| Sf. Gutt
TIL BAKA
Vill sigur í síðasta grannaleiknum
Jamie Carragher vill alltaf vinna Everton og ekki síst í lokaleik sínum á móti þeim Bláu á morgun. Brendan Rodgers segir að Jamie ætli sér sigur í hverjum leik en ennþá meira gegn Everton.
,,Ég er viss um að hann vill enda síðasta derby leik sinn með sigri. Leikirnir á móti Everton er stórleikir í hans augum. Hann er strákur úr borginni og elskar að spila í þessum borgarleikjum. Sama má segja um Steven Gerrard. Þessir tveir sýna svo sem sigurvilja í hverjum einasta leik. Þeir vilja vinna alla leiki en þessir leikir hafa auðvitað sérstaka þýðingu því þeir eru héðan úr borginni."
Brendan segir synd og skömm að Jamie skuli ætla að hætta knattspyrnu núna í vor. Hann segist ekki eiga nógu mörg orð til að lýsa þessum magnaða leikmanni.
,,Ég á ekki nógu mörg orð til að lýsa honum. Hann er búinn að leika alveg frábærlega. Hann hefur alltaf viljað hætta á meðan hann væri ennþá góður og hann mun uppfylla þann draum sinn því hann er að spila eins og best verður á kosið um þessar mundir. Hann hefur ekki hugsað um annað en að einbeita sér að leikjunum og nú er komið að Everton. Hann stjórnaði vörninni í Newcastle í síðustu viku og hann gæti ekki hafa getað spilað betur en upp á síðkastið. Það er synd og skömm því hann gæti trúlega leikið áfram en hann er búinn að ákveða sig."
Frá því Jamie kom aftur í vörn Liverpool í janúar hefur liðið aðeins tapað einum leik sem hann hefur tekið þátt í! Þetta segir sína sögu um hversu vel Jamie er búinn að spila.
Leikur Liverpool og Everton á sunnudaginn verður 30. leikur Jamie Carragher í Merseybakkaslag! Um leið verður þetta í 220. sinn sem þessi lið leiða saman hesta sína.
,,Ég er viss um að hann vill enda síðasta derby leik sinn með sigri. Leikirnir á móti Everton er stórleikir í hans augum. Hann er strákur úr borginni og elskar að spila í þessum borgarleikjum. Sama má segja um Steven Gerrard. Þessir tveir sýna svo sem sigurvilja í hverjum einasta leik. Þeir vilja vinna alla leiki en þessir leikir hafa auðvitað sérstaka þýðingu því þeir eru héðan úr borginni."
Brendan segir synd og skömm að Jamie skuli ætla að hætta knattspyrnu núna í vor. Hann segist ekki eiga nógu mörg orð til að lýsa þessum magnaða leikmanni.
,,Ég á ekki nógu mörg orð til að lýsa honum. Hann er búinn að leika alveg frábærlega. Hann hefur alltaf viljað hætta á meðan hann væri ennþá góður og hann mun uppfylla þann draum sinn því hann er að spila eins og best verður á kosið um þessar mundir. Hann hefur ekki hugsað um annað en að einbeita sér að leikjunum og nú er komið að Everton. Hann stjórnaði vörninni í Newcastle í síðustu viku og hann gæti ekki hafa getað spilað betur en upp á síðkastið. Það er synd og skömm því hann gæti trúlega leikið áfram en hann er búinn að ákveða sig."
Frá því Jamie kom aftur í vörn Liverpool í janúar hefur liðið aðeins tapað einum leik sem hann hefur tekið þátt í! Þetta segir sína sögu um hversu vel Jamie er búinn að spila.
Leikur Liverpool og Everton á sunnudaginn verður 30. leikur Jamie Carragher í Merseybakkaslag! Um leið verður þetta í 220. sinn sem þessi lið leiða saman hesta sína.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan