| Heimir Eyvindarson

Spáð í spilin

Liverpool heimsækir Reading á laugardaginn í Úrvalsdeildinni. Það má búast við hörkuleik þar sem heimamenn eru svo sannarlega með bakið upp að vegg í deildinni eftir afleitt gengi í vetur.

Reading liðið er í afar slæmri stöðu í deildinni. Liðið situr í neðsta sæti Úrvalsdeildar með 23 stig eftir 32 leiki, 8 stigum minna en Wigan og Sunderland sem verma þriðja og fjórða neðsta sætið. Það verður því að teljast harla ólíklegt að Reading liðið spili í Úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Okkar menn eru sem stendur í 7. sæti og geta með sigri saxað á forskot Everton og Arsenal sem eru í fimmta og sjötta sæti.

Síðasti leikur Liverpool var gegn West Ham um liðna helgi og þá tókst liðinu ekki að skora mark fram hjá þéttri vörn Lundúnaliðsins, þrátt fyrir að vera með boltann nálægt 80% leiktímans.

Það verður að segjast eins og er að tölfræðilega eru ekki miklar líkur á því að Liverpool leiki annan leikinn í röð án þess að skora mark því Reading liðið hefur fengið á sig hvorki fleiri né færri en 63 mörk í vetur. Geri aðrir betur!

Það er ekki ólíklegt að Brendan Rodgers stilli upp sama liði og gegn West Ham um liðna helgi, en þó er ekki loku fyrir það skotið að Daniel Sturridge fái tækifæri í byrjunarliðinu. Það er þara spurning á kostnað hvers.

Það er afar mikilvægt að Luis Suarez komi sér í sinn rétta gír á morgun, en hann hefur verið dálítið ólíkur sjálfum sér í undanförnum leikjum. Ef hann kemst í gírinn þá vinnur Liverpool næsta auðveldan sigur. 

Mín spá er sú að Liverpool nái naumum sigri gegn Nigel Adkins og lærisveinum hans í Reading. Lokatölur verðu 2-1 fyrir Liverpool.

YNWA

  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan