| Sf. Gutt
TIL BAKA
Daniel og Martin leikfærir
Þeir Daniel Sturridge og Martin Skrtel misstu af sigurleik Liverpool í Wigan um síðustu helgi. En nú eru þeir leikfærir og geta þess vegna tekið þátt í stórleik Liverpool og Tottenham á sunnudaginn.
Menn hafa kannski einhverjar áhyggjur af heilsufari Daniel en hann var töluvert meiddur hjá Chelsea áður en hann kom til Liverpool. Meiðsli á læri munu hafa komið í veg fyrir að hann gat farið til Wigan.
Hann varð líka að draga sig út úr enska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það mætti Brasilíu. Það er þó vonandi að Daniel verði ekki mikið frá vegna meiðsla því hann hefur byrjað feril sinn hjá Liverpool eins og best verður á kosið.
Martin er aftur leikfær en það er svo sem ólíklegt að hann komi inn í byrjunarlið Liverpool því Jamie Carragher er búinn að taka stöðuna af honum. Það er þó gott að hafa Slóvakann tilbúinn í slaginn.
Menn hafa kannski einhverjar áhyggjur af heilsufari Daniel en hann var töluvert meiddur hjá Chelsea áður en hann kom til Liverpool. Meiðsli á læri munu hafa komið í veg fyrir að hann gat farið til Wigan.
Hann varð líka að draga sig út úr enska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það mætti Brasilíu. Það er þó vonandi að Daniel verði ekki mikið frá vegna meiðsla því hann hefur byrjað feril sinn hjá Liverpool eins og best verður á kosið.
Martin er aftur leikfær en það er svo sem ólíklegt að hann komi inn í byrjunarlið Liverpool því Jamie Carragher er búinn að taka stöðuna af honum. Það er þó gott að hafa Slóvakann tilbúinn í slaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan