| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Stórsigur fyrir norðan
Liverpool sóttu heldur betur gull í greipar norðanmanna í Newcastle. Stærsti sigur tímabilsins leit dagsins ljós og jafnframt var stærsti sigur félagsins á þessum velli jafnaður.
Árið 1967 vannst einnig 6-0 sigur á Newcastle þar sem goðsögnin Emlyn Hughes skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Árið 2008 vannst einnig góður 5-1 sigur á þessum velli. En snúum okkur að nútíðinni.
Brendan Rodgers þurfti auðvitað að gera eina breytingu á liðinu frá leiknum við Chelsea. Luis Suarez var víst í leikbanni og í hans stað kom Daniel Sturridge inn.
Eftir aðeins 3 mínútur var boltinn kominn í markið hjá Newcastle. Gestirnir fengu hornspyrnu strax í fyrstu sókn og eftir nokkrar tilraunir til að koma boltanum fyrir markið barst hann út vinstra megin til Stewart Downing, hann reyndi fyrirgjöf en hún var skölluð frá, Downing náði þá viðstöðulausri sendingu aftur innfyrir vörnina þar sem Daniel Agger var einn og óvaldaður og skallaði boltann yfir Elliot í markinu.
Heimamenn vissu varla hvort þeir voru að koma eða fara fyrstu mínúturnar og náðu ekki að koma í veg fyrir hættulegar sóknarlotur gestanna hvað eftir annað. Á 17. mínútu sendi Reina langan bolta fram völlinn sem Sturridge tók niður og sendi á Coutinho á miðri miðjunni. Sturridge tók hlaupið innfyrir ásamt Henderson og Coutinho sendi frábæra sendingu beint á þann fyrstnefnda sem sá að Henderson var enn betur staðsettur þar sem markvörður heimamanna var kominn langt útúr vítateignum. Henderson átti því auðvelt verkefni fyrir höndum og setti hann boltann í autt markið. Sem fyrrum Sunderland manni hefur honum ekki þótt leiðinlegt að skora á þessum velli.
Dómari leiksins var duglegur að dreifa gulum spjöldum á leikmenn beggja liða og alls fengu fimm leikmenn gult spjald bara í fyrri hálfleik. Ef svona myndi halda áfram var ljóst að einhver myndi fjúka útaf í síðari hálfleik.
Segja má að þessi gulu spjöld hafi verið það markverða sem gerðist eftir mörkin tvö hjá Liverpool. Heimamenn fengu reyndar úrvals færi til að minnka muninn en James Perch skallaði framhjá úr miðjum markteig þegar auðveldara virtist vera að hitta á markið. Enginn leikmanna Liverpool hoppaði upp í þann bolta og voru þeir stálheppnir að hleypa heimamönnum ekki inní leikinn þarna.
Eins og við var að búast komu heimamenn ansi æstir út á völlinn í seinni hálfleik og gerði stjóri þeirra tvær breytingar á liðinu í hálfleiknum, setti þá Hatem Ben Arfa og Yoan Gouffran inná í stað James Perch og Jonás Gutierrez. Fyrstu tíu mínúturnar reyndu þeir að minnka muninn og koma sér inní leikinn en tókst ekki að skapa sér nein hættuleg færi fyrir utan eitt skipti er Cabaye fékk boltann úti við vítateigslínu fyrir miðju marki en fyrsta snerting hans var ekki góð og varnarmenn Liverpool hreinsuðu frá marki. Hefði Frakkinn náð góðri snertingu þar hefði sennilega ekki þurft að spyrja að því hvar boltinn hefði endað.
Það voru svo gestirnir sem gerðu endanlega útum leikinn á 54. mínútu. Coutinho vann boltann af Ben Arfa úti vinstra megin og skeiðaði upp völlinn, hann sendi ótrúlega sendingu innfyrir vörnina á milli tveggja varnarmanna á Sturridge sem lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum upp í þaknetið. Staðan orðin 0-3 og ekki leit út fyrir að heimamenn næðu að rétta úr kútnum.
Aðeins fjórum mínútum síðar var allur vindur úr þeim er Daniel Sturridge skoraði aftur. Að þessu sinni var það Henderson sem launaði honum greiðann frá því í fyrsta markinu. Gerrard sá gott hlaup hjá Henderson innfyrir vörnina og sendi boltann til hans. Henderson lék inní vítateiginn og lagði boltann fyrir Sturridge sem gat ekki annað en skorað.
Ítalinn Fabio Borini kom svo inná fyrir Steven Gerrard á 73. mínútu og skoraði hann nánast með sinni fyrstu snertingu. Downing lék inná teiginn hægra megin og kom boltanum á Borini sem skaut boltanum með tánni framhjá Elliot í markinu. Borini fagnaði eins og venja er með því að bíta í hendina á sér og margir túlkuðu það sem einhverskonar stuðning við Luis Suarez en þeir sem eitthvað telja sig vita um leikmenn félagsins þekkja þetta fagn hjá Borini. Því miður hefur honum ekki tekist að sýna það nógu oft á tímabilinu, en þetta var hans fyrsta deildarmark í vetur.
Á 76. mínútu var svo síðasti naglinn endanlega settur í kistuna hjá Newcastle þegar Debuchy fékk sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Coutinho á vinstri kantinum. Aukaspyrnuna tók Jordan Henderson og var hún vel framkvæmd. Boltinn sigldi framhjá öllum þeim sem reyndu að skalla boltann í vítateignum og lenti í fjærhorninu! Fyrrum Sunderland maðurinn því búinn að skora tvö mörk og staðan orði 6-0 !
Leikmenn Liverpool slökuðu nú aðeins á klónni það sem eftir var leiks en Coutinho var reyndar óheppinn að skora ekki þegar hann þrumaði að marki fyrir utan vítateig en Elliot varði boltann í þverslána.
Rodgers gerði svo tvær skiptingar á 84. og 85. mínútu, Coutinho og Sturridge fóru af velli og Shelvey og Suso komu í þeirra stað. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og þeir örfáu stuðningsmenn Newcastle sem ekki voru farnir heim bauluðu hressilega á sína menn. Að sama skapi voru þeir stuðningsmenn Liverpool kampakátir og sungu hátt sem aldrei fyrr.
Newcastle: Elliot, Yanga-Mbiwa, Haidara, Debuchy, Taylor, Sissoko, Perch (Ben Arfa, 46. mín.), Gutiérrez (Gouffran, 46. mín.), Tioté (Anita, 65. mín.), Cabaye, Cisse. Ónotaðir varamenn: Harper, Williamson, Gosling, Ameobi.
Gul spjöld: Debuchy, Gutiérrez og Taylor.
Rautt spjald: Debuchy.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Gerrard (Borini, 73. mín.), Henderson, Downing, Coutinho (Suso 84. mín.), Sturridge (Shelvey, 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Skrtel, Wisdom.
Mörk Liverpool: Agger (3. mín.), Henderson (17. og 76. mín.), Sturridge (54. og 60. mín.) og Borini (74. mín.).
Gul spjöld: Sturridge og Johnson.
Áhorfendur á St James' Park: 52.351.
Maður leiksins: Eftir svona sigur er erfitt að velja einhvern einn leikmann en Jordan Henderson verður að teljast maður leiksins að þessu sinni. Hann hefur oft verið gagnrýndur af stuðningsmönnum en á seinni hluta þessa tímabils hefur hann hægt og rólega verið að sýna hvað hann getur og ótrúleg vinnusemi hans fer væntanlega ekki framhjá neinum sem horfir á liðið spila. Að þessu sinni skoraði hann tvö góð mörk og lagði upp eitt og það verður að teljast ansi gott.
Brendan Rodgers: ,,Í dag mátti sjá að samstaðan hjá félaginu er mikil. Við pressuðum saman og við sendum boltann saman. Við skoruðum sex mörk og hefðum sennilega getað skorað fleiri en það var líka mikilvægt að halda hreinu. Við erum svo sannarlega ekki eins manns lið. Við erum samheldinn hópur og einbeitni leikmanna í dag var mjög góð."
Fróðleikur:
- Liverpool vann sinn stærsta sigur á leiktíðinni og þar af leiðandi þann stærsta undir stjórn Brendan Rodgers.
- Liverpool jafnaði sinn stærsta sigur á þessum velli, en eins og áður sagði vannst einnig 6-0 sigur árið 1967.
- Pepe Reina hélt markinu hreinu í 12. sinn á tímabilinu.
- Daniel Sturridge hefur nú skorað 7 mörk í deildinni fyrir félagið og 8 mörk alls á tímabilinu.
- Nafni hans Agger skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Jordan Henderson hefur nú skorað 5 mörk í deildinni fyrir félagið og 6 mörk alls á tímabilinu.
- Fabio Borini skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Í fyrsta skipti á tímabilinu spilaði Steven Gerrard ekki allan leikinn en honum var skipt af velli á 73. mínútu.
- Gerrard er engu að síður eini leikmaður félagsins sem hefur spilað alla deildarleikina á tímabilinu.
- Gerrard hefur jafnframt tekið þátt í flestum leikjum á tímabilinu eða alls 45.
- Liðið hefur nú náð tveimur stigum meira þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu miðað við tímabilið í fyrra.
- Alls hefur liðið skorað 67 mörk í deildinni það sem af er, aðeins Manchester United og Chelsea hafa skorað fleiri mörk.
Hér og hér má sjá myndir úr leiknum.
Árið 1967 vannst einnig 6-0 sigur á Newcastle þar sem goðsögnin Emlyn Hughes skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Árið 2008 vannst einnig góður 5-1 sigur á þessum velli. En snúum okkur að nútíðinni.
Brendan Rodgers þurfti auðvitað að gera eina breytingu á liðinu frá leiknum við Chelsea. Luis Suarez var víst í leikbanni og í hans stað kom Daniel Sturridge inn.
Eftir aðeins 3 mínútur var boltinn kominn í markið hjá Newcastle. Gestirnir fengu hornspyrnu strax í fyrstu sókn og eftir nokkrar tilraunir til að koma boltanum fyrir markið barst hann út vinstra megin til Stewart Downing, hann reyndi fyrirgjöf en hún var skölluð frá, Downing náði þá viðstöðulausri sendingu aftur innfyrir vörnina þar sem Daniel Agger var einn og óvaldaður og skallaði boltann yfir Elliot í markinu.
Heimamenn vissu varla hvort þeir voru að koma eða fara fyrstu mínúturnar og náðu ekki að koma í veg fyrir hættulegar sóknarlotur gestanna hvað eftir annað. Á 17. mínútu sendi Reina langan bolta fram völlinn sem Sturridge tók niður og sendi á Coutinho á miðri miðjunni. Sturridge tók hlaupið innfyrir ásamt Henderson og Coutinho sendi frábæra sendingu beint á þann fyrstnefnda sem sá að Henderson var enn betur staðsettur þar sem markvörður heimamanna var kominn langt útúr vítateignum. Henderson átti því auðvelt verkefni fyrir höndum og setti hann boltann í autt markið. Sem fyrrum Sunderland manni hefur honum ekki þótt leiðinlegt að skora á þessum velli.
Dómari leiksins var duglegur að dreifa gulum spjöldum á leikmenn beggja liða og alls fengu fimm leikmenn gult spjald bara í fyrri hálfleik. Ef svona myndi halda áfram var ljóst að einhver myndi fjúka útaf í síðari hálfleik.
Segja má að þessi gulu spjöld hafi verið það markverða sem gerðist eftir mörkin tvö hjá Liverpool. Heimamenn fengu reyndar úrvals færi til að minnka muninn en James Perch skallaði framhjá úr miðjum markteig þegar auðveldara virtist vera að hitta á markið. Enginn leikmanna Liverpool hoppaði upp í þann bolta og voru þeir stálheppnir að hleypa heimamönnum ekki inní leikinn þarna.
Eins og við var að búast komu heimamenn ansi æstir út á völlinn í seinni hálfleik og gerði stjóri þeirra tvær breytingar á liðinu í hálfleiknum, setti þá Hatem Ben Arfa og Yoan Gouffran inná í stað James Perch og Jonás Gutierrez. Fyrstu tíu mínúturnar reyndu þeir að minnka muninn og koma sér inní leikinn en tókst ekki að skapa sér nein hættuleg færi fyrir utan eitt skipti er Cabaye fékk boltann úti við vítateigslínu fyrir miðju marki en fyrsta snerting hans var ekki góð og varnarmenn Liverpool hreinsuðu frá marki. Hefði Frakkinn náð góðri snertingu þar hefði sennilega ekki þurft að spyrja að því hvar boltinn hefði endað.
Það voru svo gestirnir sem gerðu endanlega útum leikinn á 54. mínútu. Coutinho vann boltann af Ben Arfa úti vinstra megin og skeiðaði upp völlinn, hann sendi ótrúlega sendingu innfyrir vörnina á milli tveggja varnarmanna á Sturridge sem lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum upp í þaknetið. Staðan orðin 0-3 og ekki leit út fyrir að heimamenn næðu að rétta úr kútnum.
Aðeins fjórum mínútum síðar var allur vindur úr þeim er Daniel Sturridge skoraði aftur. Að þessu sinni var það Henderson sem launaði honum greiðann frá því í fyrsta markinu. Gerrard sá gott hlaup hjá Henderson innfyrir vörnina og sendi boltann til hans. Henderson lék inní vítateiginn og lagði boltann fyrir Sturridge sem gat ekki annað en skorað.
Ítalinn Fabio Borini kom svo inná fyrir Steven Gerrard á 73. mínútu og skoraði hann nánast með sinni fyrstu snertingu. Downing lék inná teiginn hægra megin og kom boltanum á Borini sem skaut boltanum með tánni framhjá Elliot í markinu. Borini fagnaði eins og venja er með því að bíta í hendina á sér og margir túlkuðu það sem einhverskonar stuðning við Luis Suarez en þeir sem eitthvað telja sig vita um leikmenn félagsins þekkja þetta fagn hjá Borini. Því miður hefur honum ekki tekist að sýna það nógu oft á tímabilinu, en þetta var hans fyrsta deildarmark í vetur.
Á 76. mínútu var svo síðasti naglinn endanlega settur í kistuna hjá Newcastle þegar Debuchy fékk sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Coutinho á vinstri kantinum. Aukaspyrnuna tók Jordan Henderson og var hún vel framkvæmd. Boltinn sigldi framhjá öllum þeim sem reyndu að skalla boltann í vítateignum og lenti í fjærhorninu! Fyrrum Sunderland maðurinn því búinn að skora tvö mörk og staðan orði 6-0 !
Leikmenn Liverpool slökuðu nú aðeins á klónni það sem eftir var leiks en Coutinho var reyndar óheppinn að skora ekki þegar hann þrumaði að marki fyrir utan vítateig en Elliot varði boltann í þverslána.
Rodgers gerði svo tvær skiptingar á 84. og 85. mínútu, Coutinho og Sturridge fóru af velli og Shelvey og Suso komu í þeirra stað. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og þeir örfáu stuðningsmenn Newcastle sem ekki voru farnir heim bauluðu hressilega á sína menn. Að sama skapi voru þeir stuðningsmenn Liverpool kampakátir og sungu hátt sem aldrei fyrr.
Newcastle: Elliot, Yanga-Mbiwa, Haidara, Debuchy, Taylor, Sissoko, Perch (Ben Arfa, 46. mín.), Gutiérrez (Gouffran, 46. mín.), Tioté (Anita, 65. mín.), Cabaye, Cisse. Ónotaðir varamenn: Harper, Williamson, Gosling, Ameobi.
Gul spjöld: Debuchy, Gutiérrez og Taylor.
Rautt spjald: Debuchy.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Leiva, Gerrard (Borini, 73. mín.), Henderson, Downing, Coutinho (Suso 84. mín.), Sturridge (Shelvey, 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Coates, Skrtel, Wisdom.
Mörk Liverpool: Agger (3. mín.), Henderson (17. og 76. mín.), Sturridge (54. og 60. mín.) og Borini (74. mín.).
Gul spjöld: Sturridge og Johnson.
Áhorfendur á St James' Park: 52.351.
Maður leiksins: Eftir svona sigur er erfitt að velja einhvern einn leikmann en Jordan Henderson verður að teljast maður leiksins að þessu sinni. Hann hefur oft verið gagnrýndur af stuðningsmönnum en á seinni hluta þessa tímabils hefur hann hægt og rólega verið að sýna hvað hann getur og ótrúleg vinnusemi hans fer væntanlega ekki framhjá neinum sem horfir á liðið spila. Að þessu sinni skoraði hann tvö góð mörk og lagði upp eitt og það verður að teljast ansi gott.
Brendan Rodgers: ,,Í dag mátti sjá að samstaðan hjá félaginu er mikil. Við pressuðum saman og við sendum boltann saman. Við skoruðum sex mörk og hefðum sennilega getað skorað fleiri en það var líka mikilvægt að halda hreinu. Við erum svo sannarlega ekki eins manns lið. Við erum samheldinn hópur og einbeitni leikmanna í dag var mjög góð."
Fróðleikur:
- Liverpool vann sinn stærsta sigur á leiktíðinni og þar af leiðandi þann stærsta undir stjórn Brendan Rodgers.
- Liverpool jafnaði sinn stærsta sigur á þessum velli, en eins og áður sagði vannst einnig 6-0 sigur árið 1967.
- Pepe Reina hélt markinu hreinu í 12. sinn á tímabilinu.
- Daniel Sturridge hefur nú skorað 7 mörk í deildinni fyrir félagið og 8 mörk alls á tímabilinu.
- Nafni hans Agger skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Jordan Henderson hefur nú skorað 5 mörk í deildinni fyrir félagið og 6 mörk alls á tímabilinu.
- Fabio Borini skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Í fyrsta skipti á tímabilinu spilaði Steven Gerrard ekki allan leikinn en honum var skipt af velli á 73. mínútu.
- Gerrard er engu að síður eini leikmaður félagsins sem hefur spilað alla deildarleikina á tímabilinu.
- Gerrard hefur jafnframt tekið þátt í flestum leikjum á tímabilinu eða alls 45.
- Liðið hefur nú náð tveimur stigum meira þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu miðað við tímabilið í fyrra.
- Alls hefur liðið skorað 67 mörk í deildinni það sem af er, aðeins Manchester United og Chelsea hafa skorað fleiri mörk.
Hér og hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan