| Heimir Eyvindarson
Tveir af allra bestu leikmönnum Úrvalsdeildarinnar mætast á sunnudaginn þegar Gareth Bale og Tottenham heimsækja Anfield. Brendan Rodgers segir að þessir frábæru leikmenn fái ólíka meðferð í fjölmiðlum.
Það er nokkuð ljóst að Luis Suarez og Gareth Bale munu verða miðpunktar athyglinnar á sunnudaginn þegar Tottenham heimsækir Liverpool á Anfield. Báðir hafa þeir verið frábærir í vetur og eru af mörgum taldir tveir bestu leikmenn deildarinnar á leiktíðinni. Brendan Rodgers segir þó umhugsunarefni hversu ólíka meðhöndlun þeir fái í breskum fjölmiðlum.
Á fimmtudaginn mætti Tottenham Inter í Evrópudeildinni og í leiknum fékk Bale enn eitt gula spjaldið í vetur fyrir leikaraskap, þegar hann freistaði þess að fiska vítaspyrnu á Ítalina. Lítið sem ekkert hefur þó verið fjallað um það atvik í breskum fjölmiðlum, þrátt fyrir að enginn leikmaður hafi fengið fleiri spjöld fyrir dýfingar í vetur en Bale. Rodgers segist ekki í vafa um hvaða spurningum hann væri að hamast við að svara ef Suarez hefði átt í hlut.
„Þetta er dálítið merkilegt", segir Rodgers í samtali við The Times. Það var ekki einu sinni minnst á spjaldið í mörgum fjölmiðlum. Ég veit alveg hvernig umræðan væri ef Suarez hefði átt í hlut. Þá gerði ég varla annað en að svara spurningum fréttamanna um óheiðarleika hans og myndir af atvikinu væru út um allt."
„Ég hef áður minnst á þennan mun á umfjöllun og ég tek það fram að mér finnst þetta ekki bara eiga við um Luis heldur líka aðra erlenda leikmenn. Ef breskur leikmaður verður uppvís að leikaraskap þá er það allt í lagi, bara skemmtileg tilraun, en ef útlendingur á í hlut þá verður umfjöllunin allt önnur og harkalegri."
„Luis leggur sig allan fram um að komast inn í breska menningu og passa inn í enska boltann. Hans framganga á velli hefur breyst og hann er að taka sig á. Ég hef falið honum meiri ábyrgð, enda er hann einn af mínum aðalleikmönnum, og hann hefur axlað hana. Hann hefur þroskast í sínum leik frá því að hann kom hingað fyrst. En hann fær allt aðra meðhöndlun í bresku pressunni en Gareth Bale. Það er klárt mál."
Þess má geta að, ef rétt er munað, þá fékk Gareth Bale gult spjald í fyrri leik liðanna á White Hart Lane fyrir að láta sig detta.
TIL BAKA
Fá ólíka meðhöndlun fjölmiðla.

Það er nokkuð ljóst að Luis Suarez og Gareth Bale munu verða miðpunktar athyglinnar á sunnudaginn þegar Tottenham heimsækir Liverpool á Anfield. Báðir hafa þeir verið frábærir í vetur og eru af mörgum taldir tveir bestu leikmenn deildarinnar á leiktíðinni. Brendan Rodgers segir þó umhugsunarefni hversu ólíka meðhöndlun þeir fái í breskum fjölmiðlum.
Á fimmtudaginn mætti Tottenham Inter í Evrópudeildinni og í leiknum fékk Bale enn eitt gula spjaldið í vetur fyrir leikaraskap, þegar hann freistaði þess að fiska vítaspyrnu á Ítalina. Lítið sem ekkert hefur þó verið fjallað um það atvik í breskum fjölmiðlum, þrátt fyrir að enginn leikmaður hafi fengið fleiri spjöld fyrir dýfingar í vetur en Bale. Rodgers segist ekki í vafa um hvaða spurningum hann væri að hamast við að svara ef Suarez hefði átt í hlut.
„Þetta er dálítið merkilegt", segir Rodgers í samtali við The Times. Það var ekki einu sinni minnst á spjaldið í mörgum fjölmiðlum. Ég veit alveg hvernig umræðan væri ef Suarez hefði átt í hlut. Þá gerði ég varla annað en að svara spurningum fréttamanna um óheiðarleika hans og myndir af atvikinu væru út um allt."

„Luis leggur sig allan fram um að komast inn í breska menningu og passa inn í enska boltann. Hans framganga á velli hefur breyst og hann er að taka sig á. Ég hef falið honum meiri ábyrgð, enda er hann einn af mínum aðalleikmönnum, og hann hefur axlað hana. Hann hefur þroskast í sínum leik frá því að hann kom hingað fyrst. En hann fær allt aðra meðhöndlun í bresku pressunni en Gareth Bale. Það er klárt mál."
Þess má geta að, ef rétt er munað, þá fékk Gareth Bale gult spjald í fyrri leik liðanna á White Hart Lane fyrir að láta sig detta.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan