| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Annað markalausa jafnteflið í röð
Liverpool náði ekki að skora mark gegn Reading í dag þrátt fyrir að hafa fengið til þess fjölmörg færi. Niðurstaðan 0-0 jafntefli rétt eins og gegn West Ham um liðna helgi.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á liði sínu frá leiknum við West Ham. Daniel Sturridge kom inní liðið í stað Stewart Downing.
Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömb Hillsborough slyssins, en á mánudaginn verða 24 ár liðin frá þeim skelfilega harmleik.
Leikurinn byrjaði fjörlega í rigningunni og kuldanum í Reading. Liverpool náði fljótt undirtökunum í leiknum og átti nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik.
Á 14. mínútu leit fyrsta dauðafærið af mörgum í leiknum dagsins ljós, en þá vippaði Luis Suarez yfir Alex McCarthy markvörð heimamanna, sem átti eftir að koma mikið við sögu í leiknum. Chris Gunter bjargaði hinsvegar á marklínunni og Reading slapp með skrekkinn. Ekki í síðasta sinn.
Á næstu mínútum voru Coutinho, Suarez og Sturridge allir líklegir til þess að skora en næsta stóra færi kom á 34. mínútu þegar varnarmaður Reading sendi boltann svo að segja beint á Suarez sem komst einn gegn McCarthy. Markvörðurinn knái sá hinsvegar við honum og varði boltann út í teig. Þar var Gerrard mættur og skaut að marki, en varnarmenn heimamanna náðu að verjast skoti fyrirliðans.
Fimm mínútum síðar var Coutinho skyndilega kominn í gott færi eftir vandræðagang Reading en skot hans fór yfir markið.
Undir lok fyrri hálfleiks var síðan með hreinum ólíkindum að okkar menn skyldu ekki ná að skora. Fyrst átti Henderson gott skot að markinu eftir undirbúning Sturridge, en varnarmaður Reading kastaði sér fyrir skotið og kom boltanum í horn. Upp úr horninu fékk Sturridge síðan dauðafæri inn í markteig, en Mc Carthy varði skot hans vel. Staðan 0-0 í hálfleik og gestirnir frá Liverpool búnir að eiga 12 skot að marki heimamanna.
Á 49. mínútu skoraði Coutinho glæsilegt mark með hælspyrnu, eftir sendingu frá Steven Gerrard, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Á 64. mínútu vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar Jobi McAnuff fór niður í teignum eftir viðskipti við Stewart Downing. MarK Clattenburg góður dómari leiksins sá hinsvegar enga ástæðu til að aðhafast nokkuð. Sem betur fer.
Mínútu síðar lagði Daniel Sturridge boltann upp fyrir Coutinho sem skaut laglegu innanfótarskoti að marki Reading úr ljómandi góðu færi. Boltinn strauk stöngina og fór aftur fyrir markið.
Hlutirnir gerður hratt á Madejski því mínútu síðar fengu heimamenn í Reading besta færi leiksins fram að þessu. Pavel Progrebnyak sendi þá boltann á Noel Hunt sem náði skoti á markið af markteigslínunni þrátt fyrir að vera aðþrengdur af Daniel Agger. Til allrar hamingju varði Pepe Reina glæsilega og okkar menn sluppu með skrekkinn.
Aðeins tveimur mínútum síðar voru leikmenn Reading aftur komnir í gott færi þegar Reina misreiknaði úthlaup eftir innkast. Varnarmenn Liverpool náðu að bjarga málum fyrir horn, en það mátti litlu muna. Tvö dauðafæri í röð hjá heimamönnum og allt útlit fyrir að þeir væru að ná yfirhöndinni á vellinum.
Á næstu mínútum voru heimamenn heldur sterkari aðilinn í leiknum og var helst að merkja að okkar menn væru búnir að gefa upp alla von um að ná að skora mark í leiknum. Undir lok leiksins hrukku þeir svo aftur í gang og síðustu 9 mínútur leiksins, ef uppbótartíminn er talinn með, eru einhverjir þær ótrúlegustu sem maður hefur séð í vetur. Alex McCarthy markvörður Reading var aðalmaðurinn á þeim kafla.
Á 85. mínútu átti Stewart Downing sem hafði komið inn sem varamaður fyrir Henderson gott skot að marki heimamanna eftir undirbúning Sturridge, en boltinn fór í stöng og aftur fyrir.
Nokkrum andartökum síðar sendi Downing boltann á Gerrard sem skaut frábæru innanfótarskoti að marki heimamanna en McCarthy varði glæsilega í horn. Upp úr hornspyrnunni fékk Suarez gott færi en aftur varði McCarthy frábærlega.
Á 87. mínútu átti Downing máttleysislegt skot að marki sem McCarthy varði auðveldlega.
Á 90. mínútu fékk Sturridge dauðafæri eftir að Suarez lét boltann fara, en skot Sturridge fór yfir markið.
Skömmu síðar, í uppbótartíma, var Suarez á ferðinni með skot af stuttu færi en McCarthy varði ótrúlega vel. Hreint óskiljanlegt að ekkert mark hefði litið dagsins ljós og ekki að undra að sóknarmenn Liverpool klóruðu sér í hausnum.
Á 93. mínútu átti Gerrard frábært skot frá vítateigshorninu en enn og aftur varði McCarthy vel. Niðurstaðan á Madejski svekkjandi markalaust jafntefli í leik þar sem okkar menn áttu um það bil 30 skot að marki Reading en náðu ekki að koma boltanum í netið.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Jose Enrique, Lucas, Gerrard, Henderson (Downing, 58. mín.), Sturridge, Coutinho, Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Suso og Assaidi.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Reading: McCarthy, Gunter, Morrison, Mariappa, Kelly, Caracan (Carrico á 58. mín.), Guthrie, McAnuff, McCleary, Hunt (LeFondre á 79. mín.) og Progrebnyak (Blackman á 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Pearce, Leigertwood, Harte og Taylor.
Gul spjöld: Carrico og Danny Guthrie fyrrum Liverpool maður.
Áhorfendur á Madejski: 24.139.
Maður leiksins: Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir yfirburði okkar manna á löngum köflum í þessum leik fengu heimamenn nokkur dauðafæri til þess að stela sigrinum. Tvisvar bjargaði Pepe Reina virkilega vel og fyrir það fær hann nafnbótina að þessu sinni. Við lítum framhjá því að eitt þessara færi kom eftir mistök hans. Það er erfitt að standa vaktina í markinu þegar lítið sem ekkert er að gera og það verður að teljast ánægjulegt að þessi frábæri markvörður virðist óðum vera að komast í sitt rétta form.
Brendan Rodgers: ,,Við sköpuðum mörg færi í leiknum. Við áttum hátt í 30 skot að markinu og þar af fóru heil 14 skot á rammann. Þar stóð hinsvegar Alex McCarthy og varði eins og berserkur. Ég veit bara ekki hvernig við hefðum átt að koma boltanum framhjá honum í dag. Hann var ótrúlegur."
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér má sjá minningarathöfnina fyrir leikinn.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á liði sínu frá leiknum við West Ham. Daniel Sturridge kom inní liðið í stað Stewart Downing.
Leikurinn byrjaði fjörlega í rigningunni og kuldanum í Reading. Liverpool náði fljótt undirtökunum í leiknum og átti nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik.
Á 14. mínútu leit fyrsta dauðafærið af mörgum í leiknum dagsins ljós, en þá vippaði Luis Suarez yfir Alex McCarthy markvörð heimamanna, sem átti eftir að koma mikið við sögu í leiknum. Chris Gunter bjargaði hinsvegar á marklínunni og Reading slapp með skrekkinn. Ekki í síðasta sinn.
Á næstu mínútum voru Coutinho, Suarez og Sturridge allir líklegir til þess að skora en næsta stóra færi kom á 34. mínútu þegar varnarmaður Reading sendi boltann svo að segja beint á Suarez sem komst einn gegn McCarthy. Markvörðurinn knái sá hinsvegar við honum og varði boltann út í teig. Þar var Gerrard mættur og skaut að marki, en varnarmenn heimamanna náðu að verjast skoti fyrirliðans.
Fimm mínútum síðar var Coutinho skyndilega kominn í gott færi eftir vandræðagang Reading en skot hans fór yfir markið.
Undir lok fyrri hálfleiks var síðan með hreinum ólíkindum að okkar menn skyldu ekki ná að skora. Fyrst átti Henderson gott skot að markinu eftir undirbúning Sturridge, en varnarmaður Reading kastaði sér fyrir skotið og kom boltanum í horn. Upp úr horninu fékk Sturridge síðan dauðafæri inn í markteig, en Mc Carthy varði skot hans vel. Staðan 0-0 í hálfleik og gestirnir frá Liverpool búnir að eiga 12 skot að marki heimamanna.
Á 49. mínútu skoraði Coutinho glæsilegt mark með hælspyrnu, eftir sendingu frá Steven Gerrard, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Á 64. mínútu vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar Jobi McAnuff fór niður í teignum eftir viðskipti við Stewart Downing. MarK Clattenburg góður dómari leiksins sá hinsvegar enga ástæðu til að aðhafast nokkuð. Sem betur fer.
Mínútu síðar lagði Daniel Sturridge boltann upp fyrir Coutinho sem skaut laglegu innanfótarskoti að marki Reading úr ljómandi góðu færi. Boltinn strauk stöngina og fór aftur fyrir markið.
Hlutirnir gerður hratt á Madejski því mínútu síðar fengu heimamenn í Reading besta færi leiksins fram að þessu. Pavel Progrebnyak sendi þá boltann á Noel Hunt sem náði skoti á markið af markteigslínunni þrátt fyrir að vera aðþrengdur af Daniel Agger. Til allrar hamingju varði Pepe Reina glæsilega og okkar menn sluppu með skrekkinn.
Aðeins tveimur mínútum síðar voru leikmenn Reading aftur komnir í gott færi þegar Reina misreiknaði úthlaup eftir innkast. Varnarmenn Liverpool náðu að bjarga málum fyrir horn, en það mátti litlu muna. Tvö dauðafæri í röð hjá heimamönnum og allt útlit fyrir að þeir væru að ná yfirhöndinni á vellinum.
Á næstu mínútum voru heimamenn heldur sterkari aðilinn í leiknum og var helst að merkja að okkar menn væru búnir að gefa upp alla von um að ná að skora mark í leiknum. Undir lok leiksins hrukku þeir svo aftur í gang og síðustu 9 mínútur leiksins, ef uppbótartíminn er talinn með, eru einhverjir þær ótrúlegustu sem maður hefur séð í vetur. Alex McCarthy markvörður Reading var aðalmaðurinn á þeim kafla.
Á 85. mínútu átti Stewart Downing sem hafði komið inn sem varamaður fyrir Henderson gott skot að marki heimamanna eftir undirbúning Sturridge, en boltinn fór í stöng og aftur fyrir.
Nokkrum andartökum síðar sendi Downing boltann á Gerrard sem skaut frábæru innanfótarskoti að marki heimamanna en McCarthy varði glæsilega í horn. Upp úr hornspyrnunni fékk Suarez gott færi en aftur varði McCarthy frábærlega.
Á 87. mínútu átti Downing máttleysislegt skot að marki sem McCarthy varði auðveldlega.
Á 90. mínútu fékk Sturridge dauðafæri eftir að Suarez lét boltann fara, en skot Sturridge fór yfir markið.
Skömmu síðar, í uppbótartíma, var Suarez á ferðinni með skot af stuttu færi en McCarthy varði ótrúlega vel. Hreint óskiljanlegt að ekkert mark hefði litið dagsins ljós og ekki að undra að sóknarmenn Liverpool klóruðu sér í hausnum.
Á 93. mínútu átti Gerrard frábært skot frá vítateigshorninu en enn og aftur varði McCarthy vel. Niðurstaðan á Madejski svekkjandi markalaust jafntefli í leik þar sem okkar menn áttu um það bil 30 skot að marki Reading en náðu ekki að koma boltanum í netið.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Jose Enrique, Lucas, Gerrard, Henderson (Downing, 58. mín.), Sturridge, Coutinho, Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Suso og Assaidi.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Reading: McCarthy, Gunter, Morrison, Mariappa, Kelly, Caracan (Carrico á 58. mín.), Guthrie, McAnuff, McCleary, Hunt (LeFondre á 79. mín.) og Progrebnyak (Blackman á 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Pearce, Leigertwood, Harte og Taylor.
Gul spjöld: Carrico og Danny Guthrie fyrrum Liverpool maður.
Áhorfendur á Madejski: 24.139.
Maður leiksins: Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir yfirburði okkar manna á löngum köflum í þessum leik fengu heimamenn nokkur dauðafæri til þess að stela sigrinum. Tvisvar bjargaði Pepe Reina virkilega vel og fyrir það fær hann nafnbótina að þessu sinni. Við lítum framhjá því að eitt þessara færi kom eftir mistök hans. Það er erfitt að standa vaktina í markinu þegar lítið sem ekkert er að gera og það verður að teljast ánægjulegt að þessi frábæri markvörður virðist óðum vera að komast í sitt rétta form.
Brendan Rodgers: ,,Við sköpuðum mörg færi í leiknum. Við áttum hátt í 30 skot að markinu og þar af fóru heil 14 skot á rammann. Þar stóð hinsvegar Alex McCarthy og varði eins og berserkur. Ég veit bara ekki hvernig við hefðum átt að koma boltanum framhjá honum í dag. Hann var ótrúlegur."
Hér er viðtal við Brendan Rodgers.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Hér má sjá minningarathöfnina fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan