| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafnað á allra síðustu stundu!
Liverpool herjaði fram jafntefli gegn Chelsea með marki á allra síðustu stundu. Núverandi lærisveinar Rafael Benítez leiddu tvívegis en fyrrverandi lærlingar hans gáfust ekki upp og niðurstaðan varð 2:2 jafntefli í mögnuðum leik.
Rafael Benítez fékk höfðinglegar móttökur þegar hann gekk til leiks og það leið ekki á löngu þar til stuðningsmenn Liverpool voru farnir að kyrja nafn hans eins og þeir höfðu svo oft gert fyrr á árum. Hann kunni því vel og veifaði í átt að Kop stúkunni. Segja má að stuðningsmenn Liverpool hafði hyllt hann í leiknum á meðan fylgismenn Chelsea hafi hreytt í hann.
Það var rafmagnað andrúmsloft á Anfield þegar leikurinn hófst en hann var rólegur til að byrja með og fátt hafði gerst þegar Chelsea komst yfir á 26. mínútu. Emboaba Oscar skallaði þá í mark eftir horn frá hægri. Jose kom við boltann en náði ekki að verja og Chelsea komið yfir. Slök vörn hjá Liverpool og ekki síst í ljósi þess að Oscar er með minni mönnum. Rétt á eftir fékk Chelsea aukaspyrnu utan vítateigs sem David Luiz tók. Hann lét vaða á markið. Boltinn fór beint á Jose en hann misreiknaði sig eitthvað og var næstum búinn að missa boltann í markið. Sem betur fer fór þó ekki svo illa.
Liverpool náði sér ekki í gang og það var ekki fyrr en á 40. mínútu að almennilegt færi gafst. Luis kom sér þá í skotfæri inn í vítateignum hægra megin en Petr Cech var vel á verði og kom í veg fyrir mark. Skot Luis var fast en færið var þröngt. Evrópu- og bikarmeistararnir voru því yfir í leikhléi.
Brendan Rodgers var harðákveðinn í að reyna að bæta leik Liverpool eins fljótt og auðið var og sendi Daniel Sturridge til leiks. Sá átti heldur betur eftir að láta til sín taka og auka bitið í sóknarleik Liverpool til mikilla muna! Strax eftir nokkrar sekúndur tók hann á rás fram hægra megin og svo inn á völlinn. Rétt utan vítateigs laumaði hann boltanum inn í vítateiginn á Steven Gerrard sem var einn gegn Petr en Tékkinn sá við honum með því að verja með öðrum fæti sínum. Frábær sending og frábær markvarsla. Nokkrum andartökum seinna tók Daniel aðra ripsu og þrumaði boltanum í stöng utan vítateigs. Magnað skot og Petr hefði aldrei náð boltanum. Sókin hélt áfram og Glen Johnson sendi fyrir og engu mátti muna að Rauðliðar næðu að koma boltanum í markið en enginn náði til boltans.
Daniel var búinn að gerbreyta leik Liverpool og hann gerði sér svo lítið fyrir og jafnaði á 52. mínútu. Jamie Carragher, sem átti frábæran leik, sendi fram hægri kantinn. Stewart Downing sendi boltann aftur fyrir sig til baka á Luis sem lyfti boltanum fyrir markið á Daniel sem skoraði af stuttu færi. Stórglæsilegt mark!
Liverpool virtist nú hafa öll tök á leiknum en Chelsea komst aftur yfir fimm mínútum seinna. Chelsea fékk horn frá hægri. Boltinn var sendur fyrir markið og við fjærstöngina hafnaði hann í hendi Luis og dómarinn gat ekki annað en dæmt víti. Luis virtist ekki sjá boltann en annars var erfitt að átta sig á hvers vegna svona fór. Eden Hazard tók vítið og skoraði af öryggi.
Liverpool gekk í kjölfarið illa að koma sér aftur inn í leikinn. Um miðjan hálfleikinn vék Branislav Ivanovic sér að dómaranum og kvartaði yfir viðskiptum sínum við Luis. Ekkert var aðhafst en síðar kom í ljós að Luis hafði bitið Serbann í upphandlegginn. Óafsakanleg framkoma og á eftir að draga dilk á eftir sér.
Jonjo Shelvey var sendur til leiks þegar tíu mínútur voru eftir og hann mætti grimmur til leiks. Hann var varla kominn inn á þegar hann var bókaður og á 85. mínútu fékk hann algjört dauðafæri. Eftir gott spil renndi Jordan Henderson boltanum á Jonjo en hann skaut framhjá! Svipað færi og hann fékk gegn Zenit sem hefði komið Liverpool áfram. En sama var Jonjo færði aukin kraft í leik Liverpool.
Dómarinn gaf upp sex mínútur í viðbótartíma. Það var vel í lagt og þær voru meira að segja liðnar þegar Luis átti síðasta orðið. Löng og há sending kom fram. Luis náði að skalla boltann til baka til hægri á Daniel. Hann sendi frábæra sendingu fyrir markið og þar var Luis kominn, skaut sér fram og skallaði boltann í markið fyrir framan Kop stúkuna. Petr hafði hönd á en það dugði ekki. Chelsea tók miðju og leik lokið!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Gerrard, Leiva, Downing (Shelvey 80. mín.), Henderson, Coutinho (Sturridge 46. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Assaidi, Coates, Coady og Skrtel.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (52. mín.) og Luis Suarez (90. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Lucas Leiva, Luis Suarez, Jamie Carragher og Jonjo Shelvey.
Chelsea: Cech, Azpilicueta, Ivanovic, Luiz, Bertrand, Ramires, Mikel, Mata (Lampard 90. mín.), Oscar (Moses 83. mín.), Hazard (Benayoun 78. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Turnbull, Ferreira, Terry og Ba.
Mörk Chelsea: Emboaba Oscar (26. mín.) og Eden Hazard, víti, (57. mín.).
Gul spjöld: Fernando Torres og Cesar Azpilicueta.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.009.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Þessi magnaði höfðingi var algjörlega frábær. Hvað eftir annað sýndi hann manndóm og hetjuskap. Eins og svo oft áður fór hann fyrir með góðu fordæmi. Bjargaði í vörn þegar þurfti og fór fram á völlinn þegar það þurfti að jafna. Magnaður leikur og má ekki alveg segja að hann hafi sjaldan verið betri?
Brendan Rodgers: Ég sagði við leikmennina í hálfleik að við þyrftum að vera grimmari og sýna leik á borð við það sem við höfum oft sýnt á leiktíðinni. Við vorum frábærir í síðari hálfleik, skoruðum tvö mörk og hefðum kannski átt að skora fleiri.
Fróðleikur
- Þetta var 50. leikur Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers.
- Um leið var þetta 200. leikur hans sem framkvæmdastjóra.
- Rafael Benítez stjórnaði liði í annað sinn gegn Liverpool. Hann hafði áður stýrt Valencia.
- Daniel Sturridge skoraði sjötta mark sitt fyrir Liverpool.
- Daniel skoraði þar með gegn Chelsea sem hann hafði skorað fyrir fyrr á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði 30. mark sitt á leiktíðinni.
- Liðin gerðu jafntefli í báðum deildarleikjum sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá minningarathöfn fyrir leikinn.
Rafael Benítez fékk höfðinglegar móttökur þegar hann gekk til leiks og það leið ekki á löngu þar til stuðningsmenn Liverpool voru farnir að kyrja nafn hans eins og þeir höfðu svo oft gert fyrr á árum. Hann kunni því vel og veifaði í átt að Kop stúkunni. Segja má að stuðningsmenn Liverpool hafði hyllt hann í leiknum á meðan fylgismenn Chelsea hafi hreytt í hann.
Það var rafmagnað andrúmsloft á Anfield þegar leikurinn hófst en hann var rólegur til að byrja með og fátt hafði gerst þegar Chelsea komst yfir á 26. mínútu. Emboaba Oscar skallaði þá í mark eftir horn frá hægri. Jose kom við boltann en náði ekki að verja og Chelsea komið yfir. Slök vörn hjá Liverpool og ekki síst í ljósi þess að Oscar er með minni mönnum. Rétt á eftir fékk Chelsea aukaspyrnu utan vítateigs sem David Luiz tók. Hann lét vaða á markið. Boltinn fór beint á Jose en hann misreiknaði sig eitthvað og var næstum búinn að missa boltann í markið. Sem betur fer fór þó ekki svo illa.
Liverpool náði sér ekki í gang og það var ekki fyrr en á 40. mínútu að almennilegt færi gafst. Luis kom sér þá í skotfæri inn í vítateignum hægra megin en Petr Cech var vel á verði og kom í veg fyrir mark. Skot Luis var fast en færið var þröngt. Evrópu- og bikarmeistararnir voru því yfir í leikhléi.
Brendan Rodgers var harðákveðinn í að reyna að bæta leik Liverpool eins fljótt og auðið var og sendi Daniel Sturridge til leiks. Sá átti heldur betur eftir að láta til sín taka og auka bitið í sóknarleik Liverpool til mikilla muna! Strax eftir nokkrar sekúndur tók hann á rás fram hægra megin og svo inn á völlinn. Rétt utan vítateigs laumaði hann boltanum inn í vítateiginn á Steven Gerrard sem var einn gegn Petr en Tékkinn sá við honum með því að verja með öðrum fæti sínum. Frábær sending og frábær markvarsla. Nokkrum andartökum seinna tók Daniel aðra ripsu og þrumaði boltanum í stöng utan vítateigs. Magnað skot og Petr hefði aldrei náð boltanum. Sókin hélt áfram og Glen Johnson sendi fyrir og engu mátti muna að Rauðliðar næðu að koma boltanum í markið en enginn náði til boltans.
Daniel var búinn að gerbreyta leik Liverpool og hann gerði sér svo lítið fyrir og jafnaði á 52. mínútu. Jamie Carragher, sem átti frábæran leik, sendi fram hægri kantinn. Stewart Downing sendi boltann aftur fyrir sig til baka á Luis sem lyfti boltanum fyrir markið á Daniel sem skoraði af stuttu færi. Stórglæsilegt mark!
Liverpool virtist nú hafa öll tök á leiknum en Chelsea komst aftur yfir fimm mínútum seinna. Chelsea fékk horn frá hægri. Boltinn var sendur fyrir markið og við fjærstöngina hafnaði hann í hendi Luis og dómarinn gat ekki annað en dæmt víti. Luis virtist ekki sjá boltann en annars var erfitt að átta sig á hvers vegna svona fór. Eden Hazard tók vítið og skoraði af öryggi.
Liverpool gekk í kjölfarið illa að koma sér aftur inn í leikinn. Um miðjan hálfleikinn vék Branislav Ivanovic sér að dómaranum og kvartaði yfir viðskiptum sínum við Luis. Ekkert var aðhafst en síðar kom í ljós að Luis hafði bitið Serbann í upphandlegginn. Óafsakanleg framkoma og á eftir að draga dilk á eftir sér.
Jonjo Shelvey var sendur til leiks þegar tíu mínútur voru eftir og hann mætti grimmur til leiks. Hann var varla kominn inn á þegar hann var bókaður og á 85. mínútu fékk hann algjört dauðafæri. Eftir gott spil renndi Jordan Henderson boltanum á Jonjo en hann skaut framhjá! Svipað færi og hann fékk gegn Zenit sem hefði komið Liverpool áfram. En sama var Jonjo færði aukin kraft í leik Liverpool.
Dómarinn gaf upp sex mínútur í viðbótartíma. Það var vel í lagt og þær voru meira að segja liðnar þegar Luis átti síðasta orðið. Löng og há sending kom fram. Luis náði að skalla boltann til baka til hægri á Daniel. Hann sendi frábæra sendingu fyrir markið og þar var Luis kominn, skaut sér fram og skallaði boltann í markið fyrir framan Kop stúkuna. Petr hafði hönd á en það dugði ekki. Chelsea tók miðju og leik lokið!
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Gerrard, Leiva, Downing (Shelvey 80. mín.), Henderson, Coutinho (Sturridge 46. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Jones, Assaidi, Coates, Coady og Skrtel.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (52. mín.) og Luis Suarez (90. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Lucas Leiva, Luis Suarez, Jamie Carragher og Jonjo Shelvey.
Chelsea: Cech, Azpilicueta, Ivanovic, Luiz, Bertrand, Ramires, Mikel, Mata (Lampard 90. mín.), Oscar (Moses 83. mín.), Hazard (Benayoun 78. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Turnbull, Ferreira, Terry og Ba.
Mörk Chelsea: Emboaba Oscar (26. mín.) og Eden Hazard, víti, (57. mín.).
Gul spjöld: Fernando Torres og Cesar Azpilicueta.
Áhorfendur á Anfield Road: 45.009.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Þessi magnaði höfðingi var algjörlega frábær. Hvað eftir annað sýndi hann manndóm og hetjuskap. Eins og svo oft áður fór hann fyrir með góðu fordæmi. Bjargaði í vörn þegar þurfti og fór fram á völlinn þegar það þurfti að jafna. Magnaður leikur og má ekki alveg segja að hann hafi sjaldan verið betri?
Brendan Rodgers: Ég sagði við leikmennina í hálfleik að við þyrftum að vera grimmari og sýna leik á borð við það sem við höfum oft sýnt á leiktíðinni. Við vorum frábærir í síðari hálfleik, skoruðum tvö mörk og hefðum kannski átt að skora fleiri.
Fróðleikur
- Þetta var 50. leikur Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers.
- Um leið var þetta 200. leikur hans sem framkvæmdastjóra.
- Rafael Benítez stjórnaði liði í annað sinn gegn Liverpool. Hann hafði áður stýrt Valencia.
- Daniel Sturridge skoraði sjötta mark sitt fyrir Liverpool.
- Daniel skoraði þar með gegn Chelsea sem hann hafði skorað fyrir fyrr á leiktíðinni.
- Luis Suarez skoraði 30. mark sitt á leiktíðinni.
- Liðin gerðu jafntefli í báðum deildarleikjum sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá minningarathöfn fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan