| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool getur náð fjórða sigurleiknum í röð í Úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið heimsækir Southampton á suðurströnd Englands. Í fyrri leik liðanna skoraði Daniel Agger sigurmarkið í 1-0 sigri okkar manna.
Liverpool liðið hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hefur ekki tapað leik í deildinni síðan 11. febrúar þegar WBA vann nokkuð ósanngjarnan 2-0 sigur á Anfield. Liðið er nú í 6. sæti með 45 stig, aðeins 7 stigum frá Chelsea í 4. sætinu og 2 stigum á eftir Arsenal sem er í 5. sæti. Að vísu á Arsenal leik til góða.
Það er ekki annað að sjá en að liðið sé loks að ná vopnum sínum undir stjórn Brendan Rodgers, en byrjunin á tímabilinu var vægast sagt dapurleg eins og við vitum öll. Að minnsta kosti uppskeran. Ef litið er á gengi liðsins í deildinni frá því í lok nóvember sést að aðeins Manchester United og Tottenham geta státað af betri árangri en okkar menn.
Það er því margt jákvætt í spilunum hjá Liverpool en það sem ég hef áhyggjur af er eilíft blaður leikmanna um að liðið geti enn náð 4. sætinu. Það kvak hefur ævinlega farið af stað eftir sigurleiki og oftar en ekki er eins og leikmenn nái ekki að höndla pressuna sem þeir setja á sig.
Þessvegna hefði ég hreinlega kosið að Brendan bannaði mönnum að ræða 4.sætið við fjölmiðla. En því er ekki að heilsa. Nú er hann sjálfur farinn að gæla við það í fjölmiðlum. Lét hafa það eftir sér í vikunni að Chelsea og Arsenal væru eflaust farinn að finna hvernig Liverpool væri farið að anda ofan í hálsmálið á þeim. Ég skal ekki segja. Kannski gengur þessi sálfræðihernaður upp hjá Rodgers, en einhvernveginn hefur mér fundist okkar lið ansi slappt í slíkum hernaði, allt frá að Benítez reyndi að etja kappi við Ferguson á sínum tíma.
Það er ekki annað að sjá en að liðið sé loks að ná vopnum sínum undir stjórn Brendan Rodgers, en byrjunin á tímabilinu var vægast sagt dapurleg eins og við vitum öll. Að minnsta kosti uppskeran. Ef litið er á gengi liðsins í deildinni frá því í lok nóvember sést að aðeins Manchester United og Tottenham geta státað af betri árangri en okkar menn.
Það er því margt jákvætt í spilunum hjá Liverpool en það sem ég hef áhyggjur af er eilíft blaður leikmanna um að liðið geti enn náð 4. sætinu. Það kvak hefur ævinlega farið af stað eftir sigurleiki og oftar en ekki er eins og leikmenn nái ekki að höndla pressuna sem þeir setja á sig.
Þessvegna hefði ég hreinlega kosið að Brendan bannaði mönnum að ræða 4.sætið við fjölmiðla. En því er ekki að heilsa. Nú er hann sjálfur farinn að gæla við það í fjölmiðlum. Lét hafa það eftir sér í vikunni að Chelsea og Arsenal væru eflaust farinn að finna hvernig Liverpool væri farið að anda ofan í hálsmálið á þeim. Ég skal ekki segja. Kannski gengur þessi sálfræðihernaður upp hjá Rodgers, en einhvernveginn hefur mér fundist okkar lið ansi slappt í slíkum hernaði, allt frá að Benítez reyndi að etja kappi við Ferguson á sínum tíma.
Southampton liðinu hefur ekki gengið sem best í vetur þrátt fyrir að leika yfirleitt nokkuð góðan fótbolta. Óstöðugleiki í öftustu víglínu hefur verið þeim dýr og sem stendur er liðið í 16. sæti, einungis fjórum stigum fyrir ofan Wigan sem er í þriðja neðsta sæti. Wigan á aukinheldur leik til góða á drengina frá Southampton þannig að hlutirnir gætu verið bjartari í suðrinu.
Það er orðið ansi langt síðan Liverpool fór síðast á St.Mary´s, heimavöll Southampton, en liðin mættust þar síðast í Úrvalsdeild í janúar 2005. Steven Gerrard og Jamie Carragher voru báðir þátttakendur í þeim leik, einir núverandi leikmanna Liverpool. Sá leikur endaði 2-0 fyrir Southampton, eins og reyndar 3 af 4 síðustu heimaleikjum Southampton gegn okkar mönnum.
Liverpool hefur ekki gengið allt of vel að skora gegn Southampton, en í síðustu sex viðureignum liðanna hafa okkar menn einungis skorað 4 mörk.
Það er ljóst að á morgun mætast lið í ólíkri stöðu. Liverpool er á góðu skriði og eygir nú Evrópusæti. Southampton er hinsvegar að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni. Það breytir því ekki að ég er ansi hræddur um að okkar menn komist harkalega niður á jörðina á morgun. Spá mín er öruggur 2-0 sigur heimamanna í leik þar sem deyfð og vanmat mun einkenna Liverpool liðið.
Mikið óskaplega vona ég samt að ég hafi kolrangt fyrir mér. YNWA
Það er orðið ansi langt síðan Liverpool fór síðast á St.Mary´s, heimavöll Southampton, en liðin mættust þar síðast í Úrvalsdeild í janúar 2005. Steven Gerrard og Jamie Carragher voru báðir þátttakendur í þeim leik, einir núverandi leikmanna Liverpool. Sá leikur endaði 2-0 fyrir Southampton, eins og reyndar 3 af 4 síðustu heimaleikjum Southampton gegn okkar mönnum.
Liverpool hefur ekki gengið allt of vel að skora gegn Southampton, en í síðustu sex viðureignum liðanna hafa okkar menn einungis skorað 4 mörk.
Það er ljóst að á morgun mætast lið í ólíkri stöðu. Liverpool er á góðu skriði og eygir nú Evrópusæti. Southampton er hinsvegar að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni. Það breytir því ekki að ég er ansi hræddur um að okkar menn komist harkalega niður á jörðina á morgun. Spá mín er öruggur 2-0 sigur heimamanna í leik þar sem deyfð og vanmat mun einkenna Liverpool liðið.
Mikið óskaplega vona ég samt að ég hafi kolrangt fyrir mér. YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan