| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Í dag halda leikmenn Liverpool norður í land og leika við Newcastle United á Sports Direct Arena eða St James's Park eins og völlurinn er nú betur þekktur sem. Liverpool hafa ekki unnið Newcastle í síðustu tveimur leikjum en nú verður vonandi breyting á.
Síðast þegar liðin mættust í deildinni lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Yohan Cabaye skoraði mark gestanna á 43. mínútu en Luis Suarez jafnaði metin með glæsilegu marki eftir sendingu frá José Enrique á 67. mínútu. Ekki tókst okkar mönnum að skora fleiri mörk það sem eftir lifði leiks. Eins og flestir vita er svo ljóst að Luis Suarez skorar ekki fleiri mörk á þessu tímabili þar sem hann er kominn í tíu leikja bann.
Í síðustu viðureign liðanna á St James's Park sigruðu heimamenn 2-0 þar sem Papiss Cissé skoraði bæði mörkin, eitt í sitthvorum hálfleiknum. Pepe Reina fékk svo rautt spjald á 83. mínútu þegar Kenny Dalglish hafði notað allar sínar skiptingar og því þurfti José Enrique að standa vaktina í markinu það sem eftir lifði leiks og tókst honum að halda hreinu.
Ef litið er á síðustu sex leiki liðanna á heimavelli Newcastle má sjá að liðin skipta sigrum jafnt á milli sín. Liverpool hafa unnið þrjá og Newcastle þrjá og eins og áður sagði hafa Newcastle menn unnið síðustu tvo. Síðasti sigur okkar manna kom 28. desember 2008 þegar 5-1 sigur vannst og Liverpool voru þá á toppi deildarinnar ! Það er því ansi langt síðan að okkar menn fóru með sigur af hólmi á þessum velli en þó verður að taka með í reikninginn að Newcastle féllu úr Úrvalsdeildinni þetta tímabil.
Af núverandi leikmönnum félagsins er það Steven Gerrard sem er markahæstur gegn Newcastle með sjö mörk í 23 leikjum gegn þeim. Michael Owen trónir á toppnum með 14 mörk í 11 leikjum og er ljóst að honum hefur þótt gaman að leika gegn Skjórunum. Ian Rush skoraði svo 9 mörk í 14 leikjum og er næst markahæstur.
En þá er réttast að snúa sér að leik dagsins sem hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma.
Okkar menn glíma ekki við nein ný meiðslavandræði en eins og áður sagði er Luis Suarez kominn í sumarfrí frá ensku deildinni vegna 10 leikja banns. Fabio Borini gæti verið í leikmannahópnum þar sem hann hefur hafið æfingar að fullu en staðan á Martin Kelly er skv. Brendan Rodgers sú að hann ætli sér ekki að nota hann meir á þessu tímabili. Kelly er einnig byrjaður að æfa á fullu en Rodgers hefur lýst því yfir að hann vilji flýta sér hægt með varnarmanninn unga.
Aðrir leikmenn ættu að vera klárir í slaginn og það er vel. Heimamenn eru ekki alveg lausir við falldrauginn og munu því líklega mæta dýrvitlausir til leiks. Liðið er með 37 stig og svosem ekki miklar líkur á því að liðið dragist niður í fallsæti en þó getur allt gerst. Með sigri í dag ætti liðið að geta dregið sig alveg út úr þessum fallbaráttu pakka og því er ljóst að Newcastle menn munu selja sig dýrt. Okkar menn þurfa því að mæta ferskir til leiks og láta ekki taka sig í bólinu með slælegri frammistöðu eins og hefur stundum sést á útivelli á þessu tímabili.
Ætli liðið sér að enda ofar í töflunni en staðan er núna þarf einfaldlega að vinna þrjú stig í dag. Sigur væri kærkomin upphitun fyrir stórleikinn við Everton um næstu helgi.
Undirritaður óttast það að Newcastle menn verði hreinlega grimmari í dag og muni vilja sigurinn meira. Þó skal ekki vanmeta sóknarþunga okkar manna og vonandi ná þeir að nýta sér veikleika í vörn Newcastle en eins og oft áður hefur hún ekki verið mjög sannfærandi.
Spáin er því svona: 1-2 sigur þar sem sigurmarkið kemur í blálokin !
Síðast þegar liðin mættust í deildinni lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Yohan Cabaye skoraði mark gestanna á 43. mínútu en Luis Suarez jafnaði metin með glæsilegu marki eftir sendingu frá José Enrique á 67. mínútu. Ekki tókst okkar mönnum að skora fleiri mörk það sem eftir lifði leiks. Eins og flestir vita er svo ljóst að Luis Suarez skorar ekki fleiri mörk á þessu tímabili þar sem hann er kominn í tíu leikja bann.
Í síðustu viðureign liðanna á St James's Park sigruðu heimamenn 2-0 þar sem Papiss Cissé skoraði bæði mörkin, eitt í sitthvorum hálfleiknum. Pepe Reina fékk svo rautt spjald á 83. mínútu þegar Kenny Dalglish hafði notað allar sínar skiptingar og því þurfti José Enrique að standa vaktina í markinu það sem eftir lifði leiks og tókst honum að halda hreinu.
Ef litið er á síðustu sex leiki liðanna á heimavelli Newcastle má sjá að liðin skipta sigrum jafnt á milli sín. Liverpool hafa unnið þrjá og Newcastle þrjá og eins og áður sagði hafa Newcastle menn unnið síðustu tvo. Síðasti sigur okkar manna kom 28. desember 2008 þegar 5-1 sigur vannst og Liverpool voru þá á toppi deildarinnar ! Það er því ansi langt síðan að okkar menn fóru með sigur af hólmi á þessum velli en þó verður að taka með í reikninginn að Newcastle féllu úr Úrvalsdeildinni þetta tímabil.
Af núverandi leikmönnum félagsins er það Steven Gerrard sem er markahæstur gegn Newcastle með sjö mörk í 23 leikjum gegn þeim. Michael Owen trónir á toppnum með 14 mörk í 11 leikjum og er ljóst að honum hefur þótt gaman að leika gegn Skjórunum. Ian Rush skoraði svo 9 mörk í 14 leikjum og er næst markahæstur.
En þá er réttast að snúa sér að leik dagsins sem hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma.
Okkar menn glíma ekki við nein ný meiðslavandræði en eins og áður sagði er Luis Suarez kominn í sumarfrí frá ensku deildinni vegna 10 leikja banns. Fabio Borini gæti verið í leikmannahópnum þar sem hann hefur hafið æfingar að fullu en staðan á Martin Kelly er skv. Brendan Rodgers sú að hann ætli sér ekki að nota hann meir á þessu tímabili. Kelly er einnig byrjaður að æfa á fullu en Rodgers hefur lýst því yfir að hann vilji flýta sér hægt með varnarmanninn unga.
Aðrir leikmenn ættu að vera klárir í slaginn og það er vel. Heimamenn eru ekki alveg lausir við falldrauginn og munu því líklega mæta dýrvitlausir til leiks. Liðið er með 37 stig og svosem ekki miklar líkur á því að liðið dragist niður í fallsæti en þó getur allt gerst. Með sigri í dag ætti liðið að geta dregið sig alveg út úr þessum fallbaráttu pakka og því er ljóst að Newcastle menn munu selja sig dýrt. Okkar menn þurfa því að mæta ferskir til leiks og láta ekki taka sig í bólinu með slælegri frammistöðu eins og hefur stundum sést á útivelli á þessu tímabili.
Ætli liðið sér að enda ofar í töflunni en staðan er núna þarf einfaldlega að vinna þrjú stig í dag. Sigur væri kærkomin upphitun fyrir stórleikinn við Everton um næstu helgi.
Undirritaður óttast það að Newcastle menn verði hreinlega grimmari í dag og muni vilja sigurinn meira. Þó skal ekki vanmeta sóknarþunga okkar manna og vonandi ná þeir að nýta sér veikleika í vörn Newcastle en eins og oft áður hefur hún ekki verið mjög sannfærandi.
Spáin er því svona: 1-2 sigur þar sem sigurmarkið kemur í blálokin !
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan