| Sf. Gutt
Liverpool og Everton mætast í 220. skipti. Um leið verður þetta 30. og síðasti grannaslagur Jamie Carragher. Víst er að þessi mikli foringi verður mikið í sviðsljósinu. Hann hefur oft lýst því hversu mjög hann nýtur þess að vera í sigurliði á móti Everton. Það er því eins gott að Liverpool tapi ekki þessum leik. Það yrði líklega óbærilegt fyrir Jamie að hætta eftir að hafa tapað síðasta leik sínum gegn Everton!
Liverpool þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að ná Everton. Það er nefnilega raunveruleg hætta á því að Everton verði fyrir ofan Liverpool aðra leiktíðina í röð og slík tilhugsun er ekkert sérstök. Þó svo að Everton sé fyrir ofan Liverpool þá hafa Rauðliðar bæði skorað fleiri mörk og hafa mun betra markahlutfall. En hvernig stendur þá á því að Everton er fyrir ofan þá Rauðu? Jú, segja má að mörkin hjá Liverpool hafi ekki dreifst nógu vel. Stórsigrar hafa unnist en svo hafa alltof margir leikir endað án marka og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Liverpool hefur til dæmis gert tvö markalaus jafntefli í síðustu fjórum leikjum en skorað átta mörk í hinum tveimur!
Leikur liðanna í haust endaði með 2:2 jafntefli en reyndar hefði Liverpool átt að vinna 2:3 því fullkomlega löglegt mark var dæmt af Luis Suarez á síðustu mínútu leiksins. Það hefur verið mikið fjör í leikjum þessara liða síðustu árin. Það mætti alveg búast við fjörmiklum leik á morgun en eitthvað segir mér að hann verði kannski ekki eins opinn og stundum. Liverpool verður að vinna og ég spái því að það náist að herja fram nauman 2:1 sigur.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool og Everton mætast í 220. skipti. Um leið verður þetta 30. og síðasti grannaslagur Jamie Carragher. Víst er að þessi mikli foringi verður mikið í sviðsljósinu. Hann hefur oft lýst því hversu mjög hann nýtur þess að vera í sigurliði á móti Everton. Það er því eins gott að Liverpool tapi ekki þessum leik. Það yrði líklega óbærilegt fyrir Jamie að hætta eftir að hafa tapað síðasta leik sínum gegn Everton!
Liverpool þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að ná Everton. Það er nefnilega raunveruleg hætta á því að Everton verði fyrir ofan Liverpool aðra leiktíðina í röð og slík tilhugsun er ekkert sérstök. Þó svo að Everton sé fyrir ofan Liverpool þá hafa Rauðliðar bæði skorað fleiri mörk og hafa mun betra markahlutfall. En hvernig stendur þá á því að Everton er fyrir ofan þá Rauðu? Jú, segja má að mörkin hjá Liverpool hafi ekki dreifst nógu vel. Stórsigrar hafa unnist en svo hafa alltof margir leikir endað án marka og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Liverpool hefur til dæmis gert tvö markalaus jafntefli í síðustu fjórum leikjum en skorað átta mörk í hinum tveimur!
Leikur liðanna í haust endaði með 2:2 jafntefli en reyndar hefði Liverpool átt að vinna 2:3 því fullkomlega löglegt mark var dæmt af Luis Suarez á síðustu mínútu leiksins. Það hefur verið mikið fjör í leikjum þessara liða síðustu árin. Það mætti alveg búast við fjörmiklum leik á morgun en eitthvað segir mér að hann verði kannski ekki eins opinn og stundum. Liverpool verður að vinna og ég spái því að það náist að herja fram nauman 2:1 sigur.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan