| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Magalending á suðurströndinni
Liverpool fékk harkalega lendingu eftir gott flug undanfarið, þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Southampton á St. Mary´s í dag.
Brendan Rodgers gerði tvær breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Tottenham um liðna helgi. Martin Skrtel kom inn í liðið á ný fyrir Jamie Carragher, en Carragher mun vera lítillega tognaður aftan á læri. Þá var Joe Allen í byrjunarliðinu á kostnað Lucas Leiva. Brad Jones hélt stöðu sinni í markinu þar sem Pepe Reina hefur ekki enn náð sér að fullu af sínum meiðslum. Þá vakti það nokkra athygli að hinn ungi Jordan Ibe var á bekknum í fyrsta sinn í vetur.
Southampton byrjaði leikinn af miklu meiri krafti en Liverpool og strax á 6. mínútu var fyrsta markið komið. Það skoraði Morgan Schneiderlin eftir að hafa stungið sér fyrir Martin Skrtel til að ná sendingu frá Jay Rodriguez. Staðan 1-0 og okkar menn ekki enn mættir til leiks.
Á næstu mínútum voru heimamenn áfram mun hættulegri en gestirnir frá Bítlaborginni og Adam Lallana, Jay Rodriguez og Rickie Lambert hefðu allir getað skorað eitt mark eða fleiri á þeim kafla. Hættulegasta færið fékk Rickie Lambert á 11. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir, en sem betur fer tókst Brad Jones að verja skot hans.
Svona hélt leikurinn einfaldlega áfram. Liverpool leikmennirnir hreyfðust varla á vellinum og voru yfirspilaðir af baráttuglöðum og vel skipulögðum leikmönnum Southampton.
Á 32. mínútu kom annað mark leiksins. Það skoraði Rickie Lambert úr aukaspyrnu, en boltinn hafði viðkomu í afturenda Daniel Sturridge sem sá sig af einhverjum ástæðum knúinn til þess að snúa sér í hálfhring í varnarveggnum, svona rétt til þess að boltinn kæmist örugglega framhjá honum. Staðan orðin 2-0 á St.Mary´s og forysta heimamanna fyllilega verðskulduð.
Það var ekki fyrr en á 40. mínútu sem okkar menn fengu fyrsta færi sitt í leiknum, en þá sendi Glen Johnson góða sendingu innfyrir vörn heimamanna á Coutinho sem komst einn á móti Artur Boruc í marki Southampton. Pólverjinn kom vel út á móti Brasilíumanninum sem setti boltann rétt framhjá.
Á 45. mínútu náði Liverpool að minnka muninn, þvert gegn gangi leiksins. Þar var Coutinho að verki eftir heilmikið klafs í teignum. Staðan orðin 2-1 og okkar menn í raun ljónheppnir að vera einungis einu marki undir í leikhléi.
Lucas Leiva kom inn fyrir Joe Allen í hálfleik og Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af heldur meiri krafti en liðið hafði sýnt í þeim fyrri. Á 51. mínútu skoraði Coutinho reyndar mark, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Á 54. mínútu fékk Sturridge síðan ágætt færi inn í teignum en skot hans fór langt framhjá.
Þegar hér var komið sögu var komin úrhellisrigning á St.Mary´s og leikmenn áttu í mesta basli með að fóta sig á vellinum. Á 58. mínútu hjálpaði bleytan okkar mönnum ekki þegar Lucas átti glæsilega sendingu inn fyrir vörnina á Suarez. Boltinn lenti rétt við fætur Suarez sem var kominn aleinn í gegn, en spýttist áfram í blautu grasinu og svo að segja beint í hendur Boruc.
Á 78. mínútu var Adam Lallana nálægt því að gera út um leikinn þegar hann komst einn inn fyrir arfaslaka vörn Liverpool. Brad Jones kom vel út á móti honum og varði meistaralega frá fyrirliða heimamanna.
En tveimur mínútum síðar veittu „dýrlingarnir" okkar mönnum náðarhöggið. Þá skoraði Jay Rodriguez mark eftir að hafa labbað framhjá bæði Lucas og Skrtel og skotið að marki. Jones varði vel en Rodriguez átti ekki í nokkrum vandræðum með að hirða frákastið með hrúgu af sofandi rauðliðum í kringum sig og renna boltanum í autt markið. Staðan orðin 3-1 og úrslitin ráðin.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert fyrir utan ágæta rispu Glen Johnson inn í teig heimamanna sem endaði með því að Enrique fékk boltann í þröngu færi á fjærstöng og setti hann í hliðarnetið. Lokatölur á St.Mary´s 3-1 fyrir fríska heimamenn gegn afleitu Liverpool liði.
Liverpool: Jones, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Allen (Lucas á 46. mín.), Gerrard, Downing, Coutinho, Sturridge (Henderson á 84. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wisdom, Ibe, Shelvey og Suso.
Mark Liverpool: Coutinho
Gult spjald: Luis Suarez.
Southampton: Boruc, Clyne, Yoshida, Hooiveld (Fonte á 32. mín.), Schneiderlin, Shaw, Rodriguez, Cork, Lallana (Guly á 84. mín.), Ramirez (S.Davis á 55. mín.) og Lambert. Ónotaðir varamenn: K.Davis, Puncheon, Furry, Ward-Prowse.
Mörk Southampton: Schneiderlin, Lambert og Rodriguez
Áhorfendur á St.Mary´s: 32,070
Maður leiksins: Þrátt fyrir að hafa fengið á sig 3 mörk í dag var Brad Jones líklega besti leikmaður Liverpool í dag. Hann bjargaði nokkrum sinnum mjög vel og Liverpool getur þakkað honum fyrir að tapið varð ekki ennþá stærra í dag. Jose Enrique stóð sig einnig ágætlega, en aðrir leikmenn mega hreinlega skammast sín fyrir frammistöðuna í dag.
Brendan Rodgers: Við spiluðum illa í dag og mættum ekki til leiks fyrr en við vorum komnir 2-0 undir. Það gengur vitanlega ekki upp.
- Í síðustu sjö viðureignum Liverpool og Southampton hefur Liverpool aðeins tekist að skora fimm mörk.
- Fjórir af síðustu fimm heimaleikjum Southampton gegn Liverpool hafa endað með tveggja marka sigri heimamanna.
- Það eru rúm 8 ár síðan Liverpool heimsótti Southampton í efstu deild. Fyrir leikinn í dag höfðu liðin ekki mæst á St.Mary´s síðan í janúar 2005. Þess má geta að Steven Gerrard og Jamie Carragher voru báðir þátttakendur í þeim leik, einir núverandi leikmanna liðsins.
- Jordan Ibe var í fyrsta sinn í aðalliðshópi Liverpool.
- Phillipe Coutinho skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
Brendan Rodgers gerði tvær breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn Tottenham um liðna helgi. Martin Skrtel kom inn í liðið á ný fyrir Jamie Carragher, en Carragher mun vera lítillega tognaður aftan á læri. Þá var Joe Allen í byrjunarliðinu á kostnað Lucas Leiva. Brad Jones hélt stöðu sinni í markinu þar sem Pepe Reina hefur ekki enn náð sér að fullu af sínum meiðslum. Þá vakti það nokkra athygli að hinn ungi Jordan Ibe var á bekknum í fyrsta sinn í vetur.
Southampton byrjaði leikinn af miklu meiri krafti en Liverpool og strax á 6. mínútu var fyrsta markið komið. Það skoraði Morgan Schneiderlin eftir að hafa stungið sér fyrir Martin Skrtel til að ná sendingu frá Jay Rodriguez. Staðan 1-0 og okkar menn ekki enn mættir til leiks.
Á næstu mínútum voru heimamenn áfram mun hættulegri en gestirnir frá Bítlaborginni og Adam Lallana, Jay Rodriguez og Rickie Lambert hefðu allir getað skorað eitt mark eða fleiri á þeim kafla. Hættulegasta færið fékk Rickie Lambert á 11. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir, en sem betur fer tókst Brad Jones að verja skot hans.
Svona hélt leikurinn einfaldlega áfram. Liverpool leikmennirnir hreyfðust varla á vellinum og voru yfirspilaðir af baráttuglöðum og vel skipulögðum leikmönnum Southampton.
Á 32. mínútu kom annað mark leiksins. Það skoraði Rickie Lambert úr aukaspyrnu, en boltinn hafði viðkomu í afturenda Daniel Sturridge sem sá sig af einhverjum ástæðum knúinn til þess að snúa sér í hálfhring í varnarveggnum, svona rétt til þess að boltinn kæmist örugglega framhjá honum. Staðan orðin 2-0 á St.Mary´s og forysta heimamanna fyllilega verðskulduð.
Það var ekki fyrr en á 40. mínútu sem okkar menn fengu fyrsta færi sitt í leiknum, en þá sendi Glen Johnson góða sendingu innfyrir vörn heimamanna á Coutinho sem komst einn á móti Artur Boruc í marki Southampton. Pólverjinn kom vel út á móti Brasilíumanninum sem setti boltann rétt framhjá.
Á 45. mínútu náði Liverpool að minnka muninn, þvert gegn gangi leiksins. Þar var Coutinho að verki eftir heilmikið klafs í teignum. Staðan orðin 2-1 og okkar menn í raun ljónheppnir að vera einungis einu marki undir í leikhléi.
Lucas Leiva kom inn fyrir Joe Allen í hálfleik og Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af heldur meiri krafti en liðið hafði sýnt í þeim fyrri. Á 51. mínútu skoraði Coutinho reyndar mark, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Á 54. mínútu fékk Sturridge síðan ágætt færi inn í teignum en skot hans fór langt framhjá.
Þegar hér var komið sögu var komin úrhellisrigning á St.Mary´s og leikmenn áttu í mesta basli með að fóta sig á vellinum. Á 58. mínútu hjálpaði bleytan okkar mönnum ekki þegar Lucas átti glæsilega sendingu inn fyrir vörnina á Suarez. Boltinn lenti rétt við fætur Suarez sem var kominn aleinn í gegn, en spýttist áfram í blautu grasinu og svo að segja beint í hendur Boruc.
Á 78. mínútu var Adam Lallana nálægt því að gera út um leikinn þegar hann komst einn inn fyrir arfaslaka vörn Liverpool. Brad Jones kom vel út á móti honum og varði meistaralega frá fyrirliða heimamanna.
En tveimur mínútum síðar veittu „dýrlingarnir" okkar mönnum náðarhöggið. Þá skoraði Jay Rodriguez mark eftir að hafa labbað framhjá bæði Lucas og Skrtel og skotið að marki. Jones varði vel en Rodriguez átti ekki í nokkrum vandræðum með að hirða frákastið með hrúgu af sofandi rauðliðum í kringum sig og renna boltanum í autt markið. Staðan orðin 3-1 og úrslitin ráðin.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert fyrir utan ágæta rispu Glen Johnson inn í teig heimamanna sem endaði með því að Enrique fékk boltann í þröngu færi á fjærstöng og setti hann í hliðarnetið. Lokatölur á St.Mary´s 3-1 fyrir fríska heimamenn gegn afleitu Liverpool liði.
Liverpool: Jones, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Allen (Lucas á 46. mín.), Gerrard, Downing, Coutinho, Sturridge (Henderson á 84. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wisdom, Ibe, Shelvey og Suso.
Mark Liverpool: Coutinho
Gult spjald: Luis Suarez.
Southampton: Boruc, Clyne, Yoshida, Hooiveld (Fonte á 32. mín.), Schneiderlin, Shaw, Rodriguez, Cork, Lallana (Guly á 84. mín.), Ramirez (S.Davis á 55. mín.) og Lambert. Ónotaðir varamenn: K.Davis, Puncheon, Furry, Ward-Prowse.
Mörk Southampton: Schneiderlin, Lambert og Rodriguez
Áhorfendur á St.Mary´s: 32,070
Maður leiksins: Þrátt fyrir að hafa fengið á sig 3 mörk í dag var Brad Jones líklega besti leikmaður Liverpool í dag. Hann bjargaði nokkrum sinnum mjög vel og Liverpool getur þakkað honum fyrir að tapið varð ekki ennþá stærra í dag. Jose Enrique stóð sig einnig ágætlega, en aðrir leikmenn mega hreinlega skammast sín fyrir frammistöðuna í dag.
Brendan Rodgers: Við spiluðum illa í dag og mættum ekki til leiks fyrr en við vorum komnir 2-0 undir. Það gengur vitanlega ekki upp.
Fróðleikur
- Í síðustu sjö viðureignum Liverpool og Southampton hefur Liverpool aðeins tekist að skora fimm mörk.
- Fjórir af síðustu fimm heimaleikjum Southampton gegn Liverpool hafa endað með tveggja marka sigri heimamanna.
- Það eru rúm 8 ár síðan Liverpool heimsótti Southampton í efstu deild. Fyrir leikinn í dag höfðu liðin ekki mæst á St.Mary´s síðan í janúar 2005. Þess má geta að Steven Gerrard og Jamie Carragher voru báðir þátttakendur í þeim leik, einir núverandi leikmanna liðsins.
- Jordan Ibe var í fyrsta sinn í aðalliðshópi Liverpool.
- Phillipe Coutinho skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan