| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sterkur sigur á Spurs!
Liverpool vann sterkan 3:2 sigur á Tottenham Hotspur eftir að hafa lent marki undir. Óhætt er að segja að liðið hafi sýnt mikinn styrk á Anfield því nú náði liðið sigri þrátt fyrir að leika ekki jafn vel og oft í leikjum sem hafa ekki unnist.
Það var mikið í húfi í ,,Dómkirkjunni" eins og Brendan Rodgers nefndi Anfield Road á dögunum. Segja má að Liverpool hafi orðið fyrir vægu áfalli fyrir leikinn þegar í ljós kom að Jose Reina var ekki leikfær eftir að hafa meiðst á ökkla. Brad Jones kom í markið en hann hefur reyndar staðið sig vel í forföllum Spánverjans á leiktíðinni. Annars var Brendan með sína sterkustu menn eftir að Daniel Sturridge kom inn eftir meiðsli.
Leikurinn fór rólega af stað og ekkert gerðist á upphafskaflanum nema hvað Gareth Bale átti fast skot úr aukaspyrnu sem fór beint á Brad. Hann missti boltann frá sér og bjargað var í horn. Ekki sannfærandi en allt fór vel. Það var svo á 21. mínútu sem Luis Suarez braut ísinn í vetrarsólinni. Þeir Jose Enrique og Philippe Coutinho léku glæsilega saman vinstra megin. Samspil þeirra endaði með því að Jose stakk boltanum inn á vítateiginn og við markteigshornið pikkaði Luis boltanum framhjá Hugo Lloris. Ein ein snilldarafgreiðslan hjá Luis sem er algjörlega óstöðvandi.
Um sex mínútum seinna braust Luis upp hægra megin og skaut úr mjög þröngu færi. Hugo varði og ekkert varð meira úr. Luis hefði þó betur lagt boltann út á Daniel Sturridge sem var frír fyrir miðju marki. Tíu mínútum á eftir fékk Gylfi Þór Sigurðsson upplagt skotfæri við vítateiginn en hann hitti sem betur fer ekki markið. Gestirnir hertu sig undir lok hálfleiksins og náðu að jafna á lokamínútunni. Gareth sendi þá háa sendingu fyrir af hægri kanti sem Belginn Jan Vertonghen skallaði í markið. Tveir varnarmenn Liverpool voru við hann en þeim tókst ekki að skalla frá. Óvænt mark en mark samt!
Þetta óvænta mark í lok hálfleiksins virtist setja leikmenn Liverpool út af laginu því Spurs var sterkara liðið eftir hlé. Á 52. mínútu átti Jermaine Defoe skot sem fór beint á Brad. Mínútu síðar kom Brad engum vörnum við. Gareth sendi aukaspyrnu inn í vítateiginn, boltinn hrökk fyrir fætur Jan sem skoraði með skoti á lofti. Vörn Liverpool var illa á verði en aukaspyrnan hefði aldrei átt að vera dæmd því Gareth lét sig detta eftir að Lucas Leiva hafði sótt að honum!
Leikmenn Spurs voru mun ákveðnari og 57. mínútu var Gareth enn á ferðinni. Hann sendi fyrir frá hægri og Gylfi Þór fékk boltann einn við markteigshornið fjær. Brad og Glen lokuðu þó á hann og skot hans fór af bakverðinum í stöng og framhjá. Þremur mínútum seinna lék Mousa Dembele sig í skotstöðu við vítateiginn. Brad varði fast skot hans en mátti hafa sig við þótt skotið væri beint á hann.
Leikmenn Liverpool voru í vandræðum og Brendan sendi Joe Allen til leiks í staðinn fyrir Philippe. Leikur Liverpool lagaðist heldur en fátt benti til endurkomu þar til óvænt endukomuleið bauðst á 66. mínútu. Kyle Walker tók þá upp á því að senda furðulega sendingu aftur í átt að marki sínu. Hugo kom æðandi út fyrir vítateiginn til að ná boltanum en það var Stewart Downing sem gerði það. Hann lék inn í vítateiginn og skoraði með skoti sem fór á milli fóta Jan sem var búinn að skora tvisvar hinu megin. Sérstakt skot hjá Stewart sem hafði allt markið að miða á en þó færi um stuðningsmenn Liverpool þegar þeir sáu stefnuna á skotinu fór allt vel. Loksins var heppnin með Liverpool og það átti eftir að skipta sköpum!
Steven Gerrard dreif nú menn sína áfram til frekari vinninga og það gaf af sér mark þegar átta mínútur voru eftir. Jermain ætlaði að hreinsa frá marki sínu en boltinn fór þess í stað inn í eigin vítateig í áttina að Luis en áður en hann náði boltanum ruddi Benoit Assou-Ekotto honum um koll. Dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Fyrirliðinn tók spyrnuna, sýndi mikið öryggi og sendi boltann út við stöng hægra megin. Hugo lá í hinu horninu á meðan Steven fagnaði innilega með félögum sínum fyrir framan Kop stúkuna! Gestirnir voru sigraðir og Liverpool sigldi sigri án nokkurra vandræða í örugga höfn á meðan Rauði herinn utan vallar söng þjóðsönginn við raust!
Frábær sigur! Liverpool hefur reyndar oft leikið betur en í þessum leik og liðið var komið í vandræði þegar mistökum Tottenham var refsað með grimmilegum hætti. Þetta hefur ekki oft tekist á leiktíðinni og veit sannarlega á gott. Það er ekki alltaf nóg að leika vel. Styrkur liða sést ekki síður þegar næst að herja fram sigra þegar á móti blæs!
Liverpool: Jones, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Gerrard, Downing, Suarez, Coutinho (Allen 59. mín.) og Sturridge (Henderson 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Skrtel, Shelvey, Sterling og Wisdom.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (21. mín.), Stewart Downing (66. mín.) og Steven Gerrard, víti, (82. mín.).
Gult spjald: Jamie Carragher.
Tottenham Hotpsur: Lloris, Walker, Vertonghen, Dawson, Assou-Ekotto (Carroll 90. mín.), Parker, Livermore (Holtby 84. mín.), Dembele, Bale, Gylfi Þór og Defoe. Ónotaðir varamenn: Friedel, Huddlestone, Gallas, Naughton og Caulker.
Mörk Tottenham: Jan Vertonghen (45. og 53. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.752.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Steven skoraði sigurmarkið af miklu öryggi frá vítapunktinum. En fyrir utan að skora þetta mikilvæga mark lék hann frábærlega. Hann dreif liðið áfram til sigurs eftir að það náði að jafna metin. Enn einn stórleikurinn hjá þessum magnaða leikmanni.
Brendan Rodgers: Það var frábært að ná þremur stigum eftir að hafa spilað eins og við gerðum en mikilvægari var sá skapstyrkur sem við sýndum. Fólk hefur verið að tala um það alla leiktíðina að við höfum ekki unnið neitt af tíu efstu liðunum, svo ekkert af efstu sex og svo efstu fjórum. Leikurinn í dag var mikil prófraun og leikmenn komust í gegnum hana.
Fróðleikur.
- Luis Suarez skoraði í 29. sinn á leiktíðinni.
- Þetta var 50. mark hans og kom það í 91. leiknum.
- Stewart Downing skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni. Hann skoraði í öðrum leik sínum í röð.
- Steven Gerrard skoraði níunda mark sitt á sparktíðinni.
- Hann hefur nú skorað 158 mörk sem eru jafn mörg mörk og Michael Owen skoraði á sínum tíma.
- Jamie Carragher lék sinn 500. deildarleik og 730. í öllum keppnum.
- Liverpool vann loks sigur á Tottenham eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm gegn liðinu.
- Þetta var fyrsta deildartap Spurs frá því í desember.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Steven Gerrard af vefsíðu BBC.
Það var mikið í húfi í ,,Dómkirkjunni" eins og Brendan Rodgers nefndi Anfield Road á dögunum. Segja má að Liverpool hafi orðið fyrir vægu áfalli fyrir leikinn þegar í ljós kom að Jose Reina var ekki leikfær eftir að hafa meiðst á ökkla. Brad Jones kom í markið en hann hefur reyndar staðið sig vel í forföllum Spánverjans á leiktíðinni. Annars var Brendan með sína sterkustu menn eftir að Daniel Sturridge kom inn eftir meiðsli.
Leikurinn fór rólega af stað og ekkert gerðist á upphafskaflanum nema hvað Gareth Bale átti fast skot úr aukaspyrnu sem fór beint á Brad. Hann missti boltann frá sér og bjargað var í horn. Ekki sannfærandi en allt fór vel. Það var svo á 21. mínútu sem Luis Suarez braut ísinn í vetrarsólinni. Þeir Jose Enrique og Philippe Coutinho léku glæsilega saman vinstra megin. Samspil þeirra endaði með því að Jose stakk boltanum inn á vítateiginn og við markteigshornið pikkaði Luis boltanum framhjá Hugo Lloris. Ein ein snilldarafgreiðslan hjá Luis sem er algjörlega óstöðvandi.
Um sex mínútum seinna braust Luis upp hægra megin og skaut úr mjög þröngu færi. Hugo varði og ekkert varð meira úr. Luis hefði þó betur lagt boltann út á Daniel Sturridge sem var frír fyrir miðju marki. Tíu mínútum á eftir fékk Gylfi Þór Sigurðsson upplagt skotfæri við vítateiginn en hann hitti sem betur fer ekki markið. Gestirnir hertu sig undir lok hálfleiksins og náðu að jafna á lokamínútunni. Gareth sendi þá háa sendingu fyrir af hægri kanti sem Belginn Jan Vertonghen skallaði í markið. Tveir varnarmenn Liverpool voru við hann en þeim tókst ekki að skalla frá. Óvænt mark en mark samt!
Þetta óvænta mark í lok hálfleiksins virtist setja leikmenn Liverpool út af laginu því Spurs var sterkara liðið eftir hlé. Á 52. mínútu átti Jermaine Defoe skot sem fór beint á Brad. Mínútu síðar kom Brad engum vörnum við. Gareth sendi aukaspyrnu inn í vítateiginn, boltinn hrökk fyrir fætur Jan sem skoraði með skoti á lofti. Vörn Liverpool var illa á verði en aukaspyrnan hefði aldrei átt að vera dæmd því Gareth lét sig detta eftir að Lucas Leiva hafði sótt að honum!
Leikmenn Spurs voru mun ákveðnari og 57. mínútu var Gareth enn á ferðinni. Hann sendi fyrir frá hægri og Gylfi Þór fékk boltann einn við markteigshornið fjær. Brad og Glen lokuðu þó á hann og skot hans fór af bakverðinum í stöng og framhjá. Þremur mínútum seinna lék Mousa Dembele sig í skotstöðu við vítateiginn. Brad varði fast skot hans en mátti hafa sig við þótt skotið væri beint á hann.
Leikmenn Liverpool voru í vandræðum og Brendan sendi Joe Allen til leiks í staðinn fyrir Philippe. Leikur Liverpool lagaðist heldur en fátt benti til endurkomu þar til óvænt endukomuleið bauðst á 66. mínútu. Kyle Walker tók þá upp á því að senda furðulega sendingu aftur í átt að marki sínu. Hugo kom æðandi út fyrir vítateiginn til að ná boltanum en það var Stewart Downing sem gerði það. Hann lék inn í vítateiginn og skoraði með skoti sem fór á milli fóta Jan sem var búinn að skora tvisvar hinu megin. Sérstakt skot hjá Stewart sem hafði allt markið að miða á en þó færi um stuðningsmenn Liverpool þegar þeir sáu stefnuna á skotinu fór allt vel. Loksins var heppnin með Liverpool og það átti eftir að skipta sköpum!
Steven Gerrard dreif nú menn sína áfram til frekari vinninga og það gaf af sér mark þegar átta mínútur voru eftir. Jermain ætlaði að hreinsa frá marki sínu en boltinn fór þess í stað inn í eigin vítateig í áttina að Luis en áður en hann náði boltanum ruddi Benoit Assou-Ekotto honum um koll. Dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Fyrirliðinn tók spyrnuna, sýndi mikið öryggi og sendi boltann út við stöng hægra megin. Hugo lá í hinu horninu á meðan Steven fagnaði innilega með félögum sínum fyrir framan Kop stúkuna! Gestirnir voru sigraðir og Liverpool sigldi sigri án nokkurra vandræða í örugga höfn á meðan Rauði herinn utan vallar söng þjóðsönginn við raust!
Frábær sigur! Liverpool hefur reyndar oft leikið betur en í þessum leik og liðið var komið í vandræði þegar mistökum Tottenham var refsað með grimmilegum hætti. Þetta hefur ekki oft tekist á leiktíðinni og veit sannarlega á gott. Það er ekki alltaf nóg að leika vel. Styrkur liða sést ekki síður þegar næst að herja fram sigra þegar á móti blæs!
Liverpool: Jones, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Gerrard, Downing, Suarez, Coutinho (Allen 59. mín.) og Sturridge (Henderson 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Skrtel, Shelvey, Sterling og Wisdom.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (21. mín.), Stewart Downing (66. mín.) og Steven Gerrard, víti, (82. mín.).
Gult spjald: Jamie Carragher.
Tottenham Hotpsur: Lloris, Walker, Vertonghen, Dawson, Assou-Ekotto (Carroll 90. mín.), Parker, Livermore (Holtby 84. mín.), Dembele, Bale, Gylfi Þór og Defoe. Ónotaðir varamenn: Friedel, Huddlestone, Gallas, Naughton og Caulker.
Mörk Tottenham: Jan Vertonghen (45. og 53. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.752.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Steven skoraði sigurmarkið af miklu öryggi frá vítapunktinum. En fyrir utan að skora þetta mikilvæga mark lék hann frábærlega. Hann dreif liðið áfram til sigurs eftir að það náði að jafna metin. Enn einn stórleikurinn hjá þessum magnaða leikmanni.
Brendan Rodgers: Það var frábært að ná þremur stigum eftir að hafa spilað eins og við gerðum en mikilvægari var sá skapstyrkur sem við sýndum. Fólk hefur verið að tala um það alla leiktíðina að við höfum ekki unnið neitt af tíu efstu liðunum, svo ekkert af efstu sex og svo efstu fjórum. Leikurinn í dag var mikil prófraun og leikmenn komust í gegnum hana.
Fróðleikur.
- Luis Suarez skoraði í 29. sinn á leiktíðinni.
- Þetta var 50. mark hans og kom það í 91. leiknum.
- Stewart Downing skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni. Hann skoraði í öðrum leik sínum í röð.
- Steven Gerrard skoraði níunda mark sitt á sparktíðinni.
- Hann hefur nú skorað 158 mörk sem eru jafn mörg mörk og Michael Owen skoraði á sínum tíma.
- Jamie Carragher lék sinn 500. deildarleik og 730. í öllum keppnum.
- Liverpool vann loks sigur á Tottenham eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm gegn liðinu.
- Þetta var fyrsta deildartap Spurs frá því í desember.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Steven Gerrard af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan