| Sf. Gutt
Í viðtalinu við er greint frá því að Brendan Rodgers hafi verið búinn að fá Gylfa til að spila áfram hjá Swansea til frambúðar eftir vel heppnaða lánsdvöl þar á síðustu leiktíð. En svo var Brendan ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool og þá varð ekkert af því að Gylfi yrði áfram hjá Swansea. Liverpool og Tottenham Hotspur komu bæði til álita. En hvað réði úrslitum um að Gylfi valdi Tottenham?
Í greininni kemur greinilega fram að Gylfi hefur talið meiri möguleika á að komast í Meistaradeildina með Tottenham en Liverpool. Staðarblaðið Liverpool Echo fullyrti í sumar að Tottenham hefði boðið Gylfa töluvert hærra kaup en Liverpool. Það er staðreynd að Brendan bauð Gylfa sömu kjör kæmi hann til Liverpool og honum hafði áður verið boðið hjá Swansea enda vissi Brendan auðvitað nákvæmlega hvað honum hafði verið boðið í Wales. Kannski hafði hærra kauptilboð Spurs sitt að segja um ákvörðun Gylfa en það skiptir ekki máli héðan af.
,,Ég á honum mikið að þakka fyrir að gefa mér tækifæri hjá Reading og svo fyrir að gefa mér fyrsta tækifæri mitt í Úrvalsdeildinni með Swansea. Það var virkilega erfitt að segja honum að ég vildi ekki spila fyrir hann að þessu sinni en það verður mjög gaman að sjá hann á sunnudaginn."
Liverpool mætir Tottenham á Anfield Road á sunnudaginn í geigvænlega mikilvægum leik. Bæði lið þurfa á sigri að halda í baráttunni um Evrópusæti á næstu leiktíð. Tottenham stendur vel að vígi gagnvart Meistaradeidarsæti en ekkert er víst í því enda margir leikir til vors. Liverpool á einungis fjarlægan möguleika á Meistaradeildarsæti. Það ræðst ekki á sunnudaginn hvort Gylfi valdi rétt hvað Meistaradeildarmöguleika varðar en það verður mikið undir!
TIL BAKA
Á Brendan Rodgers mikið að þakka!
Í viðtalinu við er greint frá því að Brendan Rodgers hafi verið búinn að fá Gylfa til að spila áfram hjá Swansea til frambúðar eftir vel heppnaða lánsdvöl þar á síðustu leiktíð. En svo var Brendan ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool og þá varð ekkert af því að Gylfi yrði áfram hjá Swansea. Liverpool og Tottenham Hotspur komu bæði til álita. En hvað réði úrslitum um að Gylfi valdi Tottenham?
Í greininni kemur greinilega fram að Gylfi hefur talið meiri möguleika á að komast í Meistaradeildina með Tottenham en Liverpool. Staðarblaðið Liverpool Echo fullyrti í sumar að Tottenham hefði boðið Gylfa töluvert hærra kaup en Liverpool. Það er staðreynd að Brendan bauð Gylfa sömu kjör kæmi hann til Liverpool og honum hafði áður verið boðið hjá Swansea enda vissi Brendan auðvitað nákvæmlega hvað honum hafði verið boðið í Wales. Kannski hafði hærra kauptilboð Spurs sitt að segja um ákvörðun Gylfa en það skiptir ekki máli héðan af.
,,Ég á honum mikið að þakka fyrir að gefa mér tækifæri hjá Reading og svo fyrir að gefa mér fyrsta tækifæri mitt í Úrvalsdeildinni með Swansea. Það var virkilega erfitt að segja honum að ég vildi ekki spila fyrir hann að þessu sinni en það verður mjög gaman að sjá hann á sunnudaginn."
Liverpool mætir Tottenham á Anfield Road á sunnudaginn í geigvænlega mikilvægum leik. Bæði lið þurfa á sigri að halda í baráttunni um Evrópusæti á næstu leiktíð. Tottenham stendur vel að vígi gagnvart Meistaradeidarsæti en ekkert er víst í því enda margir leikir til vors. Liverpool á einungis fjarlægan möguleika á Meistaradeildarsæti. Það ræðst ekki á sunnudaginn hvort Gylfi valdi rétt hvað Meistaradeildarmöguleika varðar en það verður mikið undir!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan