| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Luis gæti náð meti Robbie
Luis Suarez gæti slegið met Robbie Fowler frá leiktíðinni 1995-1996, en þá skoraði „Guð" 28 mörk í Úrvalsdeildinni. Suarez hefur nú skorað 21 mark í deildinni og enn eru 10 leikir eftir.
Leiktíðina 1995-1996 var Robbie Fowler 21 árs gamal og sjóðheitur. Hann spilaði í stórskemmtilegu Liverpool liði Roy Evans sem lenti í 3. sæti í deildinni með 71 stig.
Með honum í framlínunni var dýrasti leikmaður deildarinnar á þessum tíma, Stan Collymore, sem reyndar gaf boltann nánast aldrei að sögn Fowlers og fyrir aftan þá tvo fór hinn ungi Steve McManaman á kostum, en hann átti alls 25 stoðsendingar á þessari leiktíð.
Þegar upp var staðið hafði Fowler skorað 28 mörk, en það dugði ekki til þess að næla í markakóngstitilinn. Alan Shearer sem þá lék með Blackburn Rovers skoraði nefnilega 31 mark.
Brendan Rodgers segir að það sé vel hugsanlegt að Luis Suarez nái að slá met Eowlers.
„Ég held að hann geti allavega sett metið í töluverða hættu", segir Rodgers. Það eru ennþá 10 leikir eftir í deildinni og Luis er sjóðheitur."
„Hann er hreint ótrúlegur leikmaður. Um þessar mundir er verið að ræða hver sé leikmaður ársins. Í mínum huga er það engin spurning. Sá maður sem hefur sýnt mestu fótboltahæfileikana er Luis Suarez."
„Luis er líka ótrúlegur karakter. Þið trúið því kannski ekki en í leiknum gegn Wigan um helgina var hann meiddur. 8 eða 9 leikmenn af hverjum 10 hefðu ekki spilað í því ástandi sem Luis var, en hann heimtaði að fá að spila og skoraði þrennu."
„Hann er alveg með ólíkindum. Að hafa slíkan leikmann í sínu liði gefur manni von. Hann er öðrum til eftirbreytni því hann er tilbúinn að leggja hvað sem er á sig fyrir félagið."
Leiktíðina 1995-1996 var Robbie Fowler 21 árs gamal og sjóðheitur. Hann spilaði í stórskemmtilegu Liverpool liði Roy Evans sem lenti í 3. sæti í deildinni með 71 stig.
Með honum í framlínunni var dýrasti leikmaður deildarinnar á þessum tíma, Stan Collymore, sem reyndar gaf boltann nánast aldrei að sögn Fowlers og fyrir aftan þá tvo fór hinn ungi Steve McManaman á kostum, en hann átti alls 25 stoðsendingar á þessari leiktíð.
Þegar upp var staðið hafði Fowler skorað 28 mörk, en það dugði ekki til þess að næla í markakóngstitilinn. Alan Shearer sem þá lék með Blackburn Rovers skoraði nefnilega 31 mark.
Brendan Rodgers segir að það sé vel hugsanlegt að Luis Suarez nái að slá met Eowlers.
„Ég held að hann geti allavega sett metið í töluverða hættu", segir Rodgers. Það eru ennþá 10 leikir eftir í deildinni og Luis er sjóðheitur."
„Hann er hreint ótrúlegur leikmaður. Um þessar mundir er verið að ræða hver sé leikmaður ársins. Í mínum huga er það engin spurning. Sá maður sem hefur sýnt mestu fótboltahæfileikana er Luis Suarez."
„Luis er líka ótrúlegur karakter. Þið trúið því kannski ekki en í leiknum gegn Wigan um helgina var hann meiddur. 8 eða 9 leikmenn af hverjum 10 hefðu ekki spilað í því ástandi sem Luis var, en hann heimtaði að fá að spila og skoraði þrennu."
„Hann er alveg með ólíkindum. Að hafa slíkan leikmann í sínu liði gefur manni von. Hann er öðrum til eftirbreytni því hann er tilbúinn að leggja hvað sem er á sig fyrir félagið."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan