| Sf. Gutt
Stuðningsmenn Liverpool höfðu yfir mörgu að gleðjast í Wigan enda vann liðið þeirra stórsigur þar. Rafael Benítez fékk líka eftirminnilegan stuðning frá stuðningsmönnum gamla liðsins síns.
Þegar um 20 mínútur voru eftir hófu stuðningsmenn Liverpool að syngja nafn Rafa af miklum krafti líkt og þegar hann var framkvæmdastjóri Liverpool. Það fór ekkert á milli mála hver var hylltur og af hverju. Jú, flest spjót hafa staðið á Rafa eftir að hann tók við Chelsea og ekki minnkaði atgangurinn þegar hann, í síðustu viku, bað stuðningmenn Chelsea frekar að styðja liðið sitt en að eyða orku í að úthúða sér. Það var reyndar heiðarlega gert hjá honum að mér fannst. En það var magnað að heyra stuðningsmenn Liverpool sýna Rafa stuðning með sínum hætti á laugardaginn!
En stuðningsmenn gleyma ekki sínum mönnum og Rafael Benítez er ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Rauða hersins enda skilaði hann mögnuðu starfi og titlum fyrir þá! Það mátti líka heyra stuðningsmenn Liverpool kalla ,,Dalglish" líkt og á næstum hverjum leik og eins var nafn Brendan Rodgers kyrjað!
Hér má sjá og heyra stuðningsmenn Liverpool syngja nafn Rafael Benítez í Wigan. Reyndar heyrðist söngur þeirra betur í sjónvarpsútsendingunni.
Þess má til gamans geta að 0:4 sigur Liverpool í Wigan var sá fyrsti sem liðið vinnur þar frá því á valdadögum Rafael Benítez. Liverpool vann var síðast árið 2007!
TIL BAKA
Rafa sýndur stuðningur í Wigan!

Þegar um 20 mínútur voru eftir hófu stuðningsmenn Liverpool að syngja nafn Rafa af miklum krafti líkt og þegar hann var framkvæmdastjóri Liverpool. Það fór ekkert á milli mála hver var hylltur og af hverju. Jú, flest spjót hafa staðið á Rafa eftir að hann tók við Chelsea og ekki minnkaði atgangurinn þegar hann, í síðustu viku, bað stuðningmenn Chelsea frekar að styðja liðið sitt en að eyða orku í að úthúða sér. Það var reyndar heiðarlega gert hjá honum að mér fannst. En það var magnað að heyra stuðningsmenn Liverpool sýna Rafa stuðning með sínum hætti á laugardaginn!
En stuðningsmenn gleyma ekki sínum mönnum og Rafael Benítez er ekki gleymdur hjá stuðningsmönnum Rauða hersins enda skilaði hann mögnuðu starfi og titlum fyrir þá! Það mátti líka heyra stuðningsmenn Liverpool kalla ,,Dalglish" líkt og á næstum hverjum leik og eins var nafn Brendan Rodgers kyrjað!
Hér má sjá og heyra stuðningsmenn Liverpool syngja nafn Rafael Benítez í Wigan. Reyndar heyrðist söngur þeirra betur í sjónvarpsútsendingunni.
Þess má til gamans geta að 0:4 sigur Liverpool í Wigan var sá fyrsti sem liðið vinnur þar frá því á valdadögum Rafael Benítez. Liverpool vann var síðast árið 2007!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan