenn reyndu að rétta sinn hlut en Rauðliðar höfðu öll ráð þeirra í hendi sér. Varla neitt markvert gerðist þar til tvær mínútur voru eftir en þá átti varamaðurinn Jordan Henderson skalla eftir horn sem bjargað var á línu. Öruggur stórsigur í höfn og ef rétt var talið skoraði Liverpool úr fjórum af sjö skotum sem hittu á markrammann. Mögnuð nýting og góð tilbreyting frá því fyrr á leiktíðinni þegar hellingur marktilrauna gaf alltof lítið af sér.
Rétt er að geta þess að þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum hófu stuðningsmenn Liverpool að kyrja gamalkunnugt stef. Þeir sungu þá hraustlega nafn Rafael Benítez! Magnað og stuðningsmenn Liverpool voru greinilega að sýna Rafa stuðning en öll spjót standa nú á honum í starfi sínu hjá Chelsea. Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður!
Wigan Athletic: Al Habsi; Scharner, Caldwell (Alcaraz 52. mín.), Figueroa; Boyce, McArthur, McCarthy, Beausejour (McManaman 61. mín.); Di Santo (Espinoza 52. mín.), Kone og Maloney. Ónotaðir varamenn: Robles, Henriquez, Gomez og Stam.
Gul spjöld: Gary Caldwell og James McArthur.
Liverpool: Reina; Johnson, Carragher, Agger, Enrique; Allen, Gerrard, Leiva; Downing, Suarez og Coutinho (Henderson 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Assaidi, Coates, Suso, Shelvey og Wisdom.
Mörk Liverpool: Stewart Downing (2. mín.) og Luis Suarez (18., 34. og 49. mín.).
Gul spjöld: Joe Allen og Lucas Leiva.
Áhorfendur á DW leikvangunum: 20.804.
Maður leiksins: Luis Suarez. Þess skal reyndar getið að Jose Reina varði þrívegis meistaralega og lagði svo sannarlega sitt af mörkum til þessa stóra sigurs og Philippe Coutinho lagði upp tvö mörk en er annað hægt en að velja mann sem skorar þrennu sem besta manninn í sínu liði? Úrúgvæjinn var enn og aftur frábær!
Brendan Rodgers: Við vorum gríðarlega einbeittir í dag. Við höfum sett okkur markmið hvað það varðar hvernig við viljum enda leiktíðina og þetta gefur okkur góðan grunn fyrir framhaldið. Það góða við leikinn í dag að ég sá vel hversu leikmenn lögðu hart að sér. Þeir hafa lagt hart að sér á æfingasvæðinu og það er að skila sér inn í leikina.
Fróðleikur.
- Luis Suarez skoraði sína aðra þrennu á sparktíðinni.
- Mörkin hans eru nú orðin 28 og hann er markahæstur í deildinni með 21 mark.
- Þrennan var sú þriðja sem Luis hefur skorað fyrir Liverpool. Allar hafa komið á útivöllum.
- Þetta var 90. leikur Luis með Liverpool og mörkin eru 49.
- Liverpool vann fyrri leikinn hjá liðunum 3:0 og þá skoraði Luis tvö. Hann skoraði því fimm á móti Wigan á leiktíðinni og eitt í viðbót á þeirri síðustu.
- Stewart Downing skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Liverpool hefur nú skorað 12 mörk í síðustu þremur leikjum.
- Þetta var fyrsti sigur Livepool í Wigan frá því 2007.
- Wigan hefur ekki unnið heimaleik í deildinni á árinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Roberto Martinez af vefsíðu BBC.
Daniel Sturrigde var ekki leikfær og kannski hefði mátt halda að sóknarfæri Liverpool yrðu eitthvað færri fyrir vikið en það þurfti ekki að hafa áhyggjur hvað það varðaði. Reyndar hófu heimamenn leikinn af krafti. Góð sending frá hægri fann Arouna Koné frían í rétt utan við markteig en hann náði ekki valdi á boltanum sem hrökk í fang Jose Reina. Spánverjinn hugsaði sig ekki um og spyrnti boltanum hárnákvæmt fram á vinstri kant á Philippe Coutinho. Hann lék á varnarmann eins og að drekka vatn, sendi hánákvæmt fyrir á höfuðið á Stewart Downing sem skallaði hárnákvæmt í mark úr markteignum. Tvær mínútur liðnar og sóknirnar gerast ekki nákvæmari!
Aftur lá boltinn í marki heimamanna á 18. mínútu. Hratt og nákvæmt spil endaði með því að Philippe fékk boltann fyrir utan vítateiginn. Hann þræddi boltann inn fyrir vörnina á Luis Suarez sem skyndilega var kominn einn í gegn. Þeim úrúgvæska varð ekki á, snögg gabbhreyfing setti markmann Wigan út af laginu og svo lá boltinn í markinu. Aftur hárnákvæm sókn og glæsileg afgreiðsla! Ekki má gleyma þætti brasilíska stráksins sem var stórgóður.
Eftir að sóknarleikur Liverpool hafði komið liðinu í vænlega stöðu var komið að Jose Reina að vernda stöðuna. Eftir aukaspyrnu barst boltinn inn á vítateiginn þar sem Emmerson Boyce klippti boltann laglega að marki. Boltinn stefndi upp í vinkilinn en Jose náði að verja meistaralega með því að slá boltann yfir með annarri hendi. Eldsnögg viðbrögð og þau reyndust vel því nokkrum andartökum seinna, á 34. mínútu, skoraði Luis hinu megin. Hann tók þá aukaspyrnu sem snerti höfuðið á ysta varnarmanni í veggnum og skrúfaðist af honum neðst í hornið. Ali Al Habsi náði að koma við boltann en það dugði hvergi!
Tveimur mínútum seinna varð Jose að hafa sig allan við þegar hann sló góðan skalla Franco Di Santo yfir markið. Boltinn gekk marka á milli og hinu megin sendi Glen Johnson á Luis en Ali varði skot hans frá vítateignum. Hálfleikurinn endaði svo á því að Jose sló fasta aukaspyrnu Jean Beausejour yfir. Liverpool mátti því líka þakka Jose örugga stöðu í hálfleik ekki síður en Luis og sóknarlínunni.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn með því að gera snarlega út um leikinn. Eftir fjórar mínútur tók Glen góða rispu fram fyrir miðju þar sem hann stakk boltanum fram á Luis sem rauk inn í vítateiginn hægra megin og renndi boltanum undir Ali og í markið. Stuðningsmenn Liverpool trylltust fyrir aftan markið og Luis brosti út að eyrum þar sem hann lá á maganum fyrir framan þá. Enn og aftur magnað mark!
Eftir þetta má segja að Liverpool hafi sett sjálfsstýringuna á. Heimamenn reyndu að rétta sinn hlut en Rauðliðar höfðu öll ráð þeirra í hendi sér. Varla neitt markvert gerðist þar til tvær mínútur voru eftir en þá átti varamaðurinn Jordan Henderson skalla eftir horn sem bjargað var á línu. Öruggur stórsigur í höfn og ef rétt var talið skoraði Liverpool úr fjórum af sjö skotum sem hittu á markrammann. Mögnuð nýting og góð tilbreyting frá því fyrr á leiktíðinni þegar hellingur marktilrauna gaf alltof lítið af sér.
Rétt er að geta þess að þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum hófu stuðningsmenn Liverpool að kyrja gamalkunnugt stef. Þeir sungu þá hraustlega nafn Rafael Benítez! Magnað og stuðningsmenn Liverpool voru greinilega að sýna Rafa stuðning en öll spjót standa nú á honum í starfi sínu hjá Chelsea. Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður!
Wigan Athletic: Al Habsi; Scharner, Caldwell (Alcaraz 52. mín.), Figueroa; Boyce, McArthur, McCarthy, Beausejour (McManaman 61. mín.); Di Santo (Espinoza 52. mín.), Kone og Maloney. Ónotaðir varamenn: Robles, Henriquez, Gomez og Stam.
Gul spjöld: Gary Caldwell og James McArthur.
Liverpool: Reina; Johnson, Carragher, Agger, Enrique; Allen, Gerrard, Leiva; Downing, Suarez og Coutinho (Henderson 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Assaidi, Coates, Suso, Shelvey og Wisdom.
Mörk Liverpool: Stewart Downing (2. mín.) og Luis Suarez (18., 34. og 49. mín.).
Gul spjöld: Joe Allen og Lucas Leiva.
Áhorfendur á DW leikvangunum: 20.804.
Maður leiksins: Luis Suarez. Þess skal reyndar getið að Jose Reina varði þrívegis meistaralega og lagði svo sannarlega sitt af mörkum til þessa stóra sigurs og Philippe Coutinho lagði upp tvö mörk en er annað hægt en að velja mann sem skorar þrennu sem besta manninn í sínu liði? Úrúgvæjinn var enn og aftur frábær!
Brendan Rodgers: Við vorum gríðarlega einbeittir í dag. Við höfum sett okkur markmið hvað það varðar hvernig við viljum enda leiktíðina og þetta gefur okkur góðan grunn fyrir framhaldið. Það góða við leikinn í dag að ég sá vel hversu leikmenn lögðu hart að sér. Þeir hafa lagt hart að sér á æfingasvæðinu og það er að skila sér inn í leikina.
Fróðleikur.
- Luis Suarez skoraði sína aðra þrennu á sparktíðinni.
- Mörkin hans eru nú orðin 28 og hann er markahæstur í deildinni með 21 mark.
- Þrennan var sú þriðja sem Luis hefur skorað fyrir Liverpool. Allar hafa komið á útivöllum.
- Þetta var 90. leikur Luis með Liverpool og mörkin eru 49.
- Liverpool vann fyrri leikinn hjá liðunum 3:0 og þá skoraði Luis tvö. Hann skoraði því fimm á móti Wigan á leiktíðinni og eitt í viðbót á þeirri síðustu.
- Stewart Downing skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Liverpool hefur nú skorað 12 mörk í síðustu þremur leikjum.
- Þetta var fyrsti sigur Livepool í Wigan frá því 2007.
- Wigan hefur ekki unnið heimaleik í deildinni á árinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Roberto Martinez af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan