| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ánægður með árangurinn gegn Everton
Jamie Carragher lék sinn 30. og síðasta leik á móti Everton um daginn þegar liðin skildu jöfn án marka í 220. grannarimmunni á Mersybökkum. Í leikjunum 30 var Jamie 16 sinnum í sigurliði, jafnteflin voru níu og aðeins fimm sinnum fór Everton með sigur af hólmi. Jamie segist ánægður með árangurinn á móti Everton í þessum 30 leikjum!
,,Það var mikið rætt um þá staðreynd fyrir leikinn að þetta væri síðasti grannaslagur minn og menn voru að segja að þeir vildu vinna leikinn fyrir Jamie og eitthvað svoleiðis. Ég hafði það líka í huga að ég vissi að "Evertonians" vildu mjög gjarnan geta sagt að þeir hefðu unnið í síðasta "derby" leik mínum. Ég myndi ekki segja að ég hefði verið sérstaklega ánægður með jafntefli en við náðum enn einum taplausum leik í safnið."
,,Ég er ánægður með árangur minn í þessum leikjum. Ég hef alltaf haft sérlega gaman af að spila í þessum grannarimmum. Mér hefur alltaf fundist þetta mestu stórleikirnir og ég mun sakna þeirra. Ég á eftir að horfa á þá á næstu leiktíð og líklega verið ég ennþá taugaóstyrkari en sem leikmaður. Maður getur jú gert eitthvað sem leikmaður en það er mjög taugatrekkjandi að horfa á leiki."
Hér er viðtal sem tekið var við Jamie eftir leikinn.
Hér að neðan má sjá Jamie Carragher og aðra Rauðliða fagna eftir góða sigra á móti Everton í gegnum árin!
,,Það var mikið rætt um þá staðreynd fyrir leikinn að þetta væri síðasti grannaslagur minn og menn voru að segja að þeir vildu vinna leikinn fyrir Jamie og eitthvað svoleiðis. Ég hafði það líka í huga að ég vissi að "Evertonians" vildu mjög gjarnan geta sagt að þeir hefðu unnið í síðasta "derby" leik mínum. Ég myndi ekki segja að ég hefði verið sérstaklega ánægður með jafntefli en við náðum enn einum taplausum leik í safnið."
,,Ég er ánægður með árangur minn í þessum leikjum. Ég hef alltaf haft sérlega gaman af að spila í þessum grannarimmum. Mér hefur alltaf fundist þetta mestu stórleikirnir og ég mun sakna þeirra. Ég á eftir að horfa á þá á næstu leiktíð og líklega verið ég ennþá taugaóstyrkari en sem leikmaður. Maður getur jú gert eitthvað sem leikmaður en það er mjög taugatrekkjandi að horfa á leiki."
Hér er viðtal sem tekið var við Jamie eftir leikinn.
Hér að neðan má sjá Jamie Carragher og aðra Rauðliða fagna eftir góða sigra á móti Everton í gegnum árin!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan